Nóttin var annasöm hjá lögreglu 15. desember 2013 10:00 Nóttin var annasöm að sögn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Sjö ökumenn voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og voru fjórir þeirra látnir lausir að lokinni blóðtöku en þrír piltar sem voru saman í bifreið gista fangageymslu lögreglu þar sem enginn þeirra viðurkenndi að hafa ekið bifreiðinni. Þá var tilkynnt um fjórar minniháttar líkamsárásir í borginni, en enginn slasaðist alvarlega í þeim. Talsvert var einnig um útköll sem öll tengdust ölvun og hávaða og þá bárust lögreglu ýmis konar beiðnir um aðstoð. Ellefu gista fangageymslur lögreglu, þar af einn sem óskaði eftir gistingu en hinir tíu þurfa allir í skýrslutöku vegna ýmiskonar mála, sem ekki eru nánar tilgreind í tilkynningu frá lögreglu. Töluverður erill var einnig á Akureyri og margt um manninn í bænum í nótt. Lögreglan hafði í nægu að snúast en þó var enginn handtekinn. Einn fékk þó að gista fangageymslu þar sem hann hafði ekki í önnur hús að venda. Tvö slys urðu síðan með skömmu millibili um klukkan fjögur í nótt. Þar var í báðum tilfellum að ræða fólk sem var á gangi heim á leið eftir skemmtanir næturinnar og runnu þau í hálku með þeim afleiðingum að þau bæði fótbrotnuðu. Gríðarleg hálka er nú um allan bæ á Akureyri en þrátt fyrir það var aðeins eitt umferðaróhapp tilkynnt til lögreglu þrátt fyrir mikla umferð í bænum. Að sögn lögreglu má líklega rekja það til þess hve Norðlengingar séu vanir að aka í hálku. Við slíkar aðstæður sé aðalatriði að hægja einfaldlega á sér. Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Nóttin var annasöm að sögn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Sjö ökumenn voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og voru fjórir þeirra látnir lausir að lokinni blóðtöku en þrír piltar sem voru saman í bifreið gista fangageymslu lögreglu þar sem enginn þeirra viðurkenndi að hafa ekið bifreiðinni. Þá var tilkynnt um fjórar minniháttar líkamsárásir í borginni, en enginn slasaðist alvarlega í þeim. Talsvert var einnig um útköll sem öll tengdust ölvun og hávaða og þá bárust lögreglu ýmis konar beiðnir um aðstoð. Ellefu gista fangageymslur lögreglu, þar af einn sem óskaði eftir gistingu en hinir tíu þurfa allir í skýrslutöku vegna ýmiskonar mála, sem ekki eru nánar tilgreind í tilkynningu frá lögreglu. Töluverður erill var einnig á Akureyri og margt um manninn í bænum í nótt. Lögreglan hafði í nægu að snúast en þó var enginn handtekinn. Einn fékk þó að gista fangageymslu þar sem hann hafði ekki í önnur hús að venda. Tvö slys urðu síðan með skömmu millibili um klukkan fjögur í nótt. Þar var í báðum tilfellum að ræða fólk sem var á gangi heim á leið eftir skemmtanir næturinnar og runnu þau í hálku með þeim afleiðingum að þau bæði fótbrotnuðu. Gríðarleg hálka er nú um allan bæ á Akureyri en þrátt fyrir það var aðeins eitt umferðaróhapp tilkynnt til lögreglu þrátt fyrir mikla umferð í bænum. Að sögn lögreglu má líklega rekja það til þess hve Norðlengingar séu vanir að aka í hálku. Við slíkar aðstæður sé aðalatriði að hægja einfaldlega á sér.
Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira