Hrein glös fyrir jól Úlfar Linnet skrifar 13. desember 2013 09:39 Úlfar Linnet. Einn af vandasamari þáttum jólaundirbúningsins eru þrif á bjórglösum. Glös sem þrifin eru af ást og alúð tryggja að hátíðarbjórinn njóti sýn til fulls. Illa þrifið bjórglas gerir bjórnum aftur á móti illt. Froðan hverfur á örskotsstundu, bjórinn verðu fljótt flatur, loftbólur setjast utan á glasið og það lítur illa út. Verstu tilfellin má finna í stéttarfélagsbústöðum þar sem fyrri leigjandi virðast stundum hafa þvegið upp úr smjöri og sé bjór helt í þau fær hann nær samstundis ásýnd eplasafa. Mikilvægt er að hafa í huga að velþrifið bjórglas gerir meira en að skila góðum bjór, það segir mikið um það hvern við höfum að geyma. Hvernig ferð þú með þitt bjórglas?Slúbbertinn Slúbbertinn horfir ekkert til þess að fita og bjór fara illa saman. Eftir að hafa drukkið mjólk úr bjórglasi stingur hann því alltaf uppþvottavélina. Í vélinni hittir glasið fyrir fitugar pönnur, diska þakta matarleifum og annan ófögnuð. Úr vélinni kemur glas sem er ekki bjór sæmandi.Sveimhuginn Bjórglasið heldur sinni stöðu sem bjórglas og kynnist ekki feitum drykkjum. Sveimhuginn er annars hugar þegar kemur að þrifum. Hann lætur uppþvottavélina um verkið og það kemur fyrir að glasið lendi þar með fitugum eldhúsáhöldum. Glasið nær sér aldrei alveg á strik.Menningarvitinn Í bjórglas menningarvitans fer aðeins bjór. Þegar kemur að þrifum eru teknir upp hanskar, uppþvottabursti og lyktarlaus uppþvottalögur. Undir volgri buni er byrjað á að þvo glasið að utan með litilli sápu. Glasið er ekki þvegið að innan en þess í stað er það skolað rækilega. Þegar glas er þurrkað með viskustykki festast þræðir úr stykkinu á innra borð glassins. Því notar menningarvitinn aldrei viskustykki en leyfir glasinu að þorna í rólegheitum á hvolfi.Glasanörður Glasanerðinum þykir svo vænt um bjórglösin sín að hann lætur enga sápu ná til þeirra. Þess í stað blandar hann sér þvottamassa úr matarsóda, salti og nokkrum dropum af vatni. Með tandurhreinu viskustykki tekur hann upp massann og skrúbbar glasið rækilega að utan og inna. Skolar að lokum með volgu vatni, hvolfir glasinu á grind og leyfir því að þorna. Jóladrykkir Úlfar Linnet Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Einn af vandasamari þáttum jólaundirbúningsins eru þrif á bjórglösum. Glös sem þrifin eru af ást og alúð tryggja að hátíðarbjórinn njóti sýn til fulls. Illa þrifið bjórglas gerir bjórnum aftur á móti illt. Froðan hverfur á örskotsstundu, bjórinn verðu fljótt flatur, loftbólur setjast utan á glasið og það lítur illa út. Verstu tilfellin má finna í stéttarfélagsbústöðum þar sem fyrri leigjandi virðast stundum hafa þvegið upp úr smjöri og sé bjór helt í þau fær hann nær samstundis ásýnd eplasafa. Mikilvægt er að hafa í huga að velþrifið bjórglas gerir meira en að skila góðum bjór, það segir mikið um það hvern við höfum að geyma. Hvernig ferð þú með þitt bjórglas?Slúbbertinn Slúbbertinn horfir ekkert til þess að fita og bjór fara illa saman. Eftir að hafa drukkið mjólk úr bjórglasi stingur hann því alltaf uppþvottavélina. Í vélinni hittir glasið fyrir fitugar pönnur, diska þakta matarleifum og annan ófögnuð. Úr vélinni kemur glas sem er ekki bjór sæmandi.Sveimhuginn Bjórglasið heldur sinni stöðu sem bjórglas og kynnist ekki feitum drykkjum. Sveimhuginn er annars hugar þegar kemur að þrifum. Hann lætur uppþvottavélina um verkið og það kemur fyrir að glasið lendi þar með fitugum eldhúsáhöldum. Glasið nær sér aldrei alveg á strik.Menningarvitinn Í bjórglas menningarvitans fer aðeins bjór. Þegar kemur að þrifum eru teknir upp hanskar, uppþvottabursti og lyktarlaus uppþvottalögur. Undir volgri buni er byrjað á að þvo glasið að utan með litilli sápu. Glasið er ekki þvegið að innan en þess í stað er það skolað rækilega. Þegar glas er þurrkað með viskustykki festast þræðir úr stykkinu á innra borð glassins. Því notar menningarvitinn aldrei viskustykki en leyfir glasinu að þorna í rólegheitum á hvolfi.Glasanörður Glasanerðinum þykir svo vænt um bjórglösin sín að hann lætur enga sápu ná til þeirra. Þess í stað blandar hann sér þvottamassa úr matarsóda, salti og nokkrum dropum af vatni. Með tandurhreinu viskustykki tekur hann upp massann og skrúbbar glasið rækilega að utan og inna. Skolar að lokum með volgu vatni, hvolfir glasinu á grind og leyfir því að þorna.
Jóladrykkir Úlfar Linnet Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira