DiCaprio stofnar lið í rafformúlunni Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2013 09:15 Leonardo DiCaprio Hollywood leikarinn Leonardo DiCaprio er ekki allur þar sem hann er séður og bílaáhugi hans, sérlega á rafdrifnum bílum, er ekki öllum kunnur. Nú hefur DiCaprio tekið þennan áhuga í nýjar hæðir og stofnað keppnislið í Formula E, eða formúlukeppni rafmagnsbíla sem hefst á næsta ári. Liðið stofnaði hann með Gildo Pallanca Pastor, eiganda bílaframleiðandans Venturi Automobile og er lið þeirra það tíunda sem skráir sig til leiks. Liðið er með höfuðstöðvar í Mónakó. Það eru engir aumingjar sem skráð hafa sig til leiks í Formula E því lið frá Renault og McLaren eru einnig þátttakendur og Richard Branson er einnig með lið. Keppnir munu fara fram í 10 borgum, þar á meðal Peking, Los Angeles, Berlín, London, Miami og Buenos Aires. Keppni þessi var sett á fót til að vekja áhuga á rafmagnsbílum og getu þeirra sem stuðla mætti til aukins áhuga almennings á rafmagnbílum og þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem þeim fylgja. Ekki er að spyrja að því að þátttaka DiCaprio í þessari keppni mun varpa auknu ljósi á hana og munu fjölmiðlar vafalaust fylgjast vel með þegar keppni hefst. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent
Hollywood leikarinn Leonardo DiCaprio er ekki allur þar sem hann er séður og bílaáhugi hans, sérlega á rafdrifnum bílum, er ekki öllum kunnur. Nú hefur DiCaprio tekið þennan áhuga í nýjar hæðir og stofnað keppnislið í Formula E, eða formúlukeppni rafmagnsbíla sem hefst á næsta ári. Liðið stofnaði hann með Gildo Pallanca Pastor, eiganda bílaframleiðandans Venturi Automobile og er lið þeirra það tíunda sem skráir sig til leiks. Liðið er með höfuðstöðvar í Mónakó. Það eru engir aumingjar sem skráð hafa sig til leiks í Formula E því lið frá Renault og McLaren eru einnig þátttakendur og Richard Branson er einnig með lið. Keppnir munu fara fram í 10 borgum, þar á meðal Peking, Los Angeles, Berlín, London, Miami og Buenos Aires. Keppni þessi var sett á fót til að vekja áhuga á rafmagnsbílum og getu þeirra sem stuðla mætti til aukins áhuga almennings á rafmagnbílum og þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem þeim fylgja. Ekki er að spyrja að því að þátttaka DiCaprio í þessari keppni mun varpa auknu ljósi á hana og munu fjölmiðlar vafalaust fylgjast vel með þegar keppni hefst.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent