Tími til kominn að brjótast inn í þrívíddina Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. desember 2013 20:00 Tveir sérfræðingar í gervigreind hafa gefið út nýstárlegan tölvuleik þar sem spilurum gefst tækifæri á að stíga inn í þrívíðan heim tölvunnar. Áratuga gamalt loforð um sýndarveruleika hefur loks verið uppfyllt segja þeir. Tölvunarfræðingarnir Hrafn Þorri og Gunnar Steinn hafa síðustu ár unnið að rannsóknum á gervigreind og hagnýtri notkun hennar. Þeir hafa nú gefið út tölvuleik í gegnum sprotafyrirtæki sitt, Aldin Dynamics, þar sem þessi svið mætast. Tölvuleikurinn Asunder: Earthbound er afrakstur vinnur þeirra þar sem gervigreind og sýndarveruleiki sameinast í eina og sama, þrívíða, sviði. Félagarnir byggja á Oculus Rift sýndarveruleikatækninni en hún er á barmi þess að fara í almenna sölu. Oculus Rift boðar nýja og breytta tíma í sýndarveruleika og er í raun að uppfylla áratuga gamalt loforð um tækni þar sem notandinn getur stigið inn í þrívíðan heim tölvunnar. Tölvuleikurinn hefur vakið mikla athygli og skipar heiðursess á vefsíðu Oculus. Það má segja að verkefnið sé einstakt á heimsvísu enda eru fáir tölvuleikjaframleiðendur sem hafa sérstaklega þróað leiki fyrir tæknina.Fréttamaður fékk að spreyta sig.MYND/Aldin DynamicsÞað er síðan sérstök rós í hnappagatið að samfélag spilara hefur tekið tölvuleiknum með opnum örmum. „Þetta er fyrsta þrívíddar-tæknin sem gerir fólki kleift að virkilega upplifa það að vera í þrívíðum heimi með því að setja á sig þessi gleraugu,“ segir Gunnar Steinn Valgarðsson, meðstofnandi Aldin Dynamics. Kollegi hans og annar stofnenda Aldin Dynamics, Hrafn Þorri Þórisson, er á sama máli: „Heimurinn hefur núna uppfyllt loforðið sem hann gaf mér upp úr 1990 þegar ég prófaði svona tækni fyrst.“ Sjálfur leikurinn er glæsilegur, umhverfið í stíl Art-Deco og allar hreyfingar mjúkar og eðlilegar. Spilarinn getur haft samskipti við sessunauta sína í flugvélinni með því að kinka kolli eða hrista hausinn. Aldin Dynamics sem óx út frá rannsóknum sem stofnendur fyrirtækisins unnu hjá Vitvélastofnun Íslands. Mikil tækifæri felast í sýndarveruleikatækni og eru Aldin Dynamics og Vitvélastofnun meðal annars að vinna í samstarfi að rannsóknum á hvernig nýta megi sýndarveruleika fyrir ýmiskonar kennslu og þjálfun. „Við höfum verið að horfa á þessa stóru og miklu sýndarheima í gegnum þessa litlu glugga, rétt eins og barn sem bíður eftir jólasveininum,“ segir Hrafn Þorri. „Núna fær maður að brjótast í gegnum þennan glugga og fara inn í heiminn.“Í myndskeiðinu hér fyrir ofan er hægt sjá fréttina í heild sinni en brot úr leiknum má sjá hér. Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Tveir sérfræðingar í gervigreind hafa gefið út nýstárlegan tölvuleik þar sem spilurum gefst tækifæri á að stíga inn í þrívíðan heim tölvunnar. Áratuga gamalt loforð um sýndarveruleika hefur loks verið uppfyllt segja þeir. Tölvunarfræðingarnir Hrafn Þorri og Gunnar Steinn hafa síðustu ár unnið að rannsóknum á gervigreind og hagnýtri notkun hennar. Þeir hafa nú gefið út tölvuleik í gegnum sprotafyrirtæki sitt, Aldin Dynamics, þar sem þessi svið mætast. Tölvuleikurinn Asunder: Earthbound er afrakstur vinnur þeirra þar sem gervigreind og sýndarveruleiki sameinast í eina og sama, þrívíða, sviði. Félagarnir byggja á Oculus Rift sýndarveruleikatækninni en hún er á barmi þess að fara í almenna sölu. Oculus Rift boðar nýja og breytta tíma í sýndarveruleika og er í raun að uppfylla áratuga gamalt loforð um tækni þar sem notandinn getur stigið inn í þrívíðan heim tölvunnar. Tölvuleikurinn hefur vakið mikla athygli og skipar heiðursess á vefsíðu Oculus. Það má segja að verkefnið sé einstakt á heimsvísu enda eru fáir tölvuleikjaframleiðendur sem hafa sérstaklega þróað leiki fyrir tæknina.Fréttamaður fékk að spreyta sig.MYND/Aldin DynamicsÞað er síðan sérstök rós í hnappagatið að samfélag spilara hefur tekið tölvuleiknum með opnum örmum. „Þetta er fyrsta þrívíddar-tæknin sem gerir fólki kleift að virkilega upplifa það að vera í þrívíðum heimi með því að setja á sig þessi gleraugu,“ segir Gunnar Steinn Valgarðsson, meðstofnandi Aldin Dynamics. Kollegi hans og annar stofnenda Aldin Dynamics, Hrafn Þorri Þórisson, er á sama máli: „Heimurinn hefur núna uppfyllt loforðið sem hann gaf mér upp úr 1990 þegar ég prófaði svona tækni fyrst.“ Sjálfur leikurinn er glæsilegur, umhverfið í stíl Art-Deco og allar hreyfingar mjúkar og eðlilegar. Spilarinn getur haft samskipti við sessunauta sína í flugvélinni með því að kinka kolli eða hrista hausinn. Aldin Dynamics sem óx út frá rannsóknum sem stofnendur fyrirtækisins unnu hjá Vitvélastofnun Íslands. Mikil tækifæri felast í sýndarveruleikatækni og eru Aldin Dynamics og Vitvélastofnun meðal annars að vinna í samstarfi að rannsóknum á hvernig nýta megi sýndarveruleika fyrir ýmiskonar kennslu og þjálfun. „Við höfum verið að horfa á þessa stóru og miklu sýndarheima í gegnum þessa litlu glugga, rétt eins og barn sem bíður eftir jólasveininum,“ segir Hrafn Þorri. „Núna fær maður að brjótast í gegnum þennan glugga og fara inn í heiminn.“Í myndskeiðinu hér fyrir ofan er hægt sjá fréttina í heild sinni en brot úr leiknum má sjá hér.
Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira