Volvo sýnir XC Coupe í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2013 08:45 Volvo stal senunni með tilraunabílnum Volvo Concept Coupe á bílasýningunni í Frankfurt fyrr á árinu og vonandi fer sá bíll í framleiðslu sem líkastur honum. Hann var af mörgum kjörinn fallegasti nýi bíll sýningarinnar. Volvo Concept Coupe er stór fólksbíll, en á næstu bílasýningu, sem hefst í Detroit í Bandaríkjunum 13. janúar ætlar Volvo að sýna nýjan tilraunabíl sem virðist liggja á milli hins nýja XC90 jeppa og Concept Coupe bílnum. Sem afkvæmi þeirra beggja má kalla þennan bíl jeppling. Hann virðist nokkuð spennandi bíll í útliti ef marka má myndskeiðið sem hér fylgir og Volvo hefur opinberað til að vekja athygli á bílnum. Ekki fylgir sögunni hvað verður undir húddinu á þessum bíl, en það kemur í ljós í Detroit í næsta mánuði. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Volvo stal senunni með tilraunabílnum Volvo Concept Coupe á bílasýningunni í Frankfurt fyrr á árinu og vonandi fer sá bíll í framleiðslu sem líkastur honum. Hann var af mörgum kjörinn fallegasti nýi bíll sýningarinnar. Volvo Concept Coupe er stór fólksbíll, en á næstu bílasýningu, sem hefst í Detroit í Bandaríkjunum 13. janúar ætlar Volvo að sýna nýjan tilraunabíl sem virðist liggja á milli hins nýja XC90 jeppa og Concept Coupe bílnum. Sem afkvæmi þeirra beggja má kalla þennan bíl jeppling. Hann virðist nokkuð spennandi bíll í útliti ef marka má myndskeiðið sem hér fylgir og Volvo hefur opinberað til að vekja athygli á bílnum. Ekki fylgir sögunni hvað verður undir húddinu á þessum bíl, en það kemur í ljós í Detroit í næsta mánuði.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent