Innlent

Alvarlegt umferðarslys á Hellisheiði

Frá slysstað í dag.
Frá slysstað í dag. mynd/só.st2
Alvarlegt umferðarlys varð á Hellisheiði á fjórða tímanum í dag og er vegurinn yfir heiðina lokaður. Umferð er beint um Þrengslaveg.

Tveir fólksbílar, sem voru að koma úr gagnstæðri átt, skullu saman. Í öðrum bílnum voru tveir farþegar með ökumanni, og eru meiðsl þeirra ekki talin alvarleg. Í hinum bílnum var ökumaður einn á ferð, og er hann alvarlega slasaður. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er mjög hvasst á vettvangi, mikill skafrenningur og skyggni takmarkað á köflum. Lögregla er enn við störf þar ásamt sérfræðingum sem kallaðir hafa verið til. Búast má við að vegurinn verði lokaður enn um sinn. 

Uppfært klukkan 20:30: Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að búið sé að opna veginn um Hellisheiði. Þar sé mikil hálka og skafrenningur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×