VW og Audi leiða dísilvæðingu í BNA Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2013 14:49 Volkswagen Bjalla með dísilvél. Samtals hafa Volkswagen og Audi selt meira en 100.000 dísilbíla í Bandaríkjunum á þessu ári. Aldrei áður hefur Volkswagen og undirmerki þess selt annað eins magn dísilbíla á einu ári vestanhafs. Mikil viðhorfsbreyting virðist hafa átt sér stað hjá Bandaríkjamönnum til dísilbíla, sem fram að þessu hafa ekki verið ýkja hrifnir af dísildrifnum fólksbílum. Svo virðist sem sparneytni þeirra og mikið tog á lágum snúningi heilli margan Bandaríkjamanninn þessa dagana, auk þess sem nýjar dísilvélar eru lágværar, áreiðanlegar og endast vel. Svo mikla sérstöðu hefur Volkswagen og Audi í sölu dísilbíla í Bandaríkjunum að þau eru með yfir 75% sölu fólksbíla og jepplinga með dísilvélum. Af öllum seldum Volkswagen bílum vestanhafs í ár eru 24% þeirra með dísilvélar. Audi fjölgaði mjög bílgerðum þeim sem fást með dísilvélum í Bandaríkjunum og kynntu Audi Q5, A6, A7 og A8 bílana þannig búna í ár og munu bæta A3 TDI við næsta sumar. Volkswagen býður nú Passat, Golf, Jetta, Touareg og Bjölluna með dísilvélum og Golf GTD sportarinn verður kynntur næsta vor. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent
Samtals hafa Volkswagen og Audi selt meira en 100.000 dísilbíla í Bandaríkjunum á þessu ári. Aldrei áður hefur Volkswagen og undirmerki þess selt annað eins magn dísilbíla á einu ári vestanhafs. Mikil viðhorfsbreyting virðist hafa átt sér stað hjá Bandaríkjamönnum til dísilbíla, sem fram að þessu hafa ekki verið ýkja hrifnir af dísildrifnum fólksbílum. Svo virðist sem sparneytni þeirra og mikið tog á lágum snúningi heilli margan Bandaríkjamanninn þessa dagana, auk þess sem nýjar dísilvélar eru lágværar, áreiðanlegar og endast vel. Svo mikla sérstöðu hefur Volkswagen og Audi í sölu dísilbíla í Bandaríkjunum að þau eru með yfir 75% sölu fólksbíla og jepplinga með dísilvélum. Af öllum seldum Volkswagen bílum vestanhafs í ár eru 24% þeirra með dísilvélar. Audi fjölgaði mjög bílgerðum þeim sem fást með dísilvélum í Bandaríkjunum og kynntu Audi Q5, A6, A7 og A8 bílana þannig búna í ár og munu bæta A3 TDI við næsta sumar. Volkswagen býður nú Passat, Golf, Jetta, Touareg og Bjölluna með dísilvélum og Golf GTD sportarinn verður kynntur næsta vor.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent