Brjálað að gera í bíó í dag Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. desember 2013 14:28 Starfsmenn kvikmyndahúsanna segja annan í jólum einn mesta bíódag ársins. Dagurinn í dag, annar í jólum, er að sögn starfsmanna kvikmyndahúsanna einn stærsti dagur ársins þegar kemur að bíóaðsókn hér á landi. Kvikmyndin The Hobbit: The Desolation of Smaug er frumsýnd í dag og er uppselt á margar sýningar myndarinnar í dag og í kvöld. „Það er uppselt klukkan 19 og 22 hjá okkur,“ segir Davíð Hjálmarsson, vaktstjóri í Sambíóunum, Egilshöll. Hann segir örfáa miða eftir á sýninguna klukkan 15:40 og segir annan í jólum og nýársdag þá stærstu á bíóárinu. Lítið var eftir af miðum á Hobbitann klukkan 14 í Sambíóunum, Álfabakka og segir Kolbrún Ýr Hjartardóttir vaktstjóri. „Svo er líka nóg að gera á Frozen,“ segir Kolbrún um nýjustu teiknimynd Disney. Í Smárabíói er uppselt á Hobbitann í lúxussal og mikið búið að selja á kvöldsýningarnar. „Hobbitinn er að einoka þetta svolítið í dag,“ segir Birna Guðbrandsdóttir vaktstjóri en bætir því við að einnig sé nóg að gera í barnamyndunum í dag. Aðspurð hvers vegna annar í jólum sé svona mikill bíódagur segir hún að fólk sé auðvitað bara í fríi og því gott að koma í bíó. „Það er mikið stuð í vinnunni í dag og nóg að gera.“ Sandra Sif Guðbrandsdóttir í Laugarásbíó sagði rétt fyrir klukkan 14 að lítið væri eftir af miðum á 14-sýningu Hobbitans. Hún segir að Íslendingar hafi alltaf sótt mikið í bíó í jólafríinu, en sérstaklega núna eftir að myndirnar um Hobbitann og Hringadróttinssögu náðu vinsældum. „Þetta er gott frí og fólk hefur ekkert annað að gera en að koma í bíó,“ segir Sandra. Auk Hobbitans er nýjasta kvikmynd leikstjórans Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, einnig frumsýnd í dag. Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Dagurinn í dag, annar í jólum, er að sögn starfsmanna kvikmyndahúsanna einn stærsti dagur ársins þegar kemur að bíóaðsókn hér á landi. Kvikmyndin The Hobbit: The Desolation of Smaug er frumsýnd í dag og er uppselt á margar sýningar myndarinnar í dag og í kvöld. „Það er uppselt klukkan 19 og 22 hjá okkur,“ segir Davíð Hjálmarsson, vaktstjóri í Sambíóunum, Egilshöll. Hann segir örfáa miða eftir á sýninguna klukkan 15:40 og segir annan í jólum og nýársdag þá stærstu á bíóárinu. Lítið var eftir af miðum á Hobbitann klukkan 14 í Sambíóunum, Álfabakka og segir Kolbrún Ýr Hjartardóttir vaktstjóri. „Svo er líka nóg að gera á Frozen,“ segir Kolbrún um nýjustu teiknimynd Disney. Í Smárabíói er uppselt á Hobbitann í lúxussal og mikið búið að selja á kvöldsýningarnar. „Hobbitinn er að einoka þetta svolítið í dag,“ segir Birna Guðbrandsdóttir vaktstjóri en bætir því við að einnig sé nóg að gera í barnamyndunum í dag. Aðspurð hvers vegna annar í jólum sé svona mikill bíódagur segir hún að fólk sé auðvitað bara í fríi og því gott að koma í bíó. „Það er mikið stuð í vinnunni í dag og nóg að gera.“ Sandra Sif Guðbrandsdóttir í Laugarásbíó sagði rétt fyrir klukkan 14 að lítið væri eftir af miðum á 14-sýningu Hobbitans. Hún segir að Íslendingar hafi alltaf sótt mikið í bíó í jólafríinu, en sérstaklega núna eftir að myndirnar um Hobbitann og Hringadróttinssögu náðu vinsældum. „Þetta er gott frí og fólk hefur ekkert annað að gera en að koma í bíó,“ segir Sandra. Auk Hobbitans er nýjasta kvikmynd leikstjórans Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, einnig frumsýnd í dag.
Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira