Brjálað að gera í bíó í dag Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. desember 2013 14:28 Starfsmenn kvikmyndahúsanna segja annan í jólum einn mesta bíódag ársins. Dagurinn í dag, annar í jólum, er að sögn starfsmanna kvikmyndahúsanna einn stærsti dagur ársins þegar kemur að bíóaðsókn hér á landi. Kvikmyndin The Hobbit: The Desolation of Smaug er frumsýnd í dag og er uppselt á margar sýningar myndarinnar í dag og í kvöld. „Það er uppselt klukkan 19 og 22 hjá okkur,“ segir Davíð Hjálmarsson, vaktstjóri í Sambíóunum, Egilshöll. Hann segir örfáa miða eftir á sýninguna klukkan 15:40 og segir annan í jólum og nýársdag þá stærstu á bíóárinu. Lítið var eftir af miðum á Hobbitann klukkan 14 í Sambíóunum, Álfabakka og segir Kolbrún Ýr Hjartardóttir vaktstjóri. „Svo er líka nóg að gera á Frozen,“ segir Kolbrún um nýjustu teiknimynd Disney. Í Smárabíói er uppselt á Hobbitann í lúxussal og mikið búið að selja á kvöldsýningarnar. „Hobbitinn er að einoka þetta svolítið í dag,“ segir Birna Guðbrandsdóttir vaktstjóri en bætir því við að einnig sé nóg að gera í barnamyndunum í dag. Aðspurð hvers vegna annar í jólum sé svona mikill bíódagur segir hún að fólk sé auðvitað bara í fríi og því gott að koma í bíó. „Það er mikið stuð í vinnunni í dag og nóg að gera.“ Sandra Sif Guðbrandsdóttir í Laugarásbíó sagði rétt fyrir klukkan 14 að lítið væri eftir af miðum á 14-sýningu Hobbitans. Hún segir að Íslendingar hafi alltaf sótt mikið í bíó í jólafríinu, en sérstaklega núna eftir að myndirnar um Hobbitann og Hringadróttinssögu náðu vinsældum. „Þetta er gott frí og fólk hefur ekkert annað að gera en að koma í bíó,“ segir Sandra. Auk Hobbitans er nýjasta kvikmynd leikstjórans Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, einnig frumsýnd í dag. Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Dagurinn í dag, annar í jólum, er að sögn starfsmanna kvikmyndahúsanna einn stærsti dagur ársins þegar kemur að bíóaðsókn hér á landi. Kvikmyndin The Hobbit: The Desolation of Smaug er frumsýnd í dag og er uppselt á margar sýningar myndarinnar í dag og í kvöld. „Það er uppselt klukkan 19 og 22 hjá okkur,“ segir Davíð Hjálmarsson, vaktstjóri í Sambíóunum, Egilshöll. Hann segir örfáa miða eftir á sýninguna klukkan 15:40 og segir annan í jólum og nýársdag þá stærstu á bíóárinu. Lítið var eftir af miðum á Hobbitann klukkan 14 í Sambíóunum, Álfabakka og segir Kolbrún Ýr Hjartardóttir vaktstjóri. „Svo er líka nóg að gera á Frozen,“ segir Kolbrún um nýjustu teiknimynd Disney. Í Smárabíói er uppselt á Hobbitann í lúxussal og mikið búið að selja á kvöldsýningarnar. „Hobbitinn er að einoka þetta svolítið í dag,“ segir Birna Guðbrandsdóttir vaktstjóri en bætir því við að einnig sé nóg að gera í barnamyndunum í dag. Aðspurð hvers vegna annar í jólum sé svona mikill bíódagur segir hún að fólk sé auðvitað bara í fríi og því gott að koma í bíó. „Það er mikið stuð í vinnunni í dag og nóg að gera.“ Sandra Sif Guðbrandsdóttir í Laugarásbíó sagði rétt fyrir klukkan 14 að lítið væri eftir af miðum á 14-sýningu Hobbitans. Hún segir að Íslendingar hafi alltaf sótt mikið í bíó í jólafríinu, en sérstaklega núna eftir að myndirnar um Hobbitann og Hringadróttinssögu náðu vinsældum. „Þetta er gott frí og fólk hefur ekkert annað að gera en að koma í bíó,“ segir Sandra. Auk Hobbitans er nýjasta kvikmynd leikstjórans Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, einnig frumsýnd í dag.
Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira