Innlent

Óveðrið nær hámarki í dag

Björgunarsveitarmenn að störfum í gærkvöld
Björgunarsveitarmenn að störfum í gærkvöld Mynd/Guðbrandur Örn Arnarson
Hvassviðrið sem nú gengur yfir landið mun ná hámarki sínu síðar í dag að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Víða er lítið ferðaveður og snjófjóðahætta meðal annars í Súðavíkurhlíð.

Fólk er hvatt til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu "og fylgjast vel með veðurspá, fara eftir því þegar Vegagerðin lokar vegum. Það er hægt að sjá það á vefnum hjá þeim. Það er ekki alltaf bara snjór, eða mikil ofankoma, sem gerir það að verkum að það sé ófært heldur er hálkan líka hættuleg, það er mjög erfitt að keyra í mikilli hálku og vindi," segir hún," segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að bæta eigi í vindinn eftir því sem líður á daginn.

Lítið ferðaveður verður í dag og fer vindhraði allt upp í 30 til 35 m/s undir Kjalarnesi eftir hádegi. Fært er um Hellisheiði en þar er hálka á skafrenningur. Hálka og óveður er undir Eyjafjöllum. Þeir sem hyggjast ferðast í dag er bent á að skoða veðurspá og færð áður en haldið er af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×