Fjármögnun Kung fu-myndar fer hratt af stað á Kickstarter Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. desember 2013 14:42 Kynningarstikla Kung fu-myndarinnar Kung Fury fer nú eins og eldur í sinu um netheima en fjármögnun myndarinnar fer fram á vefsíðunni Kickstarter. Leikstjórinn David Sandberg og félagar hans sögðu í upphafi hópfjármögnunarinnar að ef þeir næðu að safna 200 þúsund dölum myndu þeir gera hálftíma útgáfu af myndinni og dreifa henni frítt á internetinu. Ef þeir ná hins vegar að safna einni milljón dala stendur til að finna dreifingaraðila og gera myndina í fullri lengd. Stiklan er mikilfengleg og ljóst er að myndin verður hlaðin spennu og góðu gríni að hætti níunda áratugarins. Segir hún frá ungri löggu sem leggur stund á Kung fu-bardagalistina. Hann verður að ferðast aftur í tímann og sigra mesta Kung fu-bardagamann allra tíma, Adolf Hitler. Söfnunin fer vel af stað og á aðeins fjórum dögum hafa safnast tæplega 350 þúsund dalir. Hefur Sandberg, sem er 28 ára gamall leikstjóri búsettur í Svíþjóð, því náð fyrra markmiði sínu og gott betur.Andi 9. áratugarins svífur yfir vötnum í stiklunni.Ef milljón dalir safnast verður Kung Fury gerð í fullri lengd.Kung fu-löggan ferðast aftur í tímann.Í Kung Fury er Adolf Hitler mesti Kung fu-bardagamaður allra tíma. Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kynningarstikla Kung fu-myndarinnar Kung Fury fer nú eins og eldur í sinu um netheima en fjármögnun myndarinnar fer fram á vefsíðunni Kickstarter. Leikstjórinn David Sandberg og félagar hans sögðu í upphafi hópfjármögnunarinnar að ef þeir næðu að safna 200 þúsund dölum myndu þeir gera hálftíma útgáfu af myndinni og dreifa henni frítt á internetinu. Ef þeir ná hins vegar að safna einni milljón dala stendur til að finna dreifingaraðila og gera myndina í fullri lengd. Stiklan er mikilfengleg og ljóst er að myndin verður hlaðin spennu og góðu gríni að hætti níunda áratugarins. Segir hún frá ungri löggu sem leggur stund á Kung fu-bardagalistina. Hann verður að ferðast aftur í tímann og sigra mesta Kung fu-bardagamann allra tíma, Adolf Hitler. Söfnunin fer vel af stað og á aðeins fjórum dögum hafa safnast tæplega 350 þúsund dalir. Hefur Sandberg, sem er 28 ára gamall leikstjóri búsettur í Svíþjóð, því náð fyrra markmiði sínu og gott betur.Andi 9. áratugarins svífur yfir vötnum í stiklunni.Ef milljón dalir safnast verður Kung Fury gerð í fullri lengd.Kung fu-löggan ferðast aftur í tímann.Í Kung Fury er Adolf Hitler mesti Kung fu-bardagamaður allra tíma.
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira