Vinsælustu iPhone leikirnir framleiddir á Norðurlöndum Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2013 11:27 Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla. Þorsteinn Baldur Friðriksson stofnandi Plain Vanilla benti á að fimm vinsælustu iPhone leikir í Bandaríkjunum séu framleiddir á Norðurlöndum, á Facebook síðu sinni í gær. Leikurinn QuizUp vermir efsta sætið, en hann er framleiddur af Plain Vanilla. Um þennan árangur segir Þorsteinn á Facebook: „Þetta verður að teljast ótrúlegur árangur Norðurlandanna á þessum hyper competitive (samkeppnis-) markaði!“ Leikurinn Candy Crush Saga er í öðru sæti, en hann er framleiddur af fyrirtækinu King frá Svíþjóð. Leikirnir Angry Birds Go, sem er í þriðja sæti og Angry Birds Star Wars II sem er í fjórða sæti, eru framleiddir af fyrirtækinu Rovio frá Finnlandi. Leikurinn Clash of Clans er svo í því fimmta, en hann er framleiddur af finnska fyrirtækinu Suprecell. Fimm vinsælustu iPhone leikir í Bandaríkjunum eru allir framleiddir á Norðurlöndum. Leikjavísir Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Þorsteinn Baldur Friðriksson stofnandi Plain Vanilla benti á að fimm vinsælustu iPhone leikir í Bandaríkjunum séu framleiddir á Norðurlöndum, á Facebook síðu sinni í gær. Leikurinn QuizUp vermir efsta sætið, en hann er framleiddur af Plain Vanilla. Um þennan árangur segir Þorsteinn á Facebook: „Þetta verður að teljast ótrúlegur árangur Norðurlandanna á þessum hyper competitive (samkeppnis-) markaði!“ Leikurinn Candy Crush Saga er í öðru sæti, en hann er framleiddur af fyrirtækinu King frá Svíþjóð. Leikirnir Angry Birds Go, sem er í þriðja sæti og Angry Birds Star Wars II sem er í fjórða sæti, eru framleiddir af fyrirtækinu Rovio frá Finnlandi. Leikurinn Clash of Clans er svo í því fimmta, en hann er framleiddur af finnska fyrirtækinu Suprecell. Fimm vinsælustu iPhone leikir í Bandaríkjunum eru allir framleiddir á Norðurlöndum.
Leikjavísir Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira