Strákarnir sækja líka í fatahönnunarnámið Álfrún Pálsdóttir skrifar 8. janúar 2013 15:00 Linda Börg Árnadóttir er ánægð með þá þróun að drengir sækja í auknum mæli í fatahönnun en í fyrsta sinn er jafn kynjahlutfall á fyrsta ári í fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Fréttablaðið/heiða Í fyrsta sinn eru jafn margir strákar og stelpur á fyrsta ári í fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Linda Björg segir að ímynd fatahönnunar hafi tekið stakkaskiptum síðastliðin ár og hætt að vera kerlingaföndur. „Þetta er mjög skemmtileg breyting sem við tökum fagnandi,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, en í fyrsta sinn er kynjahlutfall nema á fyrsta ári í fatahönnun jafnt. Fimm strákar og fimm stelpur stunda nú nám í fatahönnun á fyrsta ári. Þá eru tveir strákar á þriðja ári en hingað til hefur skólinn einungis útskrifað þrjá stráka úr fatahönnunardeildinni. Linda Björg segir ímynd fatahönnunar hafi tekið stakkaskiptum síðastliðin ár og það geti útskýrt þessa fjölgun stráka í náminu. „Það hugarfar að fatahönnun sé bara kerlingarföndur er sem betur fer að breytast. Fatahönnun er orðin fag sem er tekið alvarlega sem starfsvettvangur að lokinni útskrift. Þetta er ekki lengur bara áhugamál enda höfum við einblínt mjög á faglega þáttinn í náminu sjálfu,“ segir Linda Björg sem sjálf hefur barist mjög fyrir þessum breytingum í fatahönnunarfaginu.Áhrifavaldurinn Velgegni Guðmundar Jörundssonar á sviði fatahönnunar hefur gert námið eftirsóknavert fyrir stráka.Einnig nefnir Linda Björg fatahönnuðinn Guðmund Jörundsson sem eins konar brautryðjanda fyrir karlkyns fatahönnuði á Íslandi í dag. Hann hefur slegið í gegn með herrafatalínu sinni fyrir herrafataverslun Kormáks og Skjaldar en hann útskrifaðist úr skólanum árið 2011. „Ég kalla þetta gjarna „Guðmundar Jör-s effect“. Með honum hætti fatahönnun á Íslandi að vera fyrir konur og samkynhneigða karlmenn sem gjarna hafa einbeitt sér að kvenfatnaði. Að mínu mati á Guðmundur mikið í því að heilla stráka í námið en flestir þeirra sem stunda námið núna eru að hanna karlmannsfatnað sem er nýbreytni,“ segir Linda Björg og bætir við að búast megi við öldu í hönnun íslensks herrafatnaðar í framtíðinni. „Guðmundur fær líklega verðuga samkeppni á næstu árum.“ Linda Björg er viss um að þessi breyting sé varanleg í skólanum og námið verði nú eftirsótt fyrir bæði kynin. „Okkur finnst þetta stórkostlega skemmtilegt og býður upp á meiri fjölbreytni í þeim hugverkum sem koma frá skólanum í framtíðinni.“ Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Í fyrsta sinn eru jafn margir strákar og stelpur á fyrsta ári í fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Linda Björg segir að ímynd fatahönnunar hafi tekið stakkaskiptum síðastliðin ár og hætt að vera kerlingaföndur. „Þetta er mjög skemmtileg breyting sem við tökum fagnandi,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, en í fyrsta sinn er kynjahlutfall nema á fyrsta ári í fatahönnun jafnt. Fimm strákar og fimm stelpur stunda nú nám í fatahönnun á fyrsta ári. Þá eru tveir strákar á þriðja ári en hingað til hefur skólinn einungis útskrifað þrjá stráka úr fatahönnunardeildinni. Linda Björg segir ímynd fatahönnunar hafi tekið stakkaskiptum síðastliðin ár og það geti útskýrt þessa fjölgun stráka í náminu. „Það hugarfar að fatahönnun sé bara kerlingarföndur er sem betur fer að breytast. Fatahönnun er orðin fag sem er tekið alvarlega sem starfsvettvangur að lokinni útskrift. Þetta er ekki lengur bara áhugamál enda höfum við einblínt mjög á faglega þáttinn í náminu sjálfu,“ segir Linda Björg sem sjálf hefur barist mjög fyrir þessum breytingum í fatahönnunarfaginu.Áhrifavaldurinn Velgegni Guðmundar Jörundssonar á sviði fatahönnunar hefur gert námið eftirsóknavert fyrir stráka.Einnig nefnir Linda Björg fatahönnuðinn Guðmund Jörundsson sem eins konar brautryðjanda fyrir karlkyns fatahönnuði á Íslandi í dag. Hann hefur slegið í gegn með herrafatalínu sinni fyrir herrafataverslun Kormáks og Skjaldar en hann útskrifaðist úr skólanum árið 2011. „Ég kalla þetta gjarna „Guðmundar Jör-s effect“. Með honum hætti fatahönnun á Íslandi að vera fyrir konur og samkynhneigða karlmenn sem gjarna hafa einbeitt sér að kvenfatnaði. Að mínu mati á Guðmundur mikið í því að heilla stráka í námið en flestir þeirra sem stunda námið núna eru að hanna karlmannsfatnað sem er nýbreytni,“ segir Linda Björg og bætir við að búast megi við öldu í hönnun íslensks herrafatnaðar í framtíðinni. „Guðmundur fær líklega verðuga samkeppni á næstu árum.“ Linda Björg er viss um að þessi breyting sé varanleg í skólanum og námið verði nú eftirsótt fyrir bæði kynin. „Okkur finnst þetta stórkostlega skemmtilegt og býður upp á meiri fjölbreytni í þeim hugverkum sem koma frá skólanum í framtíðinni.“
Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira