Glötuð tækifæri eða gripin? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 10. janúar 2013 06:00 Lög um að í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn verði annað kynið að skipa hið minnsta 40 prósent sæta taka gildi í september á þessu ári. Eftir minna en átta mánuði. Íslenzk fyrirtæki fengu tveggja og hálfs árs aðlögunartíma að nýju lögunum, sem voru sett eftir að háleitar heitstrengingar forsvarsmanna fyrirtækja og samtaka þeirra um að jafna hlut kynjanna í stjórnum höfðu árum saman skilað nákvæmlega engum árangri. Árið áður en lögin voru sett fækkaði konum í stjórnum skráðra fyrirtækja á Íslandi. Löggjöfin hefur þegar skilað talsverðum árangri. Eins og fram kom í gær í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, hefur hlutfall kvenna í stjórnum allra fyrirtækja landsins, sem eru meira en 32.000 talsins, hækkað úr um 10 prósentum árið 2009 í um 20 prósent nú. Í fyrirtækjum sem falla undir nýju löggjöfina er hlutfallið enn hærra, líklega um eða yfir 30 prósent, og í skráðum fyrirtækjum í Kauphöllinni er það komið yfir 35 prósent. Samt vantar upp undir 200 konur í stjórnir stærri fyrirtækjanna til að uppfylla skilyrði laganna. Skammur tími er til stefnu og aðeins einn aðalfundur. Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, sem rætt var við í Markaðnum, segir að stærstu fyrirtækin og lífeyrissjóðirnir hafi brugðizt við með réttum hætti, alltént í orði. „En svo sjáum við tækifærin renna úr greipum þeirra sem eru í stjórnarskiptum þessa dagana. Þetta er tímabilið þar sem tækifæri gefst til að vinna á þessu. Mér finnst leiðinlegt að sjá að fyrirtæki og lífeyrissjóðir eru enn að láta þetta tækifæri úr greipum sér renna, sérstaklega þegar svona skammt er þar til lögin taka gildi," segir Hulda. Það er erfitt að trúa því að mörg fyrirtæki ætli ekki að fara eftir lögunum, sérstaklega þegar þau hafa haft svigrúm í tvö og hálft ár til að undirbúa gildistöku þeirra. Þetta snýst ekki aðeins um að fara að lögum, heldur að grípa það tækifæri að fá fram fleiri sjónarmið við stjórnarborðið og nýta þann mikla mannauð, menntun og reynslu sem konur í atvinnulífinu búa yfir. Enginn heldur því lengur fram í alvöru að konur hafi minna fram að færa við stjórnun og rekstur fyrirtækja en karlar, þótt þær standi vissulega fyrir ólík sjónarmið og séu oft varfærnari en karlarnir. Fyrirtækin sem standa sig vel í að jafna hlut kynjanna í stjórnum hljóta líka að sjá tækifæri í því ef keppinautar þeirra standa sig illa í sama verkefni. Það er yfirleitt ekki gott fyrir ímynd fyrirtækja að fara ekki að lögum og ekki heldur að standa sig illa í jafnréttismálum. Ef jafnréttissinnaðir neytendur eiga tvo kosti; að skipta við fyrirtæki sem stóð sig vel við að jafna hlut kynjanna í stjórn, og að skipta við keppinaut sem skeytti ekki einu sinni um landslög, eiga þeir líklega auðvelt með að ákveða hvert þeir beina viðskiptum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Lög um að í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn verði annað kynið að skipa hið minnsta 40 prósent sæta taka gildi í september á þessu ári. Eftir minna en átta mánuði. Íslenzk fyrirtæki fengu tveggja og hálfs árs aðlögunartíma að nýju lögunum, sem voru sett eftir að háleitar heitstrengingar forsvarsmanna fyrirtækja og samtaka þeirra um að jafna hlut kynjanna í stjórnum höfðu árum saman skilað nákvæmlega engum árangri. Árið áður en lögin voru sett fækkaði konum í stjórnum skráðra fyrirtækja á Íslandi. Löggjöfin hefur þegar skilað talsverðum árangri. Eins og fram kom í gær í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, hefur hlutfall kvenna í stjórnum allra fyrirtækja landsins, sem eru meira en 32.000 talsins, hækkað úr um 10 prósentum árið 2009 í um 20 prósent nú. Í fyrirtækjum sem falla undir nýju löggjöfina er hlutfallið enn hærra, líklega um eða yfir 30 prósent, og í skráðum fyrirtækjum í Kauphöllinni er það komið yfir 35 prósent. Samt vantar upp undir 200 konur í stjórnir stærri fyrirtækjanna til að uppfylla skilyrði laganna. Skammur tími er til stefnu og aðeins einn aðalfundur. Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, sem rætt var við í Markaðnum, segir að stærstu fyrirtækin og lífeyrissjóðirnir hafi brugðizt við með réttum hætti, alltént í orði. „En svo sjáum við tækifærin renna úr greipum þeirra sem eru í stjórnarskiptum þessa dagana. Þetta er tímabilið þar sem tækifæri gefst til að vinna á þessu. Mér finnst leiðinlegt að sjá að fyrirtæki og lífeyrissjóðir eru enn að láta þetta tækifæri úr greipum sér renna, sérstaklega þegar svona skammt er þar til lögin taka gildi," segir Hulda. Það er erfitt að trúa því að mörg fyrirtæki ætli ekki að fara eftir lögunum, sérstaklega þegar þau hafa haft svigrúm í tvö og hálft ár til að undirbúa gildistöku þeirra. Þetta snýst ekki aðeins um að fara að lögum, heldur að grípa það tækifæri að fá fram fleiri sjónarmið við stjórnarborðið og nýta þann mikla mannauð, menntun og reynslu sem konur í atvinnulífinu búa yfir. Enginn heldur því lengur fram í alvöru að konur hafi minna fram að færa við stjórnun og rekstur fyrirtækja en karlar, þótt þær standi vissulega fyrir ólík sjónarmið og séu oft varfærnari en karlarnir. Fyrirtækin sem standa sig vel í að jafna hlut kynjanna í stjórnum hljóta líka að sjá tækifæri í því ef keppinautar þeirra standa sig illa í sama verkefni. Það er yfirleitt ekki gott fyrir ímynd fyrirtækja að fara ekki að lögum og ekki heldur að standa sig illa í jafnréttismálum. Ef jafnréttissinnaðir neytendur eiga tvo kosti; að skipta við fyrirtæki sem stóð sig vel við að jafna hlut kynjanna í stjórn, og að skipta við keppinaut sem skeytti ekki einu sinni um landslög, eiga þeir líklega auðvelt með að ákveða hvert þeir beina viðskiptum sínum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun