Gamanleikur með broddi Álfrún Pálsdóttir skrifar 11. janúar 2013 13:30 Þetta er í sjötta sinn sem Rúnar Guðbrandsson leikstýrir leikhópnum, sem hann segir kraftmikinn og öflugan. "Þetta er í sjötta sinn sem ég leikstýri þessu leikfélagi, sem er bæði öflugt og kraftmikið í starfsemi sinni,“ segir leikstjórinn Rúnar Guðbrandsson um Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi, sem frumsýnir leikritið Nanna systir í félagsheimilinu á Mýrum í kvöld. Leikritið er eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson og var fyrst sett upp af Leikfélagi Akureyrar árið 1996. Það er kallað óbeislað raunsæisverk en Rúnar kallar það gamanleik með broddi. "Verkið sló í gegn árið 1996 og var einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu sama ár. Þetta er skemmtilegt verk sem ég tel eiga erindi við samfélagið í dag,“ segir Rúnar, en í verkinu koma upp málefni sem eru í umræðunni núna á borð við barnaníðinga, kvótamál, eignahlut í litlum plássum og presta. "Þó að þetta sé gamanverk er þarna alvarlegur undirtónn. Verkið gerist í litlu plássi úti á landi og á sér stað á æfingu leikfélagsins þar í bæ þar sem ákveðið uppgjör milli bæjarbúa á sér stað.“ Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi er öflugt leikfélag sem var stofnað árið 1916. Það er myndað af sjálfboðaliðum úr Borgarnesi og sveitinni í kring. Rúnar er sjálfur búsettur á höfuðborgarsvæðinu en lætur sig lítið muna um að keyra á milli á æfingar. "Það er mikill áhugi fyrir leikfélaginu hérna og aðsóknin á sýningarnar er mikil. Ég hef heillast af kraftinum í þessum öfluga hóp en síðustu ár höfum við einbeitt okkur að fjölbreyttu efnisvali í verkum og meðal annars sett upp Skugga-Svein og Gullna hliðið. Í félaginu er öflugur kjarni og svo hefur hlaðist utan á hann,“ segir Rúnar, en í kringum tuttugu manns koma að hverri sýningu. Verkið er frumsýnt í kvöld og vonast Rúnar til að sem flestir leggi leið sína í litla leikhúsið á Mýrunum til að berja þessa uppsetningu augum. Sýningar á verkinu standa til 19. janúar. Hér má sjá brot af leikdeild UMF Skallagríms við æfingar á verkinu Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson sem er frumsýnt í kvöld.... Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
"Þetta er í sjötta sinn sem ég leikstýri þessu leikfélagi, sem er bæði öflugt og kraftmikið í starfsemi sinni,“ segir leikstjórinn Rúnar Guðbrandsson um Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi, sem frumsýnir leikritið Nanna systir í félagsheimilinu á Mýrum í kvöld. Leikritið er eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson og var fyrst sett upp af Leikfélagi Akureyrar árið 1996. Það er kallað óbeislað raunsæisverk en Rúnar kallar það gamanleik með broddi. "Verkið sló í gegn árið 1996 og var einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu sama ár. Þetta er skemmtilegt verk sem ég tel eiga erindi við samfélagið í dag,“ segir Rúnar, en í verkinu koma upp málefni sem eru í umræðunni núna á borð við barnaníðinga, kvótamál, eignahlut í litlum plássum og presta. "Þó að þetta sé gamanverk er þarna alvarlegur undirtónn. Verkið gerist í litlu plássi úti á landi og á sér stað á æfingu leikfélagsins þar í bæ þar sem ákveðið uppgjör milli bæjarbúa á sér stað.“ Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi er öflugt leikfélag sem var stofnað árið 1916. Það er myndað af sjálfboðaliðum úr Borgarnesi og sveitinni í kring. Rúnar er sjálfur búsettur á höfuðborgarsvæðinu en lætur sig lítið muna um að keyra á milli á æfingar. "Það er mikill áhugi fyrir leikfélaginu hérna og aðsóknin á sýningarnar er mikil. Ég hef heillast af kraftinum í þessum öfluga hóp en síðustu ár höfum við einbeitt okkur að fjölbreyttu efnisvali í verkum og meðal annars sett upp Skugga-Svein og Gullna hliðið. Í félaginu er öflugur kjarni og svo hefur hlaðist utan á hann,“ segir Rúnar, en í kringum tuttugu manns koma að hverri sýningu. Verkið er frumsýnt í kvöld og vonast Rúnar til að sem flestir leggi leið sína í litla leikhúsið á Mýrunum til að berja þessa uppsetningu augum. Sýningar á verkinu standa til 19. janúar. Hér má sjá brot af leikdeild UMF Skallagríms við æfingar á verkinu Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson sem er frumsýnt í kvöld....
Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira