Magnaðar mannraunir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. janúar 2013 09:00 Bíó. The Impossible Leikstjórn: J.A. Bayona. Leikarar: Naomi Watts, Ewan McGregor, Tom Holland, Geraldine Chaplin. Þessi sannsögulega stórslysamynd segir frá fimm manna fjölskyldu í jólafríi á Taílandi 2004. Eins og frægt er orðið skall þar á flóðbylgja í kjölfar neðansjávarjarðskjálfta í Indlandshafi, og varð um kvartmilljón manns að bana í sunnanverðri Asíu. Að hamförunum loknum leitar löskuð móðirin, ásamt elsta syninum, að hinum fjölskyldumeðlimunum, en þeir hafa bókstaflega skolast burt. Móðirin er leikin af Naomi Watts og óaðfinnanleg frammistaða hennar færi langt með að halda myndinni uppi á eigin spýtur. Hins vegar þarf hún þess ekki því hér er margt annað sem á hrós skilið. Tom Holland er gríðarlega efnilegur leikari, þrátt fyrir ungan aldur, og má færa rök fyrir því að hann sé eiginleg aðalpersóna myndarinnar. Í það minnsta sjáum við líklega mest af honum, þegar upp er staðið. Brellurnar eru mikilfenglegar og reglulega rekur maður upp stór augu og spyr sig hvernig staðið hafi verið að þeim. Eyðilegging flóðbylgjunnar var gríðarleg og sviðsetning hennar hefur heppnast fullkomlega. Myndin einblínir á upplifun þessarar einu fjölskyldu á atburðina frekar en að hoppa á milli mismunandi persóna í sífellu, en slík hefur venjan verið í stórslysamyndum um langt skeið. Þetta svínvirkar, gerir myndina bæði meira hrollvekjandi og dramatískari en ella og áhorfendur mega búast við því að fá reglulega "eitthvað í augað". Tónlistin er þó heldur yfirgengileg á köflum, og keyrir væmnina fram úr hófi. Nægur er harmurinn fyrir. Niðurstaða: Mikilfengleg og hrollvekjandi. Leikhópurinn fær hæstu einkunn. Gagnrýni Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bíó. The Impossible Leikstjórn: J.A. Bayona. Leikarar: Naomi Watts, Ewan McGregor, Tom Holland, Geraldine Chaplin. Þessi sannsögulega stórslysamynd segir frá fimm manna fjölskyldu í jólafríi á Taílandi 2004. Eins og frægt er orðið skall þar á flóðbylgja í kjölfar neðansjávarjarðskjálfta í Indlandshafi, og varð um kvartmilljón manns að bana í sunnanverðri Asíu. Að hamförunum loknum leitar löskuð móðirin, ásamt elsta syninum, að hinum fjölskyldumeðlimunum, en þeir hafa bókstaflega skolast burt. Móðirin er leikin af Naomi Watts og óaðfinnanleg frammistaða hennar færi langt með að halda myndinni uppi á eigin spýtur. Hins vegar þarf hún þess ekki því hér er margt annað sem á hrós skilið. Tom Holland er gríðarlega efnilegur leikari, þrátt fyrir ungan aldur, og má færa rök fyrir því að hann sé eiginleg aðalpersóna myndarinnar. Í það minnsta sjáum við líklega mest af honum, þegar upp er staðið. Brellurnar eru mikilfenglegar og reglulega rekur maður upp stór augu og spyr sig hvernig staðið hafi verið að þeim. Eyðilegging flóðbylgjunnar var gríðarleg og sviðsetning hennar hefur heppnast fullkomlega. Myndin einblínir á upplifun þessarar einu fjölskyldu á atburðina frekar en að hoppa á milli mismunandi persóna í sífellu, en slík hefur venjan verið í stórslysamyndum um langt skeið. Þetta svínvirkar, gerir myndina bæði meira hrollvekjandi og dramatískari en ella og áhorfendur mega búast við því að fá reglulega "eitthvað í augað". Tónlistin er þó heldur yfirgengileg á köflum, og keyrir væmnina fram úr hófi. Nægur er harmurinn fyrir. Niðurstaða: Mikilfengleg og hrollvekjandi. Leikhópurinn fær hæstu einkunn.
Gagnrýni Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira