Raunsæ og óvæmin ástarsaga Sara McMahon skrifar 15. janúar 2013 08:30 Bíó. Ryð og bein (De rouille et d'os). Leikstjórn: Jacques Audiard. Leikarar: Marion Cotillard, Matthias Schoenaerts, Armand Verdure og Corinne Masiero. Kvikmyndin Ryð og bein er byggð á smásögusafni kanadíska rithöfundarins Craig Davidson og segir frá sambandi Stéphanie, sem starfar sem hvalatemjari, og Ali, einstæðum föður sem fær aukatekjur með því að keppa í ólöglegum hnefaleikum. Stéphanie missir báða fæturna í vinnuslysi og glímir við þunglyndi í kjölfar slyssins. Hún leitar huggunar og stuðnings hjá hinum ófeimna og hispurslausa Ali og með tíð og tíma þróast vinátta þeirra út í kæruleysislegt ástarsamband. Samband Ali við ungan son sinn, Sam, er þó þvingað. Ali er sjálfselskur og virðist eiga í erfiðleikum með að finna sig í föðurhlutverkinu og tengjast syninum. Schoenaerts, Cotillard og hinn ungi Verdure sýna öll frábæran leik undir leikstjórn Audiard og er það frammistöðu þeirra að þakka að myndin nær því aldrei að verða væmin eða hallærisleg þó að verið sé að spila með hádramatískar tilfinningar fólks. Inn í ástarsögu Ali og Stéphanie tvinnast svo aðrar minni sögur; barátta stéttarfélaga við auðvaldið, samband Ali við systur sína og mág, hörð lífsbarátta láglaunafólks og samband Ali við son sinn. Niðurstaða: Frábærlega vel leikin og hádramatísk mynd sem verður þó aldrei væmin. Gagnrýni Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó. Ryð og bein (De rouille et d'os). Leikstjórn: Jacques Audiard. Leikarar: Marion Cotillard, Matthias Schoenaerts, Armand Verdure og Corinne Masiero. Kvikmyndin Ryð og bein er byggð á smásögusafni kanadíska rithöfundarins Craig Davidson og segir frá sambandi Stéphanie, sem starfar sem hvalatemjari, og Ali, einstæðum föður sem fær aukatekjur með því að keppa í ólöglegum hnefaleikum. Stéphanie missir báða fæturna í vinnuslysi og glímir við þunglyndi í kjölfar slyssins. Hún leitar huggunar og stuðnings hjá hinum ófeimna og hispurslausa Ali og með tíð og tíma þróast vinátta þeirra út í kæruleysislegt ástarsamband. Samband Ali við ungan son sinn, Sam, er þó þvingað. Ali er sjálfselskur og virðist eiga í erfiðleikum með að finna sig í föðurhlutverkinu og tengjast syninum. Schoenaerts, Cotillard og hinn ungi Verdure sýna öll frábæran leik undir leikstjórn Audiard og er það frammistöðu þeirra að þakka að myndin nær því aldrei að verða væmin eða hallærisleg þó að verið sé að spila með hádramatískar tilfinningar fólks. Inn í ástarsögu Ali og Stéphanie tvinnast svo aðrar minni sögur; barátta stéttarfélaga við auðvaldið, samband Ali við systur sína og mág, hörð lífsbarátta láglaunafólks og samband Ali við son sinn. Niðurstaða: Frábærlega vel leikin og hádramatísk mynd sem verður þó aldrei væmin.
Gagnrýni Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið