XL er saga alkóhólískrar þjóðar Freyr Bjarnason skrifar 18. janúar 2013 15:00 Kvikmyndin XL verður frumsýnd í kvöld. Hún fjallar um örlagakafla í ævi þingmanns sem er skikkaður í vímuefnameðferð. Í aðalhlutverki er Ólafur Darri Ólafsson og leikstjóri er Marteinn Þórsson, sem leikstýrði Ólafi Darra einmitt líka í Roklandi. Með önnur helstu hlutverk fara María Birta Bjarnadóttir, Þorsteinn Bachmann, Helgi Björnsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Aðspurður segir Marteinn það hafa verið yndislegt að vinna með Ólafi Darra. "Við náum rosalega vel saman. Við erum báðir óþolandi smámunasamir og viljum báðir prófa að gera eitthvað nýtt og ögra okkur," segir leikstjórinn. "Við viljum búa til bíó sem okkur finnst spennandi og er kraftur í. Maður hefði getað tekið mynd um stjórnmálamann og alkóhólista og gert leiðinda Bergman-drama sem enginn hefði nennt að horfa á," segir hann. "Í staðinn vildi ég gera hálfgerða "aksjón"-mynd úr þessu þar sem alltaf er eitthvað í gangi. Við erum inni í hausnum á honum [þingmanninum Leifi Sigurðarsyni] allan tímann. Það mun engum leiðast á þessari mynd." Stikla myndarinnar er sukksöm í meira lagi þar sem áfengi og kynlíf fá stóran sess. Marteinn segir XL vissulega ekki vera fyrir börn en að unglingar og fullorðnir eigi að geta notið hennar. "Það eru djarfar senur í henni. Það fylgir þessu. Maðurinn er svolítill hömluleysingi. Hann er ekki bara fíkill í áfengi, heldur kynlíf, mat, völd, peninga og bara allt. Hann er svolítið rómverskur," segir hann og hlær. "Hann er líka að glíma við skilnað, er með hjákonur og svo er ljótt í fortíð hans sem er rauði þráðurinn í einu aðalplottinu." Ólafur Darri og Elma Lísa Gunnarsdóttir komu að máli við Martein þegar þau léku í Roklandi um að þau vildu gera mynd um alkóhólista. Nokkru síðar gerðu þau saman stuttmyndina Prómill og í framhaldinu byrjaði Marteinn að skrifa handritið ásamt Guðmundi Óskarssyni, höfundi verðlaunaskáldsögunnar Bankster. "Þessi mynd er með stærri vísun. Hún er svolítið um íslenskt samfélag og hrun á siðferði. Hún er dæmisaga alkóhólískrar þjóðar. Leifur er svolítill samnefnari fyrir þetta feðraveldi, þá karla sem hafa verið við völd hér og eru hrokafullir, eiga peninga og er dálítið skítsama um fólkið í kringum sig." Tekin upp á aðeins nítján dögumMaría Birta og Ólafur Darri í hlutverkum sínum í XL.Upptökur á XL stóðu yfir í aðeins nítján daga í Reykjavík. Það er óvenju stuttur tími þegar um heila kvikmynd er að ræða. "Við vildum brjótast úr þessu hefðbundna ferli, þessu langa þróunarferli á bíómyndum. Með nýrri tækni er þetta mögulegt. Það er svo mikið sem verður til þegar maður gerir hlutina aðeins hraðar,“ segir Marteinn. "Meiri spenna, meiri æsingur, meiri gredda og allir eru meira á tánum. Það skilar sér alveg í myndinni. Þetta mætti alveg gera oftar. Við getum gert myndir sem eru flottar og "kúl“ og meira okkar, heldur en að apa eftir öðrum, hvort sem það eru Hollywood- eða evrópskar staðalmyndir.“ Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Kvikmyndin XL verður frumsýnd í kvöld. Hún fjallar um örlagakafla í ævi þingmanns sem er skikkaður í vímuefnameðferð. Í aðalhlutverki er Ólafur Darri Ólafsson og leikstjóri er Marteinn Þórsson, sem leikstýrði Ólafi Darra einmitt líka í Roklandi. Með önnur helstu hlutverk fara María Birta Bjarnadóttir, Þorsteinn Bachmann, Helgi Björnsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Aðspurður segir Marteinn það hafa verið yndislegt að vinna með Ólafi Darra. "Við náum rosalega vel saman. Við erum báðir óþolandi smámunasamir og viljum báðir prófa að gera eitthvað nýtt og ögra okkur," segir leikstjórinn. "Við viljum búa til bíó sem okkur finnst spennandi og er kraftur í. Maður hefði getað tekið mynd um stjórnmálamann og alkóhólista og gert leiðinda Bergman-drama sem enginn hefði nennt að horfa á," segir hann. "Í staðinn vildi ég gera hálfgerða "aksjón"-mynd úr þessu þar sem alltaf er eitthvað í gangi. Við erum inni í hausnum á honum [þingmanninum Leifi Sigurðarsyni] allan tímann. Það mun engum leiðast á þessari mynd." Stikla myndarinnar er sukksöm í meira lagi þar sem áfengi og kynlíf fá stóran sess. Marteinn segir XL vissulega ekki vera fyrir börn en að unglingar og fullorðnir eigi að geta notið hennar. "Það eru djarfar senur í henni. Það fylgir þessu. Maðurinn er svolítill hömluleysingi. Hann er ekki bara fíkill í áfengi, heldur kynlíf, mat, völd, peninga og bara allt. Hann er svolítið rómverskur," segir hann og hlær. "Hann er líka að glíma við skilnað, er með hjákonur og svo er ljótt í fortíð hans sem er rauði þráðurinn í einu aðalplottinu." Ólafur Darri og Elma Lísa Gunnarsdóttir komu að máli við Martein þegar þau léku í Roklandi um að þau vildu gera mynd um alkóhólista. Nokkru síðar gerðu þau saman stuttmyndina Prómill og í framhaldinu byrjaði Marteinn að skrifa handritið ásamt Guðmundi Óskarssyni, höfundi verðlaunaskáldsögunnar Bankster. "Þessi mynd er með stærri vísun. Hún er svolítið um íslenskt samfélag og hrun á siðferði. Hún er dæmisaga alkóhólískrar þjóðar. Leifur er svolítill samnefnari fyrir þetta feðraveldi, þá karla sem hafa verið við völd hér og eru hrokafullir, eiga peninga og er dálítið skítsama um fólkið í kringum sig." Tekin upp á aðeins nítján dögumMaría Birta og Ólafur Darri í hlutverkum sínum í XL.Upptökur á XL stóðu yfir í aðeins nítján daga í Reykjavík. Það er óvenju stuttur tími þegar um heila kvikmynd er að ræða. "Við vildum brjótast úr þessu hefðbundna ferli, þessu langa þróunarferli á bíómyndum. Með nýrri tækni er þetta mögulegt. Það er svo mikið sem verður til þegar maður gerir hlutina aðeins hraðar,“ segir Marteinn. "Meiri spenna, meiri æsingur, meiri gredda og allir eru meira á tánum. Það skilar sér alveg í myndinni. Þetta mætti alveg gera oftar. Við getum gert myndir sem eru flottar og "kúl“ og meira okkar, heldur en að apa eftir öðrum, hvort sem það eru Hollywood- eða evrópskar staðalmyndir.“
Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira