Hjarta og hugrekki Sigurður Árni Þórðarson skrifar 21. janúar 2013 06:00 Vilborg Arna Gissurardóttir fór alla leið á pólinn. Hún hefur grunngildi sín á hreinu og skráði þau á heimasíðu sína. Hún skrifaði þau innan á tjaldið sitt líka. Þau blöstu því við henni alla daga og minntu hana á hver hún væri og í krafti hvers: ?Með gildi mín: jákvæðni, áræðni og hugrekki ætla ég að ná markmiði mínu.? Stefnan var því skýr og í samræmi við innri afstöðu. Ofurkuldi, slæm færð, stórviðri, veikindi, svengd og kal brutu ekki niður, heldur urðu fremur verkefni Vilborgar til að vinna með. Gildi og stefnumótun eru mikilvæg. Siðlausir eiga sér ekki grunngildi heldur aðeins eigin nafla. Heilbrigt fólk svíkur ekki grunngildi sín, selur sig ekki frá þeim eða tekur þau tímabundið úr sambandi. Gildi eins og jákvæðni eflir líf einstaklinga og samfélags og yfirveguð áræðni er forsenda stórvirkja og afreka. Ég met fátt meira í fari og lífi fólks en hugrekki. Í mörgum vestrænum málum er hugrekki tengt hjarta mannsins. Hugrekkisorðin í þessum málum eiga sér rót í latneska orðinu cor sem þýðir hjarta. Að temja sér hugrekki er að lifa í samræmi við hjartað. Að vera hugrakkur er mál hjartans. Hugrekki getur verið líkamlegt, að þora að leggja á sig harðræði þrátt fyrir þjáningu og verki. Fólk í hópum björgunarsveita, veikra og íþróttamanna drýgir t.d. oft hetjudáðir. Hugrekki getur líka verið siðferðilegt, að þora að snúa mót og fara gegn hættu eða andófi. Að mótmæla er erfitt og jafnvel hættulegt. Það eru aðeins hugrakkir einstaklingar sem mótmæla spillingu, kúgun, ofbeldi og valdahópum. Þetta hugrakka fólk lætur gildi stjórna sér og lífi sínu fremur en hræðslu um álit, stöðu og eigin hag. Gunguskap kunna flestir en hugrekki er því miður fágætt. Gungur reyna ávallt að forðast hættur, því hugleysið lýtur að hinu lága og smáa. Leið hjartans er hins vegar að þora – að lifa í ást, trausti og þora inn á pólferð hugrekkis. Lifandi og andlega óbrenglað fólk þorir að halda mót hinu óþekkta, stóra og mikla. Hin hugrökku þora að lifa. Í spekibókinni Litla Prinsinum segir refurinn við drenginn að skilnaði: ?Hér er leyndarmálið. Það er mjög einfalt: maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum.? Áttu þér markmið? Hefur þú unnið stefnumótun þína? Hver eru grunngildi þín? Hvernig er hjartastöð þín – veikluð af gunguskap eða svellandi af heilbrigði og hugrekki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vilborg Arna Gissurardóttir fór alla leið á pólinn. Hún hefur grunngildi sín á hreinu og skráði þau á heimasíðu sína. Hún skrifaði þau innan á tjaldið sitt líka. Þau blöstu því við henni alla daga og minntu hana á hver hún væri og í krafti hvers: ?Með gildi mín: jákvæðni, áræðni og hugrekki ætla ég að ná markmiði mínu.? Stefnan var því skýr og í samræmi við innri afstöðu. Ofurkuldi, slæm færð, stórviðri, veikindi, svengd og kal brutu ekki niður, heldur urðu fremur verkefni Vilborgar til að vinna með. Gildi og stefnumótun eru mikilvæg. Siðlausir eiga sér ekki grunngildi heldur aðeins eigin nafla. Heilbrigt fólk svíkur ekki grunngildi sín, selur sig ekki frá þeim eða tekur þau tímabundið úr sambandi. Gildi eins og jákvæðni eflir líf einstaklinga og samfélags og yfirveguð áræðni er forsenda stórvirkja og afreka. Ég met fátt meira í fari og lífi fólks en hugrekki. Í mörgum vestrænum málum er hugrekki tengt hjarta mannsins. Hugrekkisorðin í þessum málum eiga sér rót í latneska orðinu cor sem þýðir hjarta. Að temja sér hugrekki er að lifa í samræmi við hjartað. Að vera hugrakkur er mál hjartans. Hugrekki getur verið líkamlegt, að þora að leggja á sig harðræði þrátt fyrir þjáningu og verki. Fólk í hópum björgunarsveita, veikra og íþróttamanna drýgir t.d. oft hetjudáðir. Hugrekki getur líka verið siðferðilegt, að þora að snúa mót og fara gegn hættu eða andófi. Að mótmæla er erfitt og jafnvel hættulegt. Það eru aðeins hugrakkir einstaklingar sem mótmæla spillingu, kúgun, ofbeldi og valdahópum. Þetta hugrakka fólk lætur gildi stjórna sér og lífi sínu fremur en hræðslu um álit, stöðu og eigin hag. Gunguskap kunna flestir en hugrekki er því miður fágætt. Gungur reyna ávallt að forðast hættur, því hugleysið lýtur að hinu lága og smáa. Leið hjartans er hins vegar að þora – að lifa í ást, trausti og þora inn á pólferð hugrekkis. Lifandi og andlega óbrenglað fólk þorir að halda mót hinu óþekkta, stóra og mikla. Hin hugrökku þora að lifa. Í spekibókinni Litla Prinsinum segir refurinn við drenginn að skilnaði: ?Hér er leyndarmálið. Það er mjög einfalt: maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum.? Áttu þér markmið? Hefur þú unnið stefnumótun þína? Hver eru grunngildi þín? Hvernig er hjartastöð þín – veikluð af gunguskap eða svellandi af heilbrigði og hugrekki?
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun