Borgað fyrir að hanga Álfrún Pálsdóttir skrifar 21. janúar 2013 06:00 Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson fer út fyrir þægindarammann er hann býr sig undir hlutverk sótarans Berts í söngleiknum Mary Poppins. Fréttablaðið/pjetur "Ég viðurkenni að fyrst þegar ég prófaði þetta fékk ég smá fiðring en ég treysti strákunum á sviðinu vel svo það er ekkert að óttast," segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson sem þarf að fara út fyrir þægindarammann er hann tekst á við hlutverk sótarans Berts í leikritinu Mary Poppins. Guðjón, eða Gói eins og hann er kallaður, þarf meðal annars að steppa á hvolfi í sýningunni og fékk sérstakt flugbelti til þess að útfæra þá brellu. Gói hefur því eytt síðustu dögum í að hanga í bókstaflegri merkingu. "Ég hef nú haft það fyrir reglu að hanga ekki í vinnunni en nú fæ ég borgað fyrir það. Ég er sem betur fer ekki lofthræddur. Það er mikið um flug- og tæknibrellur í sýningunni sem gerir hana að miklu sjónarspili," segir Gói en flugbeltið svokallaða hefur verið notað í Spiderman-myndunum og af stórstjörnum á borð við Brad Pitt og Angelinu Jolie. "Jú, þetta er víst bæði Broadway- og Hollywood-vottað belti. Það eykur óneitanlega öryggistilfinninguna en það er búið að smíða sérstakt búr þar sem ég get æft mig í að dansa á hvolfi og hlið." Gói hefur tekið þátt í fjölmörgum dans- og söngleikjum síðustu árin. Hann viðukennir þó að hann hafi aldrei þurft að læra svona flókna og nákvæma dansrútínu áður. "Það mæðir mjög mikið á okkur Hönsu, Jóhönnu Vigdísi, sem leikur Mary Poppins. Við erum búin að vera á mjög stífum æfingum með Lee Proud danshöfundi og aðstoðarmanni hans, Anthony Whiteman. Steppið er einnig búið að vera glíma. Það er ekki beint dansstíll sem maður tekur á djamminu og ómögulegt að ljúga sig í gegnum það. Ef þú tekur vitlaust skref þá heyrist það. En það er búið að vera mjög gaman að læra að steppa og ég ætla klárlega að steppa í öllum sýningum hér eftir." Söngleikurinn Mary Poppins verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu 22. febrúar. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson og Agnar Már Magnússon sér um tónlistina. Gói heillaðist af sýningunni er hann sá hana í London fyrir sjö árum. "Ég man að ég sat alla sýninguna með hökuna í gólfinu og hugsaði með mér: "Ég ætla að leika Bert!" Svona geta draumar ræst." Menning Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira
"Ég viðurkenni að fyrst þegar ég prófaði þetta fékk ég smá fiðring en ég treysti strákunum á sviðinu vel svo það er ekkert að óttast," segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson sem þarf að fara út fyrir þægindarammann er hann tekst á við hlutverk sótarans Berts í leikritinu Mary Poppins. Guðjón, eða Gói eins og hann er kallaður, þarf meðal annars að steppa á hvolfi í sýningunni og fékk sérstakt flugbelti til þess að útfæra þá brellu. Gói hefur því eytt síðustu dögum í að hanga í bókstaflegri merkingu. "Ég hef nú haft það fyrir reglu að hanga ekki í vinnunni en nú fæ ég borgað fyrir það. Ég er sem betur fer ekki lofthræddur. Það er mikið um flug- og tæknibrellur í sýningunni sem gerir hana að miklu sjónarspili," segir Gói en flugbeltið svokallaða hefur verið notað í Spiderman-myndunum og af stórstjörnum á borð við Brad Pitt og Angelinu Jolie. "Jú, þetta er víst bæði Broadway- og Hollywood-vottað belti. Það eykur óneitanlega öryggistilfinninguna en það er búið að smíða sérstakt búr þar sem ég get æft mig í að dansa á hvolfi og hlið." Gói hefur tekið þátt í fjölmörgum dans- og söngleikjum síðustu árin. Hann viðukennir þó að hann hafi aldrei þurft að læra svona flókna og nákvæma dansrútínu áður. "Það mæðir mjög mikið á okkur Hönsu, Jóhönnu Vigdísi, sem leikur Mary Poppins. Við erum búin að vera á mjög stífum æfingum með Lee Proud danshöfundi og aðstoðarmanni hans, Anthony Whiteman. Steppið er einnig búið að vera glíma. Það er ekki beint dansstíll sem maður tekur á djamminu og ómögulegt að ljúga sig í gegnum það. Ef þú tekur vitlaust skref þá heyrist það. En það er búið að vera mjög gaman að læra að steppa og ég ætla klárlega að steppa í öllum sýningum hér eftir." Söngleikurinn Mary Poppins verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu 22. febrúar. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson og Agnar Már Magnússon sér um tónlistina. Gói heillaðist af sýningunni er hann sá hana í London fyrir sjö árum. "Ég man að ég sat alla sýninguna með hökuna í gólfinu og hugsaði með mér: "Ég ætla að leika Bert!" Svona geta draumar ræst."
Menning Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira