Almenningi veittur aðgangur að Dust 514 Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 23. janúar 2013 06:00 Listaverk innblásið af leikspilun Dust 514. Dust 514, annar tölvuleikurinn sem íslenska hugbúnaðarfyrirtækið CCP hefur búið til, var opnaður almenningi í gær. Leikurinn er ekki alveg fullbúinn en í gær hófst svokölluð beta-prófun á leiknum sem er síðasta þróunarstig hans. Dust 514 er fjölspilunarskotleikur sem er spilaður á Playstation 3-leikjatölvum. Í leiknum berjast spilarar um landsvæði, auðlindir og áhrif og nota til þess herkænsku og áræðni. Leikurinn gerist á plánetum í sama sýndarheimi og EVE-online og er beintengdur honum þótt EVE sé leikinn á PC-tölvum. Leikurinn er bylting að því leyti að leikir sem spilaðir eru á ólíkar tölvur hafa aldrei verið tengdir saman með þessum hætti. Fullbúni leikurinn verður ókeypis og þar með sá fyrsti sinnar tegundar til að styðjast við viðskiptalíkan sem hefur verið kallað „Free to play." Tekna verður aflað með sölu á varningi og ýmsum viðbótum. Leikjavísir Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið
Dust 514, annar tölvuleikurinn sem íslenska hugbúnaðarfyrirtækið CCP hefur búið til, var opnaður almenningi í gær. Leikurinn er ekki alveg fullbúinn en í gær hófst svokölluð beta-prófun á leiknum sem er síðasta þróunarstig hans. Dust 514 er fjölspilunarskotleikur sem er spilaður á Playstation 3-leikjatölvum. Í leiknum berjast spilarar um landsvæði, auðlindir og áhrif og nota til þess herkænsku og áræðni. Leikurinn gerist á plánetum í sama sýndarheimi og EVE-online og er beintengdur honum þótt EVE sé leikinn á PC-tölvum. Leikurinn er bylting að því leyti að leikir sem spilaðir eru á ólíkar tölvur hafa aldrei verið tengdir saman með þessum hætti. Fullbúni leikurinn verður ókeypis og þar með sá fyrsti sinnar tegundar til að styðjast við viðskiptalíkan sem hefur verið kallað „Free to play." Tekna verður aflað með sölu á varningi og ýmsum viðbótum.
Leikjavísir Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið