Já, nei – Eyrbyggja Svavar Hávarðsson skrifar 30. janúar 2013 06:00 Ég er nýkomin heim úr ferðalagi. Sat ráðstefnu um norðurslóðamál í Tromsö í Noregi. Þar var glímt við stórar spurningar tengdar stjórnmálum, nýtingu náttúruauðlinda og umhverfismálum. Spurningar um óljósa framtíð. Til Noregs voru komnir á annað hundrað blaðamenn fjölmargra landa. Þetta var litríkur hópur sem ég kynntist lítillega, en helst þegar dagskrá ráðstefnunnar var lokið og menn settust niður yfir góðri máltíð og bjórglasi. „Nú, ertu frá Íslandi. Eruð þið búin að jafna ykkur eftir hrunið?," var nær undantekningarlaust næsta spurning eftir að ég hafði verið spurður um nafn og þjóðerni. Svar mitt var alltaf það sama: „Nei." Þriðja spurningin fór svo yfirleitt eftir þjóðerninu og markaðist af fjarlægðinni frá Íslandsströndum. Þeir sem höfðu komið lengst að spurðu hvort við hefðum heilbrigðisþjónustu. Ég játti því. Vegi? Svarið var já. Veitingahús? Aftur var svarið já. Blaðamenn nágrannalandanna vissu meira og spurðu hvað viðreisnin myndi taka langan tíma. Ég gat ekki gefið afdráttarlaust svar og sagði að það væri svo margt enn óljóst. Þá var spurt um Icesave. Ég sagði þeim að ég gæti sagt þeim meira á mánudaginn, þá félli mikilvægur dómur. En það vakti athygli mína að þeir sömu og höfðu spurt um vegi og veitingahús litu upp úr eftirréttinum og sögðu upphátt. „Yes, Icesave!" Var gaman að sitja undir þessu? Já og nei. Var brjóst mitt þanið af stolti? Nei. Stuttu eftir heimkomuna bárust svo þessi miklu gleðitíðindi; Icesave úr sögunni, eða þannig. Ég fylltist bjartsýni eitt augnablik, en þá upphófst skakið. Sagðir þú já eða nei? Já, hugsaði ég, og hugsaði um jáin mín tvö. Í smá stund fannst mér ég ekki eiga neinn rétt á því að gleðjast en hugsaði að nú gæti ég gefið svar við spurningunni um hvað viðreisnin myndi taka langan tíma. Hún mun taka langan tíma, hefði svar mitt verið. Eftir síðustu viku stendur þó tvennt upp úr. Ég þurfti að borga á þriðja þúsund krónur fyrir eitt glas af Ringnes-öli á flugvelli í Noregi. Þar er verðugt úrlausnarefni okkar fyrir komandi ár, og krefst samstöðu. Hitt er að blaðamaður breska stórblaðsins The Economist bað mig um aðstoð við að bera fram titil bókarinnar sem hann var að lesa. Eyrbyggja saga, svaraði ég. Hann hváði og ég endurtók – og svo aftur. „Stórkostlegt," sagði þessi roskni Breti og brosti við mér. Hann spurði mig ekkert um Icesave. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Svavar Hávarðsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun
Ég er nýkomin heim úr ferðalagi. Sat ráðstefnu um norðurslóðamál í Tromsö í Noregi. Þar var glímt við stórar spurningar tengdar stjórnmálum, nýtingu náttúruauðlinda og umhverfismálum. Spurningar um óljósa framtíð. Til Noregs voru komnir á annað hundrað blaðamenn fjölmargra landa. Þetta var litríkur hópur sem ég kynntist lítillega, en helst þegar dagskrá ráðstefnunnar var lokið og menn settust niður yfir góðri máltíð og bjórglasi. „Nú, ertu frá Íslandi. Eruð þið búin að jafna ykkur eftir hrunið?," var nær undantekningarlaust næsta spurning eftir að ég hafði verið spurður um nafn og þjóðerni. Svar mitt var alltaf það sama: „Nei." Þriðja spurningin fór svo yfirleitt eftir þjóðerninu og markaðist af fjarlægðinni frá Íslandsströndum. Þeir sem höfðu komið lengst að spurðu hvort við hefðum heilbrigðisþjónustu. Ég játti því. Vegi? Svarið var já. Veitingahús? Aftur var svarið já. Blaðamenn nágrannalandanna vissu meira og spurðu hvað viðreisnin myndi taka langan tíma. Ég gat ekki gefið afdráttarlaust svar og sagði að það væri svo margt enn óljóst. Þá var spurt um Icesave. Ég sagði þeim að ég gæti sagt þeim meira á mánudaginn, þá félli mikilvægur dómur. En það vakti athygli mína að þeir sömu og höfðu spurt um vegi og veitingahús litu upp úr eftirréttinum og sögðu upphátt. „Yes, Icesave!" Var gaman að sitja undir þessu? Já og nei. Var brjóst mitt þanið af stolti? Nei. Stuttu eftir heimkomuna bárust svo þessi miklu gleðitíðindi; Icesave úr sögunni, eða þannig. Ég fylltist bjartsýni eitt augnablik, en þá upphófst skakið. Sagðir þú já eða nei? Já, hugsaði ég, og hugsaði um jáin mín tvö. Í smá stund fannst mér ég ekki eiga neinn rétt á því að gleðjast en hugsaði að nú gæti ég gefið svar við spurningunni um hvað viðreisnin myndi taka langan tíma. Hún mun taka langan tíma, hefði svar mitt verið. Eftir síðustu viku stendur þó tvennt upp úr. Ég þurfti að borga á þriðja þúsund krónur fyrir eitt glas af Ringnes-öli á flugvelli í Noregi. Þar er verðugt úrlausnarefni okkar fyrir komandi ár, og krefst samstöðu. Hitt er að blaðamaður breska stórblaðsins The Economist bað mig um aðstoð við að bera fram titil bókarinnar sem hann var að lesa. Eyrbyggja saga, svaraði ég. Hann hváði og ég endurtók – og svo aftur. „Stórkostlegt," sagði þessi roskni Breti og brosti við mér. Hann spurði mig ekkert um Icesave.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun