Beinir linsunni að listakonum Álfrún Pálsdóttir skrifar 1. febrúar 2013 11:00 Hulda Sif Ásmundsdóttir myndaði 33 listakonur á aldrinum 25-35 ára fyrir útskriftarverkefni sitt úr Ljósmyndaskólanum. Fréttablaðið/gva „Ég var svolítið að ögra sjálfri mér með verkefninu en einhvern veginn hefur mér hingað til þótt erfiðara að mynda stelpur en stráka. Ég veit ekki alveg af hverju en það á ekki við lengur," segir Hulda Sif Ásmundsdóttir, sem er ein af nemendum Ljósmyndaskólans og sýnir verk sitt í útskriftarsýningu skólans sem hefst um helgina. Lokaverkefni Huldu Sifjar er portrettmyndir af 33 íslenskum listakonum á aldrinum 25-35 ára. Myndirnar voru teknar þar sem list þeirra verður til, á heimilinu eða vinnustofum. Í verkefninu taka meðal annarra þátt myndlistarkonur, dansarar, teiknimyndahönnuður og tónlistarkonur sem allar eiga það sameiginlegt að lifa af listinni. „Mig hefur lengi langað til að gera einhvers konar portrettseríu og taka fyrir stelpur af minni kynslóð. Það var því kjörið að gera það að lokaverkefninu mínu. Markmiðið var að varpa ljósi á allar þessar kláru stelpur og þeirra list. Þetta gekk framar vonum og flestir sem ég hafði samband við tóku vel á móti mér," segir Hulda Sif og bætir við að hún hafi fundið fyrir miklum meðbyr með verkefninu í gegnum allt ferlið. „Mér fannst mikilvægt að fara til þeirra og mynda stelpurnar þar sem sköpunin á sér stað. Það var líka til að ögra sjálfri mér, hafa samband við ókunnuga og mynda þær á sínum heimavelli." Hulda Sif eltist meðal annars við íslenskar listakonur búsettar í Kaupmannahöfn og Berlín er hún vann að verkefninu í haust sem eykur fjölbreytnina. Hún er ánægð með útkomuna en ferlið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. „Harði diskurinn minn ákvað að hrynja fyrir tveimur vikum síðan og ég endaði með að þurfa að taka myndir af fjórum listakonum aftur. Þær voru sem betur fer allar á landinu og tóku þessum leiðindum vel. Það var smá paník ástand svona rétt fyrir sýninguna." Á sýningunni verða 15 myndir prentaðar og rammaðar inn en svo hefur Hulda Sif látið útbúa bók með öllum 33 myndunum sem verður á sýningunni. „Ég finn á mér að bókin er enn þá verk í vinnslu enda listinn yfir stelpurnar ekki tæmandi og svo mörg fleiri nöfn sem eiga heima þarna. Það er aldrei að vita hvað verður úr þessu." Fjölbreytnin er í fyrirrúmi á lokasýningu Ljósmyndaskólans þar sem viðfangsefnin eru portrett, skrásetning, persónuleg sjálfsskoðun, tískumyndir og landslagsljósmyndun. Sýningin hefst á laugardaginn klukkan 15 og er til húsa í Hugmyndahúsi Háskólanna að Grandagarði 2. Hún stendur til 10. febrúar. Spurð hvað tekur við að loknu náminu stendur ekki á svari hjá Huldu Sif. „Mig langar að mynda og ég vona að ég fái tækifæri til að gera það áfram." Menning Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira
„Ég var svolítið að ögra sjálfri mér með verkefninu en einhvern veginn hefur mér hingað til þótt erfiðara að mynda stelpur en stráka. Ég veit ekki alveg af hverju en það á ekki við lengur," segir Hulda Sif Ásmundsdóttir, sem er ein af nemendum Ljósmyndaskólans og sýnir verk sitt í útskriftarsýningu skólans sem hefst um helgina. Lokaverkefni Huldu Sifjar er portrettmyndir af 33 íslenskum listakonum á aldrinum 25-35 ára. Myndirnar voru teknar þar sem list þeirra verður til, á heimilinu eða vinnustofum. Í verkefninu taka meðal annarra þátt myndlistarkonur, dansarar, teiknimyndahönnuður og tónlistarkonur sem allar eiga það sameiginlegt að lifa af listinni. „Mig hefur lengi langað til að gera einhvers konar portrettseríu og taka fyrir stelpur af minni kynslóð. Það var því kjörið að gera það að lokaverkefninu mínu. Markmiðið var að varpa ljósi á allar þessar kláru stelpur og þeirra list. Þetta gekk framar vonum og flestir sem ég hafði samband við tóku vel á móti mér," segir Hulda Sif og bætir við að hún hafi fundið fyrir miklum meðbyr með verkefninu í gegnum allt ferlið. „Mér fannst mikilvægt að fara til þeirra og mynda stelpurnar þar sem sköpunin á sér stað. Það var líka til að ögra sjálfri mér, hafa samband við ókunnuga og mynda þær á sínum heimavelli." Hulda Sif eltist meðal annars við íslenskar listakonur búsettar í Kaupmannahöfn og Berlín er hún vann að verkefninu í haust sem eykur fjölbreytnina. Hún er ánægð með útkomuna en ferlið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. „Harði diskurinn minn ákvað að hrynja fyrir tveimur vikum síðan og ég endaði með að þurfa að taka myndir af fjórum listakonum aftur. Þær voru sem betur fer allar á landinu og tóku þessum leiðindum vel. Það var smá paník ástand svona rétt fyrir sýninguna." Á sýningunni verða 15 myndir prentaðar og rammaðar inn en svo hefur Hulda Sif látið útbúa bók með öllum 33 myndunum sem verður á sýningunni. „Ég finn á mér að bókin er enn þá verk í vinnslu enda listinn yfir stelpurnar ekki tæmandi og svo mörg fleiri nöfn sem eiga heima þarna. Það er aldrei að vita hvað verður úr þessu." Fjölbreytnin er í fyrirrúmi á lokasýningu Ljósmyndaskólans þar sem viðfangsefnin eru portrett, skrásetning, persónuleg sjálfsskoðun, tískumyndir og landslagsljósmyndun. Sýningin hefst á laugardaginn klukkan 15 og er til húsa í Hugmyndahúsi Háskólanna að Grandagarði 2. Hún stendur til 10. febrúar. Spurð hvað tekur við að loknu náminu stendur ekki á svari hjá Huldu Sif. „Mig langar að mynda og ég vona að ég fái tækifæri til að gera það áfram."
Menning Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira