Siðferðislega rangar sögur Álfrún Pálsdóttir skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Þær Bergþóra Kristbergsdóttir og Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir eru báðar í Morfísliði Borgarholtsskóla og leikfélaginu. Mynd/Pjetur "Það er allt á fullu núna enda styttist óðum í frumsýningu," segir Bergþóra Kristbergsdóttir, formaður leikfélags Borgarholtsskóla sem frumsýnir leikritið Grimmd í Tjarnarbíó á morgun. Verkið Grimmd er unnið upp úr þremur frekar óþekktum sögum úr Grimms-ævintýrunum; Einitréð, Handalausa mærin og Váli vélaður. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir. Um 20 leikarar eru í sýningunni en 40-50 manns úr öllum deildum skólans koma að uppsetningunni. Sögurnar þrjár eiga það sameiginlegt að vera bæði óþægilegar og siðferðislegar rangar að sögn Bergþóru. "Við fórum að skoða þessi upprunalegu Grimms-ævintýri sem er miklu hryllilegri en þær útgáfur sem við þekkjum í dag," segir Bergþóra og fullyrðir að spennan sé að magnast í skólanum fyrir frumsýninguna. Leikfélagið hefur ekki verið virkt síðastliðin ár og segir Bergþóra að það hafi fyrst verið erfitt að ná í krakka til að taka þátt í sýningunni. Það má því segja að leikfélagið sé að rísa úr öskustónni. "Ég vona að núna séum við að leggja línuna fyrir komandi ár í skólanum og að leiklistin eigi eftir að blómstra hér eins og í öðrum skólum. Margir sem leika í sýningunni eru að stíga á svið í fyrsta sinn og hafa lagt mikið á sig til að læra listina við að leika frá grunni." Auk þess að vera formaður leikfélagsins er Bergþóra í Morfís-liði skólans, því fyrsta í langan tíma sem einungis er skipað stúlkum. Hún viðurkennir að það taki sinn toll að vera virkur í félagslífinu. "Þetta tekur oft mikinn tíma frá skólabókunum en ég reyni að brosa fallega til kennaranna í staðinn." Menning Mest lesið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Það er allt á fullu núna enda styttist óðum í frumsýningu," segir Bergþóra Kristbergsdóttir, formaður leikfélags Borgarholtsskóla sem frumsýnir leikritið Grimmd í Tjarnarbíó á morgun. Verkið Grimmd er unnið upp úr þremur frekar óþekktum sögum úr Grimms-ævintýrunum; Einitréð, Handalausa mærin og Váli vélaður. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir. Um 20 leikarar eru í sýningunni en 40-50 manns úr öllum deildum skólans koma að uppsetningunni. Sögurnar þrjár eiga það sameiginlegt að vera bæði óþægilegar og siðferðislegar rangar að sögn Bergþóru. "Við fórum að skoða þessi upprunalegu Grimms-ævintýri sem er miklu hryllilegri en þær útgáfur sem við þekkjum í dag," segir Bergþóra og fullyrðir að spennan sé að magnast í skólanum fyrir frumsýninguna. Leikfélagið hefur ekki verið virkt síðastliðin ár og segir Bergþóra að það hafi fyrst verið erfitt að ná í krakka til að taka þátt í sýningunni. Það má því segja að leikfélagið sé að rísa úr öskustónni. "Ég vona að núna séum við að leggja línuna fyrir komandi ár í skólanum og að leiklistin eigi eftir að blómstra hér eins og í öðrum skólum. Margir sem leika í sýningunni eru að stíga á svið í fyrsta sinn og hafa lagt mikið á sig til að læra listina við að leika frá grunni." Auk þess að vera formaður leikfélagsins er Bergþóra í Morfís-liði skólans, því fyrsta í langan tíma sem einungis er skipað stúlkum. Hún viðurkennir að það taki sinn toll að vera virkur í félagslífinu. "Þetta tekur oft mikinn tíma frá skólabókunum en ég reyni að brosa fallega til kennaranna í staðinn."
Menning Mest lesið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira