Lúxusvandamál að velja lög með ELO Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 12. febrúar 2013 00:01 ELO var feikivinsæl á seinni hluta síðustu aldar. Jeff Lynne og félagar hans hafa selt yfir 50 milljónir platna á heimsvísu. „Þetta verða sitjandi tónleikar en ég geri alveg ráð fyrir því að hörðustu aðdáendurnir munu eiga erfitt með að sitja kyrrir á köflum," segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson sem stýrir heiðurstónleikum fyrir rokkhljómsveitina ELO í apríl. Electric Light Orchestra, eða ELO, er bresk hljómsveit sem spilar sinfónískt rokk og var feikivinsæl um allan heim frá 1971 og langt fram undir níunda áratuginn. Sveitin gaf út ellefu plötur á þeim tíma, þá tólftu árið 2001, og hefur í dag selt yfir 50 milljónir platna um allan heim. „Ég hlustaði mikið á ELO sjálfur sem unglingur. Ég fékk plötuna A New World Record í fermingargjöf og spilaði hana sundur og saman. Næstu árin keypti ég mér svo allar plötur sveitarinnar og hafði alltaf lúmskt gaman af þessum grípandi lögum Jeffs Lynne," segir Jón. Lynne stjórnaði meðal annars upptökum hjá Bítlunum og Traveling Wilburys. Lynne var annar stofnandi ELO og hefur verið mikill áhrifavaldur í tónlistarheiminum. Blaðið The Washington Times setti hann til að mynda í fjórða sæti yfir áhrifamestu upptökustjóra allra tíma. ELO átti fjöldamarga smelli á meðan hún starfaði og átti sveitin til að mynda 27 lög á topp 40 listum í Bretlandi og Bandaríkjunum á árunum 1972 til 1986. Meðal þekktustu laga hljómsveitarinnar má nefna Evil Woman og Telephone Line og segir Jón það vera algjört lúxusvandamál að velja lög til að taka á tónleikunum. „Mér er nokkur vandi þar á höndum því það eru svo mörg góð lög. Öll vinsælustu lögin þeirra verða vitaskuld á prógramminu en auk þess leyfum við óvæntum gimsteinum að fljóta með," segir hann. Fjórtán manns munu reyna að fylla í fótspor Jeffs Lynne og félaga á sviði Eldborgarsals Hörpu þann 13. apríl næstkomandi undir stjórn Jóns. Það þýddi ekkert minna en stórskotalið rokkara og um sönginn sjá engir aðrir en Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jóhann Helgason, Magni Ásgeirsson og Pétur Örn Guðmundsson. „Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég hafði samband við Eirík að hann er gríðarlega mikill ELO-aðdáandi sjálfur. Hinir virtust svo vera vel með á nótunum líka. Mörg lögin liggja mjög hátt fyrir söngvara og það er ekki síst þess vegna sem þessir frábæru menn urðu fyrir valinu," segir Jón. Tónlist Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
„Þetta verða sitjandi tónleikar en ég geri alveg ráð fyrir því að hörðustu aðdáendurnir munu eiga erfitt með að sitja kyrrir á köflum," segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson sem stýrir heiðurstónleikum fyrir rokkhljómsveitina ELO í apríl. Electric Light Orchestra, eða ELO, er bresk hljómsveit sem spilar sinfónískt rokk og var feikivinsæl um allan heim frá 1971 og langt fram undir níunda áratuginn. Sveitin gaf út ellefu plötur á þeim tíma, þá tólftu árið 2001, og hefur í dag selt yfir 50 milljónir platna um allan heim. „Ég hlustaði mikið á ELO sjálfur sem unglingur. Ég fékk plötuna A New World Record í fermingargjöf og spilaði hana sundur og saman. Næstu árin keypti ég mér svo allar plötur sveitarinnar og hafði alltaf lúmskt gaman af þessum grípandi lögum Jeffs Lynne," segir Jón. Lynne stjórnaði meðal annars upptökum hjá Bítlunum og Traveling Wilburys. Lynne var annar stofnandi ELO og hefur verið mikill áhrifavaldur í tónlistarheiminum. Blaðið The Washington Times setti hann til að mynda í fjórða sæti yfir áhrifamestu upptökustjóra allra tíma. ELO átti fjöldamarga smelli á meðan hún starfaði og átti sveitin til að mynda 27 lög á topp 40 listum í Bretlandi og Bandaríkjunum á árunum 1972 til 1986. Meðal þekktustu laga hljómsveitarinnar má nefna Evil Woman og Telephone Line og segir Jón það vera algjört lúxusvandamál að velja lög til að taka á tónleikunum. „Mér er nokkur vandi þar á höndum því það eru svo mörg góð lög. Öll vinsælustu lögin þeirra verða vitaskuld á prógramminu en auk þess leyfum við óvæntum gimsteinum að fljóta með," segir hann. Fjórtán manns munu reyna að fylla í fótspor Jeffs Lynne og félaga á sviði Eldborgarsals Hörpu þann 13. apríl næstkomandi undir stjórn Jóns. Það þýddi ekkert minna en stórskotalið rokkara og um sönginn sjá engir aðrir en Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jóhann Helgason, Magni Ásgeirsson og Pétur Örn Guðmundsson. „Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég hafði samband við Eirík að hann er gríðarlega mikill ELO-aðdáandi sjálfur. Hinir virtust svo vera vel með á nótunum líka. Mörg lögin liggja mjög hátt fyrir söngvara og það er ekki síst þess vegna sem þessir frábæru menn urðu fyrir valinu," segir Jón.
Tónlist Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira