Einn af meisturunum Trausti Júlíusson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Tónleikar Squarepushers eru veisla bæði fyrir augu og eyru. Það er margt gott á Sónar-hátíðinni sem hefst í Hörpu á morgun. Á meðal stærstu nafnanna eru Berlínarseitin Modeselektor, Lundúnabúinn James Blake, hinn danski Trentemöller, Japaninn Ryuichi Sakamoto, þýsk-mexíkóska dúóið Pechanga Boys og Íslendingarnir Mugison, Retro Stefson, Sóley og Valgeir Sigurðsson – og við erum rétt að byrja. Sá listamaður sem ég er samt spenntastur fyrir á Sónar er Squarepusher. Squarepusher heitir réttu nafni Tom Jenkinson og er fæddur í Essex í Englandi árið 1975. Hann er einn af meisturum bresku raftónlistarsprengjunnar á tíunda áratugnum. Fyrsta platan hans, Feed Me Weird Things, kom út hjá plötufyrirtæki Aphex Twin, Rephlex Records, árið 1996 en ári seinna kom Hard Normal Daddy út á vegum Warp-útgáfunnar í Sheffield. Squarepusher hefur verið á mála hjá Warp alla tíð síðan, þó að hann hafi laumað út efni undir öðrum nöfnum hjá Rephlex og fleiri fyrirtækjum. Tónlist Squarepushers er hluti af trommu & bassatónlistinni en samt fer hann alveg sínar eigin leiðir. Hann spilar m.a. á rafbassa og fer mikinn á hann í sumum laganna. Djassáhrif eru stundum áberandi og einhvern tímann, þegar hann var hvað harðastur, var tónlist hans kölluð "drill & bass“, eða bor & bassi. Squarepusher var stjarna seint á tíunda áratugnum og í upphafi nýrrar aldar. Það hefur farið minna fyrir honum undanfarið, en samt hefur hann haldið áfram að gefa út gæðaefni. Nýjasta platan hans Ufabulum, sem kom út í fyrra, er t.d. stórgóð. Squarepusher er líka búinn að þróa mjög flotta tónleikasýningu sem byggir á síbreytilegum ljósamunstrum og gefur tónleikum með honum mikið myndrænt gildi. Sónar Tónlist Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Það er margt gott á Sónar-hátíðinni sem hefst í Hörpu á morgun. Á meðal stærstu nafnanna eru Berlínarseitin Modeselektor, Lundúnabúinn James Blake, hinn danski Trentemöller, Japaninn Ryuichi Sakamoto, þýsk-mexíkóska dúóið Pechanga Boys og Íslendingarnir Mugison, Retro Stefson, Sóley og Valgeir Sigurðsson – og við erum rétt að byrja. Sá listamaður sem ég er samt spenntastur fyrir á Sónar er Squarepusher. Squarepusher heitir réttu nafni Tom Jenkinson og er fæddur í Essex í Englandi árið 1975. Hann er einn af meisturum bresku raftónlistarsprengjunnar á tíunda áratugnum. Fyrsta platan hans, Feed Me Weird Things, kom út hjá plötufyrirtæki Aphex Twin, Rephlex Records, árið 1996 en ári seinna kom Hard Normal Daddy út á vegum Warp-útgáfunnar í Sheffield. Squarepusher hefur verið á mála hjá Warp alla tíð síðan, þó að hann hafi laumað út efni undir öðrum nöfnum hjá Rephlex og fleiri fyrirtækjum. Tónlist Squarepushers er hluti af trommu & bassatónlistinni en samt fer hann alveg sínar eigin leiðir. Hann spilar m.a. á rafbassa og fer mikinn á hann í sumum laganna. Djassáhrif eru stundum áberandi og einhvern tímann, þegar hann var hvað harðastur, var tónlist hans kölluð "drill & bass“, eða bor & bassi. Squarepusher var stjarna seint á tíunda áratugnum og í upphafi nýrrar aldar. Það hefur farið minna fyrir honum undanfarið, en samt hefur hann haldið áfram að gefa út gæðaefni. Nýjasta platan hans Ufabulum, sem kom út í fyrra, er t.d. stórgóð. Squarepusher er líka búinn að þróa mjög flotta tónleikasýningu sem byggir á síbreytilegum ljósamunstrum og gefur tónleikum með honum mikið myndrænt gildi.
Sónar Tónlist Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp