Íslensk myndlist prýðir snjóbretti Head Sara McMahon skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Margeir Dire Sigurðsson og Georg Óskar Giannakoudakis mynda tvíeykið Góms. Mynd/Anton Brink "Ég var að læra listræna stjórnun í Barcelona og einn bekkjarfélagi minn fór síðan að vinna hjá Red Bull auglýsingastofunni sem sér meðal annars um brettaframleiðandann Head. Þeir voru að leita að listamönnum til að skreyta bretti í nýrri línu fyrir veturinn 2013-14. Auglýsingastofan sýndi aðstandendum Head meðal annars tvö verk eftir okkur og þeir urðu svona hrifnir," segir Margeir Dire Sigurðsson. Hann og Georg Óskar Giannakoudakis mynda saman listamannatvíeykið Góms og munu verk eftir þá prýða snjóbretti úr væntanlegri línu Head. Verkin tvö sem Head valdi voru verk sem Margeir og Georg áttu þegar til í möppu en þau voru svo endurhönnuð í samstarfi við teymi fyrirtækisins. Piltarnir vilja ekki gefa upp hvað þeir fengu greitt fyrir verkin. Inntir eftir því hvort þeir iðki sjálfir snjóbrettaíþróttina svarar Georg á þessa leið: "Ég var mjög mikið á snjó- og hjólabretti þegar ég var yngri og Margeir sömuleiðis, en við höfum ekki rennt okkur í einhver ár núna. Brettin koma í sölu á Íslandi næsta haust og við hlökkum mikið til að sjá landann renna sér á íslenskri myndlist í nánustu framtíð." Margeir og Georg fá send tvö bretti frá fyrirtækinu en ætla þó ekki að brúka þau í Bláfjöllum næsta vetur. "Ég tími ekki að rispa mitt þannig að ég ætla að koma því fyrir á góðum stað uppi á vegg hjá mér," segir Georg og Margeir tekur undir: "Mitt fer líka upp á vegg, en ætli það endi ekki á því að ég fái mér annað eintak til að renna mér á. Hafa eitt sem sýningaeintak og hitt til að renna sér á." Þess má geta að Góms opnar sýninguna Overdose & Underdose í Reykjavík Art Gallery í dag klukkan 17.Brettin koma í sölu á Íslandi næsta haust. Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
"Ég var að læra listræna stjórnun í Barcelona og einn bekkjarfélagi minn fór síðan að vinna hjá Red Bull auglýsingastofunni sem sér meðal annars um brettaframleiðandann Head. Þeir voru að leita að listamönnum til að skreyta bretti í nýrri línu fyrir veturinn 2013-14. Auglýsingastofan sýndi aðstandendum Head meðal annars tvö verk eftir okkur og þeir urðu svona hrifnir," segir Margeir Dire Sigurðsson. Hann og Georg Óskar Giannakoudakis mynda saman listamannatvíeykið Góms og munu verk eftir þá prýða snjóbretti úr væntanlegri línu Head. Verkin tvö sem Head valdi voru verk sem Margeir og Georg áttu þegar til í möppu en þau voru svo endurhönnuð í samstarfi við teymi fyrirtækisins. Piltarnir vilja ekki gefa upp hvað þeir fengu greitt fyrir verkin. Inntir eftir því hvort þeir iðki sjálfir snjóbrettaíþróttina svarar Georg á þessa leið: "Ég var mjög mikið á snjó- og hjólabretti þegar ég var yngri og Margeir sömuleiðis, en við höfum ekki rennt okkur í einhver ár núna. Brettin koma í sölu á Íslandi næsta haust og við hlökkum mikið til að sjá landann renna sér á íslenskri myndlist í nánustu framtíð." Margeir og Georg fá send tvö bretti frá fyrirtækinu en ætla þó ekki að brúka þau í Bláfjöllum næsta vetur. "Ég tími ekki að rispa mitt þannig að ég ætla að koma því fyrir á góðum stað uppi á vegg hjá mér," segir Georg og Margeir tekur undir: "Mitt fer líka upp á vegg, en ætli það endi ekki á því að ég fái mér annað eintak til að renna mér á. Hafa eitt sem sýningaeintak og hitt til að renna sér á." Þess má geta að Góms opnar sýninguna Overdose & Underdose í Reykjavík Art Gallery í dag klukkan 17.Brettin koma í sölu á Íslandi næsta haust.
Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira