Villur á tveimur kven-Eddum 20. febrúar 2013 10:45 Stafsetningavillu má finna á tveimur Edduverðlaunagripum. Þar stendur "ársnis“ í stað "ársins“. "Ég hafði ekki heyrt af þessu, en það er minnsta málið að kippa þessu í liðinn. Það var farið yfir allar stytturnar fyrir afhendingu, þær pússaðar og gerðar fínar, en þetta hefur farið alveg framhjá okkur," segir Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar. Sömu stafsetningavillu er að finna á tveimur verðlaunastyttum, fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki og í aukahlutverki. Á skildinum stendur "ársnis" í stað "ársins". Handhafar umræddra verðlaunastytta eru leikkonurnar Sara Dögg Ásgeirsdóttir og María Birta Bjarnadóttir. Hvorug þeirra hafði haft samband við Brynhildi þegar Fréttablaðið ræddi við hana. Edduverðlaunin fóru fram með pompi og prakt í Hörpunni á laugardag og þótti hátíðin vel lukkuð. Innt eftir því hvort svona nokkuð hafi gerst áður segir Brynhildur að það þurfi annað slagið að laga stytturnar. "Við höfum þurft að laga styttur, það er nú orðið frægt þegar styttan hans Ómars [Ragnarssonar] brotnaði og það hefur einnig komið fyrir að fólk týni hluta af styttunni. Það er alltaf sami maðurinn sem tekur þetta að sér og þetta tekur ekki nema tvo daga." Brynhildur tekur þó fram að handhafar þurfi sjálfir að hafa samband við stjórn Eddunar ef það þarf að lagfæra stytturnar. "Við vitum ekkert nema fólk láti okkur vita, það er augljóst. Þær sem fengu stytturnar mega endilega hafa samband við okkur og þá kippum við þessu í lag." Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
"Ég hafði ekki heyrt af þessu, en það er minnsta málið að kippa þessu í liðinn. Það var farið yfir allar stytturnar fyrir afhendingu, þær pússaðar og gerðar fínar, en þetta hefur farið alveg framhjá okkur," segir Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar. Sömu stafsetningavillu er að finna á tveimur verðlaunastyttum, fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki og í aukahlutverki. Á skildinum stendur "ársnis" í stað "ársins". Handhafar umræddra verðlaunastytta eru leikkonurnar Sara Dögg Ásgeirsdóttir og María Birta Bjarnadóttir. Hvorug þeirra hafði haft samband við Brynhildi þegar Fréttablaðið ræddi við hana. Edduverðlaunin fóru fram með pompi og prakt í Hörpunni á laugardag og þótti hátíðin vel lukkuð. Innt eftir því hvort svona nokkuð hafi gerst áður segir Brynhildur að það þurfi annað slagið að laga stytturnar. "Við höfum þurft að laga styttur, það er nú orðið frægt þegar styttan hans Ómars [Ragnarssonar] brotnaði og það hefur einnig komið fyrir að fólk týni hluta af styttunni. Það er alltaf sami maðurinn sem tekur þetta að sér og þetta tekur ekki nema tvo daga." Brynhildur tekur þó fram að handhafar þurfi sjálfir að hafa samband við stjórn Eddunar ef það þarf að lagfæra stytturnar. "Við vitum ekkert nema fólk láti okkur vita, það er augljóst. Þær sem fengu stytturnar mega endilega hafa samband við okkur og þá kippum við þessu í lag."
Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira