Þetta er búið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. febrúar 2013 14:00 Bíó. A Good Die to Die Hard Leikstjórn: John Moore. Leikarar: Bruce Willis, Jai Courtney, Sebastian Koch, Yuliya Snigir, Cole Hauser, Mary Elizabeth Winstead. Að setjast niður til þess að skrifa illa um bíólögguna John McClane er erfitt. Það er ekki ósvipað því að bíða eftir rétta augnablikinu til að segja góðum vini að hann eigi við andfýluvandamál að stríða. Helst vill maður fresta því í lengstu lög, en illu er víst best aflokið. Og það er ekki ósennilegt að sá sem klippti A Good Day to Die Hard hafi einmitt verið með þá speki í huga þegar hann skilaði af sér myndinni, en myndin er ekki nema rétt rúmlega ein og hálf klukkustund, sem gerir hana að langstystu mynd Die Hard-seríunnar. Aðalmennirnir á bak við myndina, handritshöfundurinn Skip Woods, leikstjórinn John Moore og leikarinn Bruce Willis, sýna fram á svo mikla vanþekkingu á efniviðnum og því sem gerir Die Hard að einni skemmtilegustu hasarmyndaseríu allra tíma, að eðlilegast væri að leggja fram vantrauststillögu á hendur þeim. Vissulega fataðist John McClane flugið í bragðdaufri fjórðu myndinni, en fimmta myndin hefði getað bætt skaðann nánast að fullu. Því miður ber myndin metnaðarleysisins skýr merki. John McClane fer til Moskvu þegar sonur hans kemst í kast við lögin og fimm mínútum síðar erum við stödd í leiðinlegasta bílaeltingarleik sem festur hefur verið á filmu. Okkur á að finnast sniðugt að sjá McClane mala hversdagslega við dóttur sína í farsíma á meðan hann eyðileggur Moskvu með ofurjeppa. Við fyrirgáfum Willis kjánaskapinn í Hudson Hawk. Af hverju er svona atriði í Die Hard-mynd? Myndin nær sér aldrei á strik eftir hörmungarnar í upphafi. Sonurinn er leiðindatýpa og það er aldrei sjáanlegur neisti á milli feðganna. Áferðin er ljót og myndatakan þreytandi. Það koma augnablik í síðari hluta myndarinnar sem eru sæmileg en það dugir ekki til. Grunnurinn er of veikbyggður og því hrynur þetta allt saman. Ég óttast að þessi mynd verði banabiti seríunnar. Máske verða gerðar fleiri myndir en John McClane verður aldrei samur. Niðurstaða: Ófyrirgefanleg afskræming á klassískri seríu. Þetta er búið. Gagnrýni Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Bíó. A Good Die to Die Hard Leikstjórn: John Moore. Leikarar: Bruce Willis, Jai Courtney, Sebastian Koch, Yuliya Snigir, Cole Hauser, Mary Elizabeth Winstead. Að setjast niður til þess að skrifa illa um bíólögguna John McClane er erfitt. Það er ekki ósvipað því að bíða eftir rétta augnablikinu til að segja góðum vini að hann eigi við andfýluvandamál að stríða. Helst vill maður fresta því í lengstu lög, en illu er víst best aflokið. Og það er ekki ósennilegt að sá sem klippti A Good Day to Die Hard hafi einmitt verið með þá speki í huga þegar hann skilaði af sér myndinni, en myndin er ekki nema rétt rúmlega ein og hálf klukkustund, sem gerir hana að langstystu mynd Die Hard-seríunnar. Aðalmennirnir á bak við myndina, handritshöfundurinn Skip Woods, leikstjórinn John Moore og leikarinn Bruce Willis, sýna fram á svo mikla vanþekkingu á efniviðnum og því sem gerir Die Hard að einni skemmtilegustu hasarmyndaseríu allra tíma, að eðlilegast væri að leggja fram vantrauststillögu á hendur þeim. Vissulega fataðist John McClane flugið í bragðdaufri fjórðu myndinni, en fimmta myndin hefði getað bætt skaðann nánast að fullu. Því miður ber myndin metnaðarleysisins skýr merki. John McClane fer til Moskvu þegar sonur hans kemst í kast við lögin og fimm mínútum síðar erum við stödd í leiðinlegasta bílaeltingarleik sem festur hefur verið á filmu. Okkur á að finnast sniðugt að sjá McClane mala hversdagslega við dóttur sína í farsíma á meðan hann eyðileggur Moskvu með ofurjeppa. Við fyrirgáfum Willis kjánaskapinn í Hudson Hawk. Af hverju er svona atriði í Die Hard-mynd? Myndin nær sér aldrei á strik eftir hörmungarnar í upphafi. Sonurinn er leiðindatýpa og það er aldrei sjáanlegur neisti á milli feðganna. Áferðin er ljót og myndatakan þreytandi. Það koma augnablik í síðari hluta myndarinnar sem eru sæmileg en það dugir ekki til. Grunnurinn er of veikbyggður og því hrynur þetta allt saman. Ég óttast að þessi mynd verði banabiti seríunnar. Máske verða gerðar fleiri myndir en John McClane verður aldrei samur. Niðurstaða: Ófyrirgefanleg afskræming á klassískri seríu. Þetta er búið.
Gagnrýni Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið