Eley Kishimoto á Hönnunarmars 23. febrúar 2013 12:00 „Það er mjög gaman að fá til liðs við okkur svona framsækið teymi á sviði fatahönnunar,“ segir Greipur Gíslason hjá Hönnunarmars um hönnunarteymið Eley Kishimoto, sem hefur staðfest komu sína á Hönnunarmars í ár. Hönnunarteymið er breskt og var stofnað árið 1992. Þau Mark Eley og Wakako Kishimoto mynda teymið en þau eru fræg fyrir skemmtileg munstur og litasamsetningar í fatnaði sínum og fylgihlutum. Þau munu koma fram á sérstöku fyrirlestradegi á fyrsta degi Hönnunarmars þann 14. mars. Markmiðið með fyrirlestrardeginum er að þekktir aðilar úr hönnunarheiminum veiti innblástur með þekkingu sinni og reynslu. „Eley Kishimoto smellpassa inn í viðfangsefni þessa dags sem er sköpunarkrafturinn. Þau tóku strax vel í að koma er við leituðum til þeirra. Þau höfðu heyrt af Hönnunarmars og ætla að vera í Reykjavík um helgina til að sækja frekari viðburði sem er ánægjulegt,“ segir Greipur en fyrirlestrardagurinn er aðeins einn af 120 viðburðum í tengslum við Hönnunarmars. Meðal annara fyrirlesara á deginum eru Juliet Kinchin, hönnunarsagnfræðingur og sýningarstjóri hjá MoMA, Maja Kuzmanovic, framsækinn hönnuður og Inge Druckrey, grafískur hönnuður. „Þetta er dagur fyrir alla sem hafa áhuga á skapandi hugsun. Þó að við miðum okkur við fólk í hönnunarheiminum þá held ég að allir hafa gott af því að mæta og hlusta.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Hönnunarmars á vefsíðunni Honnunarmidstod.is. -áp HönnunarMars Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Það er mjög gaman að fá til liðs við okkur svona framsækið teymi á sviði fatahönnunar,“ segir Greipur Gíslason hjá Hönnunarmars um hönnunarteymið Eley Kishimoto, sem hefur staðfest komu sína á Hönnunarmars í ár. Hönnunarteymið er breskt og var stofnað árið 1992. Þau Mark Eley og Wakako Kishimoto mynda teymið en þau eru fræg fyrir skemmtileg munstur og litasamsetningar í fatnaði sínum og fylgihlutum. Þau munu koma fram á sérstöku fyrirlestradegi á fyrsta degi Hönnunarmars þann 14. mars. Markmiðið með fyrirlestrardeginum er að þekktir aðilar úr hönnunarheiminum veiti innblástur með þekkingu sinni og reynslu. „Eley Kishimoto smellpassa inn í viðfangsefni þessa dags sem er sköpunarkrafturinn. Þau tóku strax vel í að koma er við leituðum til þeirra. Þau höfðu heyrt af Hönnunarmars og ætla að vera í Reykjavík um helgina til að sækja frekari viðburði sem er ánægjulegt,“ segir Greipur en fyrirlestrardagurinn er aðeins einn af 120 viðburðum í tengslum við Hönnunarmars. Meðal annara fyrirlesara á deginum eru Juliet Kinchin, hönnunarsagnfræðingur og sýningarstjóri hjá MoMA, Maja Kuzmanovic, framsækinn hönnuður og Inge Druckrey, grafískur hönnuður. „Þetta er dagur fyrir alla sem hafa áhuga á skapandi hugsun. Þó að við miðum okkur við fólk í hönnunarheiminum þá held ég að allir hafa gott af því að mæta og hlusta.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Hönnunarmars á vefsíðunni Honnunarmidstod.is. -áp
HönnunarMars Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira