Íslenski boltinn

Guðbjörg fer til Algarve

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir æfir undir leiðsögn læknis í Portúgal.
Guðbjörg Gunnarsdóttir æfir undir leiðsögn læknis í Portúgal. Mynd/NordicPhotos/Getty
Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, mun fara með íslenska landsliðinu til Algarve í næstu viku en hún hefur verið að glíma við veikindi og lá á sjúkrahúsi í marga daga í síðustu viku.

Nú er komið í ljós að Guðbjörg var með heilahimnubólgu en hún er öll að braggast og verður því með í Algarve-bikarnum. Guðbjörg mun æfa undir leiðsögn Reynis Björnssonar læknis og verður vonandi orðin leikfær í leik þrjú og fjögur. Guðbjörg staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær.

Tveir aðrir markverðir eru í hópnum, Þóra Björg Helgadóttir og Birna Kristjánsdóttir. Þóra hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins og Guðbjörg hefur ekki fengið mörg tækifæri, nema þá helst í Algarve-bikarnum þar sem hún hefur spilað 13 af 21 landsleik sínum til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×