Er ósjálfrátt inni í stelpumálunum 1. mars 2013 11:00 Viktor Már Leifsson viðurkennir að það getur stundum verið skrýtið að vera eini strákurinn á Samtímadansbraut og segist ósjálfrátt vera inní öllum stelpumálunum. Hann mundi gjarna vilja fá fleiri stráka með sér í námið. Fréttablaðið/stefán Viktor Már Leifsson er eini karlkyns nemandinn á Samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Hann segir því fylgja bæði kostir og gallar og mundi gjarna vilja fá fleiri stráka í námið. Viktor féll fyrir dansinum er hann sótti breikdansnámskeið tíu ára gamall o „Ég er ósjálfrátt inni í öllum stelpumálunum og fæ að heyra ýmislegt í tímum sem kannski strákar fá almennt ekki að heyra,“ segir Viktor Már Leifsson hlæjandi um þá reynslu sína að vera eini karlkynsnemandinn á Samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Viktor stundar nám á fyrsta ári á samtímdansbrautinni sem er þriggja ára BA-nám. Á yngri árum áttu bardagaíþróttir og körfubolti hug Viktors allan en það var svo er hann sótti á breikdansnámskeið tíu ára gamall sem hann féll fyrir dansinum. „Ég hafði lengi verið forvitinn um dans og fannst mjög gaman að læra breikdans. Ég ákvað svo að fara í Listdansskóla Ísland þegar ég var 18 ára og kom svo hingað í framhaldinu,“ segir Viktor sem vissi vel að hann yrði að öllum líkindum eini strákurinn á brautinni er hann sótti um en hann var eini strákurinn sem þreytti inntökupróf síðastliðið vor. „Það hvatti mig áfram. Mig langaði að vera einn af þeim sem braut ísinn og þetta hefur verið markmiðið frá því að ég var í menntaskóla.“ Viktor dansar bókstaflega frá morgni til kvöld. Nokkrum sinnum í viku sækir hann svo aukalega Caboeira-námskeið, sem er brasilískur bardagadans, og Parkour námskeið. Hann viðurkennir að það fylgja því bæði kostir og gallar að vera eini strákurinn í náminu. Til dæmis er búningsaðstaða Viktors í geymslu sem þó er búið að flikka upp á fyrir hann. „Kosturinn er að ég fæ tækifæri til gera kannski meira en annars. Núna er ég til dæmis að aðstoða þriðja árs nemana í þeirra sýningu sem er gaman. Eftir körfuboltann er ég samt með svo mikið keppnisskap að það væri gaman að hafa samkeppni og fleiri stráka með mér,“ segir Viktor og bætir við að hann heldur framtíðarplönunum opnum. „Ég er smá forvitinn um að fara út í heim og sjá hvað er í boði fyrir dansara þar.“alfrun@frettabladid.is Menning Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Viktor Már Leifsson er eini karlkyns nemandinn á Samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Hann segir því fylgja bæði kostir og gallar og mundi gjarna vilja fá fleiri stráka í námið. Viktor féll fyrir dansinum er hann sótti breikdansnámskeið tíu ára gamall o „Ég er ósjálfrátt inni í öllum stelpumálunum og fæ að heyra ýmislegt í tímum sem kannski strákar fá almennt ekki að heyra,“ segir Viktor Már Leifsson hlæjandi um þá reynslu sína að vera eini karlkynsnemandinn á Samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Viktor stundar nám á fyrsta ári á samtímdansbrautinni sem er þriggja ára BA-nám. Á yngri árum áttu bardagaíþróttir og körfubolti hug Viktors allan en það var svo er hann sótti á breikdansnámskeið tíu ára gamall sem hann féll fyrir dansinum. „Ég hafði lengi verið forvitinn um dans og fannst mjög gaman að læra breikdans. Ég ákvað svo að fara í Listdansskóla Ísland þegar ég var 18 ára og kom svo hingað í framhaldinu,“ segir Viktor sem vissi vel að hann yrði að öllum líkindum eini strákurinn á brautinni er hann sótti um en hann var eini strákurinn sem þreytti inntökupróf síðastliðið vor. „Það hvatti mig áfram. Mig langaði að vera einn af þeim sem braut ísinn og þetta hefur verið markmiðið frá því að ég var í menntaskóla.“ Viktor dansar bókstaflega frá morgni til kvöld. Nokkrum sinnum í viku sækir hann svo aukalega Caboeira-námskeið, sem er brasilískur bardagadans, og Parkour námskeið. Hann viðurkennir að það fylgja því bæði kostir og gallar að vera eini strákurinn í náminu. Til dæmis er búningsaðstaða Viktors í geymslu sem þó er búið að flikka upp á fyrir hann. „Kosturinn er að ég fæ tækifæri til gera kannski meira en annars. Núna er ég til dæmis að aðstoða þriðja árs nemana í þeirra sýningu sem er gaman. Eftir körfuboltann er ég samt með svo mikið keppnisskap að það væri gaman að hafa samkeppni og fleiri stráka með mér,“ segir Viktor og bætir við að hann heldur framtíðarplönunum opnum. „Ég er smá forvitinn um að fara út í heim og sjá hvað er í boði fyrir dansara þar.“alfrun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira