Strákastelpan sem veðjaði rétt 9. mars 2013 06:00 leikkonudraumurinn Hera ólst upp í listrænu umhverfi og hefur dreymt um að vera leikkona síðan hún var á unglingsaldri. Draumahlutverkið er Bjartur í Sumarhúsum. Það er fátt stórborgarlegt við Heru Hilmarsdóttur þegar hún æðir inn úr kuldanum á kaffihús í miðbæ Reykjavíkur. Með bakpoka í brúnni lopapeysu og síða hárið flaksandi er ekki beint augljóst að þarna er á ferðinni leikkona sem er á leiðinni að sigra London, en innan skamms munu íslenskir bíógestir sjá Heru leika samhliða stjörnunum Jude Law og Keiru Knightly í stórmyndinni Anna Karenina. Hera sest niður með bros á vör og pantar sér te. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvort hún sé búin að tileinka sér breskar hefðir eftir fjögurra ára búsetu í London. „Nei, ekki þannig. Ég fékk mér íslenskt jurtate, það er ekkert sérstaklega breskt," segir Hera brosandi og bætir við hversu fegin hún sé að vera í nokkurra daga fríi frá tökum eftir strangar næturtökur undanfarna daga.Pressa að leika á Íslandi Hera leikur eitt þriggja aðalhlutverka í myndinni Vonarstræti, en tvær vikur eru liðnar af rúmlega sex vikna tökuferli. Ásamt Heru eru Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann í aðalhlutverkunum, en myndin er fyrsta verkefni Heru hér heima síðan hún útskrifaðist frá breska leiklistarskólanum LAMDA, The London Academy of Music and Drama, sumarið 2011. Hún hefur þó áður látið ljós sitt skína á hvíta tjaldinu, til dæmis í kvikmyndinni Veðramót. „Það er himinn og haf á milli þess að leika í bíómynd þá og í dag. Ég er miklu betur undir þetta búin, enda hef ég haft hlutverkið í kollinum í eitt og hálft ár," segir Hera, sem leikur unga einstæða móður í myndinni. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ að leika móður, og með svona gamalt barn, en dóttir mín er átta ára í myndinni. Það er merkileg upplifun og sefar kannski þörfina fyrir barneignir í nokkur ár. Gott að fá að prófa þetta svona í plati." Aðspurð segir Hera að hún finni ekkert sérstaklega fyrir pressu að vera komin heim að gera sína fyrstu bíómynd frá útskrift, en mikið hefur verið skrifað í hérlenda fjölmiðla um velgengni hennar í Bretlandi. „Það skipti mig aðallega máli hvaða verkefni ég tæki fyrst að mér hérna heima, að það væri eitthvað sem ég teldi mig hafa eitthvað fram að færa í."Hafnaði Listaháskólanum Hera er eitt af hinum svokölluðu leikarabörnum. Faðir hennar er leikstjórinn Hilmar Oddsson og móðir hennar leikkonan Þórey Sigþórsdóttir. Leikkonudraumurinn hefur alltaf blundað í Heru enda er hún alin upp í listrænu umhverfi. Móðir Heru var enn í leiklistarnámi þegar hún fæddist og í barnæsku sótti Hera ýmis námskeið í fylgd með móður sinni eða sat á æfingum í staðinn fyrir að fara í pössun. „Ég man ekki alveg á hvaða tímapunkti ég beit það í mig að verða leikkona en það var snemma á unglingsárum. Foreldrar mínir voru frekar að reyna að ýta mér á önnur svið enda töldu þau mig kannski ekki gera mér grein fyrir öllum hliðum starfsins. En ég var ákveðin og sé ekki eftir því í dag." Það var helst tónlistin sem hefði náð að skáka leiklistardraumnum á sínum tíma, en Hera æfði selló í mörg ár. Hún hætti í formlegu tónlistarnámi á menntaskólárum enda sá hún sig ekki fyrir sér sem sellóleikara í framtíðinni. „Ég á samt alltaf sellóið og flyt það meira að segja með mér milli landa. Maður þarf samt yfirleitt að borga sérfargjald fyrir það, svo ferðalög með sellóið geta verið frekar kostnaðarsöm." Hera lék í kvikmyndinni Veðramót er hún var enn í menntaskóla og var stefnan ávallt sett á leiklistardeild Listaháskóla Íslands eftir útskrift. „Svo snerist mér hugur, langaði að fara út, burt frá Íslandi og prufa að búa úti. Svo ég sótti um í London en þar bjó ég með mömmu þegar ég var átta ára og hafði síðan þá alltaf langað að fara til baka og búa þar um hríð. Ég sótti samt um hér heima til öryggis, komst inn og borgaði staðfestingargjaldið en var samt ennþá að vona að ég kæmist út. Þegar ég fékk jákvætt svar frá LAMDA í London varð ég að velja og hafna og London varð fyrir valinu."Strákastelpa Einn besti vinur Heru er leikarinn Einar Aðalsteinsson, sem var einnig í námi í LAMDA. „Það var í raun smá honum að þakka að ég fór út, þar sem hann var ári á undan mér. Við höfum þekkst síðan í Hlíðaskóla og ég endaði með að leigja með honum og öðrum strák fyrsta árið mitt úti. Það var mjög góð sambúð og gott að þekkja einhvern í náminu. Strákar eiga það til að vera einfaldari í samskiptum en stelpur, að minnsta kosti hvað ákveðna hluti varðar. Svo voru þeir báðir komnir með kærustur og svona og ég ákvað að það væri örugglega betra að fara kannski að leigja með tveimur bekkjarsystrum mínum í stað þess að verða fimmta hjólið í nýrri íbúð. Sú sambúð var skemmtileg en gat verið ansi dramatísk á köflum enda vorum við allar á öðru ári í náminu og í mikilli sjálfsskoðun." Eftir útskrift í LAMDA bjóst Hera ekkert endilega við því að geta starfað í Bretlandi og fór því í prufur hér heima sem haldnar eru árlega á vegum Félags íslenskra leikara fyrir leikara sem vilja koma sér á framfæri hérlendis. Rétt fyrir prufurnar fékk Hera hins vegar þær góðu fréttir að hún væri komin með umboðsmann úti, en það þykir alls ekki sjálfsagt mál. „Ég fór samt í prufurnar og á endanum var ég með nokkur mjög góð tilboð frá atvinnuleikhúsunum hérna í höndunum. Þá hófst valkvíðinn á ný. Átti ég að koma heim og fara að leika hérna heima eða stökkva á þetta tækifæri sem hafði opnast í Bretlandi? Ég hugsaði að ef ég mundi koma heim á þessum tímapunkti færi ég ekki aftur út og þess vegna ákvað ég að veðja á Bretland, en foreldrar mínir studdu mig í þeirri ákvörðun. Hingað til hef ég ekki séð eftir því þó að ég flytji örugglega aftur heim einhvern tíma í framtíðinni."Snýst um heppni Í London gengur líf Heru út á að fara í prufur fyrir verkefni en hún hefur getað einbeitt sér alfarið að leiklistinni síðan hún útskrifaðist. Hera hefur meðal annars landað hlutverkum í breskum sjónvarpsþáttum á borð við World Without End, Da Vinci's Demons og í kvikmyndinni Anna Karenina. Hún viðurkennir að hún sé heppin enda snúist þessi bransi oft um að vera á réttum stað á réttum tíma. „Þetta snýst að mörgu leyti bara um heppni og mér hefur gengið vel hingað til. Þetta getur verið erfiður bransi og ég passa mig að láta ekki glepjast af honum. Það er mikil pressa sem fylgir þessu starfi, til dæmis varðandi útlitið. Ég er dugleg að minna mig á að halda fótunum á jörðinni og vera ég sjálf. Ég tel frekar að þannig geti ég skapað sérstöðu. En auðvitað eru stundum gerðar til manns kröfur um ákveðið útlit fyrir hlutverk. Maður þarf bara að átta sig á hvað eru raunhæfar kröfur og hvort þær þjóni hlutverkinu. Hinu kjaftæðinu hendir maður bara í burtu eins og maður best getur." Í dag er Hera búsett í London að staðaldri og er stefnan tekin á að snúa aftur þangað í byrjun apríl í undirbúning fyrir væntanleg verkefni og kynningarherferð fyrir Da Vinci's Demons-sjónvarpsseríuna sem kemur út 12. apríl. Svo er stefnan tekin á að ljúka tökum á Vonarstræti á heitum slóðum í lok þess mánaðar. Hera segist samt vel geta hugsað sér að búa á Íslandi í framtíðinni. Spurð hvort hún sjái fyrir sér stóra fjölskyldu þegar fram líða stundir svarar hún játandi þótt starfið sé ekki það fjölskylduvænsta. „Rétt áður en ég flutti til London fékk ég eitt gott ráð frá leikkonu sem ég virði mikið. Hún sagði mér að passa mig á því að gleyma aldrei ástinni. Það er auðvelt að gleyma stund og stað í þessu starfi og allt í einu kannski vaknar maður upp einn og þá er það orðið of seint. Svo ég hef þetta ráð alltaf á bak við eyrað og ætla að passa mig á því að gleyma ekki boðskap þess, sama hvað gerist." Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er fátt stórborgarlegt við Heru Hilmarsdóttur þegar hún æðir inn úr kuldanum á kaffihús í miðbæ Reykjavíkur. Með bakpoka í brúnni lopapeysu og síða hárið flaksandi er ekki beint augljóst að þarna er á ferðinni leikkona sem er á leiðinni að sigra London, en innan skamms munu íslenskir bíógestir sjá Heru leika samhliða stjörnunum Jude Law og Keiru Knightly í stórmyndinni Anna Karenina. Hera sest niður með bros á vör og pantar sér te. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvort hún sé búin að tileinka sér breskar hefðir eftir fjögurra ára búsetu í London. „Nei, ekki þannig. Ég fékk mér íslenskt jurtate, það er ekkert sérstaklega breskt," segir Hera brosandi og bætir við hversu fegin hún sé að vera í nokkurra daga fríi frá tökum eftir strangar næturtökur undanfarna daga.Pressa að leika á Íslandi Hera leikur eitt þriggja aðalhlutverka í myndinni Vonarstræti, en tvær vikur eru liðnar af rúmlega sex vikna tökuferli. Ásamt Heru eru Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann í aðalhlutverkunum, en myndin er fyrsta verkefni Heru hér heima síðan hún útskrifaðist frá breska leiklistarskólanum LAMDA, The London Academy of Music and Drama, sumarið 2011. Hún hefur þó áður látið ljós sitt skína á hvíta tjaldinu, til dæmis í kvikmyndinni Veðramót. „Það er himinn og haf á milli þess að leika í bíómynd þá og í dag. Ég er miklu betur undir þetta búin, enda hef ég haft hlutverkið í kollinum í eitt og hálft ár," segir Hera, sem leikur unga einstæða móður í myndinni. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ að leika móður, og með svona gamalt barn, en dóttir mín er átta ára í myndinni. Það er merkileg upplifun og sefar kannski þörfina fyrir barneignir í nokkur ár. Gott að fá að prófa þetta svona í plati." Aðspurð segir Hera að hún finni ekkert sérstaklega fyrir pressu að vera komin heim að gera sína fyrstu bíómynd frá útskrift, en mikið hefur verið skrifað í hérlenda fjölmiðla um velgengni hennar í Bretlandi. „Það skipti mig aðallega máli hvaða verkefni ég tæki fyrst að mér hérna heima, að það væri eitthvað sem ég teldi mig hafa eitthvað fram að færa í."Hafnaði Listaháskólanum Hera er eitt af hinum svokölluðu leikarabörnum. Faðir hennar er leikstjórinn Hilmar Oddsson og móðir hennar leikkonan Þórey Sigþórsdóttir. Leikkonudraumurinn hefur alltaf blundað í Heru enda er hún alin upp í listrænu umhverfi. Móðir Heru var enn í leiklistarnámi þegar hún fæddist og í barnæsku sótti Hera ýmis námskeið í fylgd með móður sinni eða sat á æfingum í staðinn fyrir að fara í pössun. „Ég man ekki alveg á hvaða tímapunkti ég beit það í mig að verða leikkona en það var snemma á unglingsárum. Foreldrar mínir voru frekar að reyna að ýta mér á önnur svið enda töldu þau mig kannski ekki gera mér grein fyrir öllum hliðum starfsins. En ég var ákveðin og sé ekki eftir því í dag." Það var helst tónlistin sem hefði náð að skáka leiklistardraumnum á sínum tíma, en Hera æfði selló í mörg ár. Hún hætti í formlegu tónlistarnámi á menntaskólárum enda sá hún sig ekki fyrir sér sem sellóleikara í framtíðinni. „Ég á samt alltaf sellóið og flyt það meira að segja með mér milli landa. Maður þarf samt yfirleitt að borga sérfargjald fyrir það, svo ferðalög með sellóið geta verið frekar kostnaðarsöm." Hera lék í kvikmyndinni Veðramót er hún var enn í menntaskóla og var stefnan ávallt sett á leiklistardeild Listaháskóla Íslands eftir útskrift. „Svo snerist mér hugur, langaði að fara út, burt frá Íslandi og prufa að búa úti. Svo ég sótti um í London en þar bjó ég með mömmu þegar ég var átta ára og hafði síðan þá alltaf langað að fara til baka og búa þar um hríð. Ég sótti samt um hér heima til öryggis, komst inn og borgaði staðfestingargjaldið en var samt ennþá að vona að ég kæmist út. Þegar ég fékk jákvætt svar frá LAMDA í London varð ég að velja og hafna og London varð fyrir valinu."Strákastelpa Einn besti vinur Heru er leikarinn Einar Aðalsteinsson, sem var einnig í námi í LAMDA. „Það var í raun smá honum að þakka að ég fór út, þar sem hann var ári á undan mér. Við höfum þekkst síðan í Hlíðaskóla og ég endaði með að leigja með honum og öðrum strák fyrsta árið mitt úti. Það var mjög góð sambúð og gott að þekkja einhvern í náminu. Strákar eiga það til að vera einfaldari í samskiptum en stelpur, að minnsta kosti hvað ákveðna hluti varðar. Svo voru þeir báðir komnir með kærustur og svona og ég ákvað að það væri örugglega betra að fara kannski að leigja með tveimur bekkjarsystrum mínum í stað þess að verða fimmta hjólið í nýrri íbúð. Sú sambúð var skemmtileg en gat verið ansi dramatísk á köflum enda vorum við allar á öðru ári í náminu og í mikilli sjálfsskoðun." Eftir útskrift í LAMDA bjóst Hera ekkert endilega við því að geta starfað í Bretlandi og fór því í prufur hér heima sem haldnar eru árlega á vegum Félags íslenskra leikara fyrir leikara sem vilja koma sér á framfæri hérlendis. Rétt fyrir prufurnar fékk Hera hins vegar þær góðu fréttir að hún væri komin með umboðsmann úti, en það þykir alls ekki sjálfsagt mál. „Ég fór samt í prufurnar og á endanum var ég með nokkur mjög góð tilboð frá atvinnuleikhúsunum hérna í höndunum. Þá hófst valkvíðinn á ný. Átti ég að koma heim og fara að leika hérna heima eða stökkva á þetta tækifæri sem hafði opnast í Bretlandi? Ég hugsaði að ef ég mundi koma heim á þessum tímapunkti færi ég ekki aftur út og þess vegna ákvað ég að veðja á Bretland, en foreldrar mínir studdu mig í þeirri ákvörðun. Hingað til hef ég ekki séð eftir því þó að ég flytji örugglega aftur heim einhvern tíma í framtíðinni."Snýst um heppni Í London gengur líf Heru út á að fara í prufur fyrir verkefni en hún hefur getað einbeitt sér alfarið að leiklistinni síðan hún útskrifaðist. Hera hefur meðal annars landað hlutverkum í breskum sjónvarpsþáttum á borð við World Without End, Da Vinci's Demons og í kvikmyndinni Anna Karenina. Hún viðurkennir að hún sé heppin enda snúist þessi bransi oft um að vera á réttum stað á réttum tíma. „Þetta snýst að mörgu leyti bara um heppni og mér hefur gengið vel hingað til. Þetta getur verið erfiður bransi og ég passa mig að láta ekki glepjast af honum. Það er mikil pressa sem fylgir þessu starfi, til dæmis varðandi útlitið. Ég er dugleg að minna mig á að halda fótunum á jörðinni og vera ég sjálf. Ég tel frekar að þannig geti ég skapað sérstöðu. En auðvitað eru stundum gerðar til manns kröfur um ákveðið útlit fyrir hlutverk. Maður þarf bara að átta sig á hvað eru raunhæfar kröfur og hvort þær þjóni hlutverkinu. Hinu kjaftæðinu hendir maður bara í burtu eins og maður best getur." Í dag er Hera búsett í London að staðaldri og er stefnan tekin á að snúa aftur þangað í byrjun apríl í undirbúning fyrir væntanleg verkefni og kynningarherferð fyrir Da Vinci's Demons-sjónvarpsseríuna sem kemur út 12. apríl. Svo er stefnan tekin á að ljúka tökum á Vonarstræti á heitum slóðum í lok þess mánaðar. Hera segist samt vel geta hugsað sér að búa á Íslandi í framtíðinni. Spurð hvort hún sjái fyrir sér stóra fjölskyldu þegar fram líða stundir svarar hún játandi þótt starfið sé ekki það fjölskylduvænsta. „Rétt áður en ég flutti til London fékk ég eitt gott ráð frá leikkonu sem ég virði mikið. Hún sagði mér að passa mig á því að gleyma aldrei ástinni. Það er auðvelt að gleyma stund og stað í þessu starfi og allt í einu kannski vaknar maður upp einn og þá er það orðið of seint. Svo ég hef þetta ráð alltaf á bak við eyrað og ætla að passa mig á því að gleyma ekki boðskap þess, sama hvað gerist."
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira