Þær sem elska storminn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 9. mars 2013 06:00 Þegar ég var á fullu að slíta barnsskónum vestur á Bíldudal kom frú Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti, þangað í heimsókn. Gróðursetti hún tré með okkur krökkunum eins og hennar var háttur. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar hún fór með fríðu föruneyti upp í Tungu, svokallaða, og stoppaði við styttuna af Muggi. Ég fékk hálfgert sjokk þegar hún fór að faðma styttuna og hálfpartinn kjassa hana og sagði svo með bros á vör að hún hefði alltaf haft dálæti á góðum listamönnum. Ungi daladrengurinn fór hjá sér. „Hvað er hún eiginlega að hugsa?" spurði ég sjálfan mig, enda alinn upp við að framámenn hegðuðu sér með sviplausari hætti. Þingmenn kjördæmisins hefðu til dæmis aldrei leyft sér slíkt látleysi. Seinna áttaði ég mig á að þessi manneskja, sem er með þeim almerkilegustu sem ég veit um, var að búa okkur undir breytta tíma þar sem bindisklæddir landsfeður færu ekki einir með tögl og hagldir. Mér varð hugsað til þessarar uppákomu í Tungunni mörgum árum síðar þegar ég króaði Katrínu Jakobsdóttur af á blaðamannavaktinni og spurði hvað verðandi menntamálaráðherra ætlaði að gera. Öll framkoma hennar bar þess merki að ég væri að ræða við gamla bekkjarsystur frekar en verðandi ráðherra. Ekki vottaði fyrir hinu gamaldags og hvimleiða landsföðurfasi sem hrjáir margar konur og menn sem nálgast hæstu metorð. Þar fékk ég því aftur að finna fyrir blæ breyttra tíma. Síðan þá hefur reyndar blásið byrlega í þessum efnum með nýju og ólíku fólki sem lætur til sín taka í stjórnmálum og gefur lítið fyrir landsföðurinn. Svei mér þá ef þetta er ekki stormur á við þann sem Hannes Hafstein orti um á sínum tíma. Nú velta sjálfstæðismenn því fyrir sér hvernig standi á því að fylgi flokksins hafi dalað eftir landsfund. Eflaust er einhver kjarnakona á við þær Katrínu og Vigdísi að benda þeim á að samkoma bindis- og kjólklæddra „landsfeðravonnabís" sé ekki vænleg til árangurs árið 2013. Sérstaklega ef fjallað er um fósturjörðina á sömu nótum og langafi gerði, þar sem hin kristna og einsleita þjóð býr sig undir hættuna sem steðjar að utan frá, rétt eins og skaðinn sem við völdum okkur sjálf sé skaðlaus. Eflaust eru þær að benda á erindisleysi flokks sem er að búa þjóðina undir framtíð sem fyrir löngu er liðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Þegar ég var á fullu að slíta barnsskónum vestur á Bíldudal kom frú Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti, þangað í heimsókn. Gróðursetti hún tré með okkur krökkunum eins og hennar var háttur. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar hún fór með fríðu föruneyti upp í Tungu, svokallaða, og stoppaði við styttuna af Muggi. Ég fékk hálfgert sjokk þegar hún fór að faðma styttuna og hálfpartinn kjassa hana og sagði svo með bros á vör að hún hefði alltaf haft dálæti á góðum listamönnum. Ungi daladrengurinn fór hjá sér. „Hvað er hún eiginlega að hugsa?" spurði ég sjálfan mig, enda alinn upp við að framámenn hegðuðu sér með sviplausari hætti. Þingmenn kjördæmisins hefðu til dæmis aldrei leyft sér slíkt látleysi. Seinna áttaði ég mig á að þessi manneskja, sem er með þeim almerkilegustu sem ég veit um, var að búa okkur undir breytta tíma þar sem bindisklæddir landsfeður færu ekki einir með tögl og hagldir. Mér varð hugsað til þessarar uppákomu í Tungunni mörgum árum síðar þegar ég króaði Katrínu Jakobsdóttur af á blaðamannavaktinni og spurði hvað verðandi menntamálaráðherra ætlaði að gera. Öll framkoma hennar bar þess merki að ég væri að ræða við gamla bekkjarsystur frekar en verðandi ráðherra. Ekki vottaði fyrir hinu gamaldags og hvimleiða landsföðurfasi sem hrjáir margar konur og menn sem nálgast hæstu metorð. Þar fékk ég því aftur að finna fyrir blæ breyttra tíma. Síðan þá hefur reyndar blásið byrlega í þessum efnum með nýju og ólíku fólki sem lætur til sín taka í stjórnmálum og gefur lítið fyrir landsföðurinn. Svei mér þá ef þetta er ekki stormur á við þann sem Hannes Hafstein orti um á sínum tíma. Nú velta sjálfstæðismenn því fyrir sér hvernig standi á því að fylgi flokksins hafi dalað eftir landsfund. Eflaust er einhver kjarnakona á við þær Katrínu og Vigdísi að benda þeim á að samkoma bindis- og kjólklæddra „landsfeðravonnabís" sé ekki vænleg til árangurs árið 2013. Sérstaklega ef fjallað er um fósturjörðina á sömu nótum og langafi gerði, þar sem hin kristna og einsleita þjóð býr sig undir hættuna sem steðjar að utan frá, rétt eins og skaðinn sem við völdum okkur sjálf sé skaðlaus. Eflaust eru þær að benda á erindisleysi flokks sem er að búa þjóðina undir framtíð sem fyrir löngu er liðin.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun