Listaverk á grunni gamals þvottahúss Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2013 15:30 Listakonan Katrín á vinnustofu sinni í New York, þar sem undirbúningur sýningu hennar í Feneyjum fór fram. Upphækkaður flötur, skreyttur í anda barokktímabilsins, verður framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum sem hefst 1. júní. Höfundurinn er Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður, sem svaraði símanum úti í Feneyjum. "Ég legg áherslu á teikningu, handverk og þátttöku áhorfandans í þessu verki,“ segir Katrín Sigurðardóttir um listaverkið sem hún er að setja upp fyrir Feneyjatvíæringinn og verður þar framlag Íslands. Það er flúraður flötur, um 90 fermetrar að stærð, sem sýningargestir eiga að stíga upp á. Þeir munu líka eiga kost á að skoða verkið ofan frá, af þaki byggingar. "Smíði verksins byrjaði í lok febrúar,“ segir Katrín. "Við erum komin svona hálfa leið og búumst við að ljúka mestum parti smíðinnar í lok apríl. Þetta er gífurlega stórt og viðamikið og þess vegna er mikilvægt að láta tímann vinna með sér.“ Hún starfar með býsna alþjóðlegu teymi að uppsetningunni. "Segja má að Danir, Íslendingar, Ítalir og Bandaríkjamenn leggist á eitt við að koma þessu saman,“ segir hún. Listaverkið stendur í byggingu sem er á reit gamals þvottahúss. "Verkið er bæði innandyra og utan- enda þolir það bæði vatn og vind og ætti að standast öll veður á Ítalíu, Íslandi og í Bandaríkjunum, þeim stöðum sem sýningar eru fyrirhugaðar á. Það er búið til úr styttugerðarefni sem notað er í utandyraskúlptúra,“ lýsir Katrín. En þola slík efni að gengið sé á þeim? "Já, já. Styttur eru gerðar til að þola að vera úti áratugum og árhundruðum saman,“ bendir hún á. "Þetta ákveðna efni hefur þó aldrei verið notað á þennan hátt en við höfum verið mjög ánægð með hversu vel það virðist henta þessu verki.“ Hluti af verkinu í íslenska skálanum Að Feneyjatvíæringnum loknum verður verkið sýnt í Listasafni Reykjavíkur og síðan í SculptureCenter í New York.Spurð hvort listaverkið sé þegar farið að vekja eftirtekt svarar Katrín: "Já, það er reyndar inni í hallargarði, sem þýðir að við erum ekki í alfaraleið fyrr en Tvíæringurinn verður opnaður. En ég vona að það eigi eftir að vekja jákvæða athygli.“ Vorið er varla komið í Feneyjum, að sögn Katrínar, sem nýtur þess að vera laus við bílaumferð. Hún er að bíða eftir báti meðan á samtalinu stendur og við kveðjumst þegar hann leggur að. Menning Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Sjá meira
Upphækkaður flötur, skreyttur í anda barokktímabilsins, verður framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum sem hefst 1. júní. Höfundurinn er Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður, sem svaraði símanum úti í Feneyjum. "Ég legg áherslu á teikningu, handverk og þátttöku áhorfandans í þessu verki,“ segir Katrín Sigurðardóttir um listaverkið sem hún er að setja upp fyrir Feneyjatvíæringinn og verður þar framlag Íslands. Það er flúraður flötur, um 90 fermetrar að stærð, sem sýningargestir eiga að stíga upp á. Þeir munu líka eiga kost á að skoða verkið ofan frá, af þaki byggingar. "Smíði verksins byrjaði í lok febrúar,“ segir Katrín. "Við erum komin svona hálfa leið og búumst við að ljúka mestum parti smíðinnar í lok apríl. Þetta er gífurlega stórt og viðamikið og þess vegna er mikilvægt að láta tímann vinna með sér.“ Hún starfar með býsna alþjóðlegu teymi að uppsetningunni. "Segja má að Danir, Íslendingar, Ítalir og Bandaríkjamenn leggist á eitt við að koma þessu saman,“ segir hún. Listaverkið stendur í byggingu sem er á reit gamals þvottahúss. "Verkið er bæði innandyra og utan- enda þolir það bæði vatn og vind og ætti að standast öll veður á Ítalíu, Íslandi og í Bandaríkjunum, þeim stöðum sem sýningar eru fyrirhugaðar á. Það er búið til úr styttugerðarefni sem notað er í utandyraskúlptúra,“ lýsir Katrín. En þola slík efni að gengið sé á þeim? "Já, já. Styttur eru gerðar til að þola að vera úti áratugum og árhundruðum saman,“ bendir hún á. "Þetta ákveðna efni hefur þó aldrei verið notað á þennan hátt en við höfum verið mjög ánægð með hversu vel það virðist henta þessu verki.“ Hluti af verkinu í íslenska skálanum Að Feneyjatvíæringnum loknum verður verkið sýnt í Listasafni Reykjavíkur og síðan í SculptureCenter í New York.Spurð hvort listaverkið sé þegar farið að vekja eftirtekt svarar Katrín: "Já, það er reyndar inni í hallargarði, sem þýðir að við erum ekki í alfaraleið fyrr en Tvíæringurinn verður opnaður. En ég vona að það eigi eftir að vekja jákvæða athygli.“ Vorið er varla komið í Feneyjum, að sögn Katrínar, sem nýtur þess að vera laus við bílaumferð. Hún er að bíða eftir báti meðan á samtalinu stendur og við kveðjumst þegar hann leggur að.
Menning Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Sjá meira