Fékk loks kjark til að sækja um Álfrún Pálsdóttir skrifar 13. mars 2013 06:00 Elsa María Jakobsdóttir er sammála því að auka þurfi hlut kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi. Hún er fyrsta íslenska konan sem kemst inn í leikstjóranámið í hinum eftirsótta skóla Den Danske Filmskole. Mynd/Þorbjörn Ingason „Inntökuskilyrðin og verkefnin voru heilmikil áskorun fyrir mig og ég hafði oft guggnað áður af því einu að lesa verkefnalistann á heimasíðu skólans,“ segir Elsa María Jakobsdóttir sem á dögunum varð ein af sex nemendum sem voru teknir inn í leikstjóranámið við Den Danske Filmskole. Námið er fjögurra ára nám í leikstjórn og voru sex nemendur teknir inn af 140 umsækjendum. Elsa segist ekki hafa búist við því að komast inn en auðvitað verið að vona, enda búin að undirbúa umsóknina í heilt ár. „Það hefði verið svekkjandi að komast ekki inn því ég lagði mikið á mig og inntökuferlið var taugatrekkjandi með vinnubúðum og svefnlausum nóttum. Svo var alltaf skorið niður eftir hvert próf. Svolítið eins og Hungurleikarnir í kvikmyndagerð,“ segir Elsa María, sem hefur nám í haust. „Í ljósi þess að leikstjóranámið er eitt það dýrasta sem danska ríkið kostar þá skil ég vel að inntökunefndin vilji þekkja umsækjendur inn og út og koma í veg fyrir að veðja á rangan hest. Mér skilst að einungis nám flughermanna í danska hernum sé kostnaðarsamara fyrir danska ríkið.“ Elsa María hefur verið búsett síðastliðin tvö ár í Kaupmannahöfn með löngum dvölum á Íslandi inn á milli. Hún hefur sinnt ýmsum verkefnum innan kvikmyndagerðar hjá Zik Zak kvikmyndum á síðastliðnum þremur árum. Þar áttaði hún sig á því að kvikmyndagerð er ekki geimvísindi og þorði að leyfa sér að langa að verða leikstjóri. „Þá loksins skildi ég að þetta snýst um að liggja eitthvað á hjarta, en ekki bara að vera æðislega klár á takkana. En ég þurfti spark í rassinn til að fá kjark til að sækja um,“ segir Elsa María og segir fyrrum samstarfskonu sína úr Kastljósi og fyrirmynd, Þóru Arnórsdóttur, hafa veitt sér innblástur. „Þegar hún tilkynnti um sitt forsetaframboð áttaði ég mig á því að fyrst hún þorir að koma út úr skápnum með jafn stóran draum og að langa að verða forseti þá hlýt ég að þora að verða kvikmyndaleikstjóri.“ Hlutur kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og Elsa fylgst vel með. Hún er sammála gagnrýninni og segir ástandið lítið skárra í Danmörku þar sem hlutur kvenna í handritun, leikstjórn og úthlutuðum styrkjum er einnig rýr. „Ég fékk gæsahúð ofan í tær að hlusta á ræðu Kristínar Jóhannesdóttur á Eddunni og hún blés mér kjark í brjóst á lokametrunum í inntökuferlinu. Það þarf svo sannarlega fleiri konur í kvikmyndagerð og að segja fleiri sögur út frá sjónarhóli og reynsluheimi kvenna. Skapa fyrirmyndir til að brjóta niður mýtuna um kvikmyndagerð sem eitthvað frátekið karlasvið.“ Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Inntökuskilyrðin og verkefnin voru heilmikil áskorun fyrir mig og ég hafði oft guggnað áður af því einu að lesa verkefnalistann á heimasíðu skólans,“ segir Elsa María Jakobsdóttir sem á dögunum varð ein af sex nemendum sem voru teknir inn í leikstjóranámið við Den Danske Filmskole. Námið er fjögurra ára nám í leikstjórn og voru sex nemendur teknir inn af 140 umsækjendum. Elsa segist ekki hafa búist við því að komast inn en auðvitað verið að vona, enda búin að undirbúa umsóknina í heilt ár. „Það hefði verið svekkjandi að komast ekki inn því ég lagði mikið á mig og inntökuferlið var taugatrekkjandi með vinnubúðum og svefnlausum nóttum. Svo var alltaf skorið niður eftir hvert próf. Svolítið eins og Hungurleikarnir í kvikmyndagerð,“ segir Elsa María, sem hefur nám í haust. „Í ljósi þess að leikstjóranámið er eitt það dýrasta sem danska ríkið kostar þá skil ég vel að inntökunefndin vilji þekkja umsækjendur inn og út og koma í veg fyrir að veðja á rangan hest. Mér skilst að einungis nám flughermanna í danska hernum sé kostnaðarsamara fyrir danska ríkið.“ Elsa María hefur verið búsett síðastliðin tvö ár í Kaupmannahöfn með löngum dvölum á Íslandi inn á milli. Hún hefur sinnt ýmsum verkefnum innan kvikmyndagerðar hjá Zik Zak kvikmyndum á síðastliðnum þremur árum. Þar áttaði hún sig á því að kvikmyndagerð er ekki geimvísindi og þorði að leyfa sér að langa að verða leikstjóri. „Þá loksins skildi ég að þetta snýst um að liggja eitthvað á hjarta, en ekki bara að vera æðislega klár á takkana. En ég þurfti spark í rassinn til að fá kjark til að sækja um,“ segir Elsa María og segir fyrrum samstarfskonu sína úr Kastljósi og fyrirmynd, Þóru Arnórsdóttur, hafa veitt sér innblástur. „Þegar hún tilkynnti um sitt forsetaframboð áttaði ég mig á því að fyrst hún þorir að koma út úr skápnum með jafn stóran draum og að langa að verða forseti þá hlýt ég að þora að verða kvikmyndaleikstjóri.“ Hlutur kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og Elsa fylgst vel með. Hún er sammála gagnrýninni og segir ástandið lítið skárra í Danmörku þar sem hlutur kvenna í handritun, leikstjórn og úthlutuðum styrkjum er einnig rýr. „Ég fékk gæsahúð ofan í tær að hlusta á ræðu Kristínar Jóhannesdóttur á Eddunni og hún blés mér kjark í brjóst á lokametrunum í inntökuferlinu. Það þarf svo sannarlega fleiri konur í kvikmyndagerð og að segja fleiri sögur út frá sjónarhóli og reynsluheimi kvenna. Skapa fyrirmyndir til að brjóta niður mýtuna um kvikmyndagerð sem eitthvað frátekið karlasvið.“
Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira