Skemmtilegt hliðarspor Trausti Júlíusson skrifar 21. mars 2013 12:00 Tónlist. Atoms For Peace. Amok. XL. Atoms For Peace er nýjasta verkefni Thoms Yorke söngvara Radiohead. Þetta er hljómsveit sem í eru auk hans þeir Nigel Godrich, upptökustjóri Radiohead, trommuleikarinn Joey Waronker, slagverksleikarinn Mauro Refosco og Flea, bassaleikari Red Hot Chili Peppers. Waronker hefur m.a. unnið með Beck og Refosco með Chili Peppers og David Byrne. Hljómsveitin var stofnuð árið 2009 til þess að fylgja eftir sólóplötu Thoms Yorke, The Eraser. Styrkleikar Amok eru flottir taktar og ferskur hljómur. Það eru bæði raftaktar, trommuleikur og slagverk og svo flottar bassalínur. Ofan á grunnana eru svo syntaslaufur og söngur Thoms Yorke. Platan fer langt á þessu, en vankantarnir eru helst til einhæfar lagasmíðar. Það hefði mátt þróa þær svolítið áfram. Á heildina litið er Amok skemmtilegt hliðarspor hjá Thom Yorke. Það er gaman að hækka vel í græjunum og fá taktana beint í æð, en lagasmíðarnar duga ekki alveg til að fylla heila plötu. Niðurstaða: Ferskir og flottir taktar frá Thom Yorke og félögum, en lagasmíðarnar hefðu mátt vera sterkari. Gagnrýni Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Tónlist. Atoms For Peace. Amok. XL. Atoms For Peace er nýjasta verkefni Thoms Yorke söngvara Radiohead. Þetta er hljómsveit sem í eru auk hans þeir Nigel Godrich, upptökustjóri Radiohead, trommuleikarinn Joey Waronker, slagverksleikarinn Mauro Refosco og Flea, bassaleikari Red Hot Chili Peppers. Waronker hefur m.a. unnið með Beck og Refosco með Chili Peppers og David Byrne. Hljómsveitin var stofnuð árið 2009 til þess að fylgja eftir sólóplötu Thoms Yorke, The Eraser. Styrkleikar Amok eru flottir taktar og ferskur hljómur. Það eru bæði raftaktar, trommuleikur og slagverk og svo flottar bassalínur. Ofan á grunnana eru svo syntaslaufur og söngur Thoms Yorke. Platan fer langt á þessu, en vankantarnir eru helst til einhæfar lagasmíðar. Það hefði mátt þróa þær svolítið áfram. Á heildina litið er Amok skemmtilegt hliðarspor hjá Thom Yorke. Það er gaman að hækka vel í græjunum og fá taktana beint í æð, en lagasmíðarnar duga ekki alveg til að fylla heila plötu. Niðurstaða: Ferskir og flottir taktar frá Thom Yorke og félögum, en lagasmíðarnar hefðu mátt vera sterkari.
Gagnrýni Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira