Vonandi nógu sjóaður Gunnþóra Guðmundsdóttir skrifar 23. mars 2013 07:00 Hluti af saumaklúbbnum. Hér situr Daði gegnt þeim Jóni Axel Björnssyni listmálara og Aðalsteini Ingólfssyni listfræðingi. Mynd/GVA Daði Guðbjörnsson listmálari sýnir nú í fyrsta sinn á Mokka þótt hann sitji þar til borðs á hverjum degi með öðrum séníum. Þar með rætist gamall draumur. "Ég er alltaf á Mokka í hádeginu. Það er hópur karla sem hittist þar – góður saumaklúbbur. Við saumum kannski ekki mikið nema þá hver að öðrum. Þarna eru þrír frambjóðendur til Alþingis, Aðalsteinn listfræðingur og alls konar séní. Einn er Jónas Viðar, myndlistarmaður að norðan. Við erum alltaf að reyna að gera hann að Sunnlendingi en það gengur illa, hann hefur svo einbeittan brotavilja." Daði hefur aldrei sýnt áður á Mokka þó hann sé þar kostgangari. "Ég ætlaði að sýna þar þegar ég var 16 ára en Hringur Jóhannesson listmálari bað mig að bíða aðeins með það. Nú er hann því miður farinn og ég næ ekki sambandi við hann en vona að ég sé orðinn nógu sjóaður." Hann kveðst alltaf vera að. "Eins og Tolli segir þá er þetta eins og á Vestfjarðatogurunum, ef stætt er á dekki þá hanga menn uppi. Ég er samt ekki alveg eins harður og Tolli." Sýningin heitir Eins og myndirnar á Mokka. Titillinn er sóttur í dægurlagatexta eftir Ragnar Jóhannesson. Myndirnar eru allar olíumálverk unnin á síðustu árum, að sögn Daða. "Ég geri í því að hafa ekkert þema í þessari sýningu heldur eru verkin hver úr sinni áttinni. Ég var með sýningu á Kjarvalsstöðum fyrir rúmu ári. Hún var hugsuð sem heild. Nú hvíli ég mig á öllu svoleiðis og er mjög frjálslegur. En þessi verk eru frekar lítil, búin að vera lengi í vinnslu og eru kannski svolítið fáguð, ég veit það ekki. Þau þola að minnsta kosti nálægð og passa vel á kaffihúsi."En eru þau til sölu? "Ef einhver á pening í kreppunni. Ég hef alltaf verið að selja venjulegu fólki, komst aldrei inn á útrásarvíkingamarkaðinn og í hina háu prísa." Daði kveðst hafa byrjað sem unglingur að mála en ekki gert ráð fyrir því þá að verða atvinnumálari mest alla ævina. "Ég hef lifað af listinni frá því ég var í skóla. Reyndar kenndi ég dálítið með framan af en síðari árin hef ég ekki unnið aðra vinnu. Ég er heldur ekki með stóra fjölskyldu og á skilningsríka konu, sem gerir þetta allt miklu auðveldara."Eitt verka Daða á sýningunni á Mokka.. Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Daði Guðbjörnsson listmálari sýnir nú í fyrsta sinn á Mokka þótt hann sitji þar til borðs á hverjum degi með öðrum séníum. Þar með rætist gamall draumur. "Ég er alltaf á Mokka í hádeginu. Það er hópur karla sem hittist þar – góður saumaklúbbur. Við saumum kannski ekki mikið nema þá hver að öðrum. Þarna eru þrír frambjóðendur til Alþingis, Aðalsteinn listfræðingur og alls konar séní. Einn er Jónas Viðar, myndlistarmaður að norðan. Við erum alltaf að reyna að gera hann að Sunnlendingi en það gengur illa, hann hefur svo einbeittan brotavilja." Daði hefur aldrei sýnt áður á Mokka þó hann sé þar kostgangari. "Ég ætlaði að sýna þar þegar ég var 16 ára en Hringur Jóhannesson listmálari bað mig að bíða aðeins með það. Nú er hann því miður farinn og ég næ ekki sambandi við hann en vona að ég sé orðinn nógu sjóaður." Hann kveðst alltaf vera að. "Eins og Tolli segir þá er þetta eins og á Vestfjarðatogurunum, ef stætt er á dekki þá hanga menn uppi. Ég er samt ekki alveg eins harður og Tolli." Sýningin heitir Eins og myndirnar á Mokka. Titillinn er sóttur í dægurlagatexta eftir Ragnar Jóhannesson. Myndirnar eru allar olíumálverk unnin á síðustu árum, að sögn Daða. "Ég geri í því að hafa ekkert þema í þessari sýningu heldur eru verkin hver úr sinni áttinni. Ég var með sýningu á Kjarvalsstöðum fyrir rúmu ári. Hún var hugsuð sem heild. Nú hvíli ég mig á öllu svoleiðis og er mjög frjálslegur. En þessi verk eru frekar lítil, búin að vera lengi í vinnslu og eru kannski svolítið fáguð, ég veit það ekki. Þau þola að minnsta kosti nálægð og passa vel á kaffihúsi."En eru þau til sölu? "Ef einhver á pening í kreppunni. Ég hef alltaf verið að selja venjulegu fólki, komst aldrei inn á útrásarvíkingamarkaðinn og í hina háu prísa." Daði kveðst hafa byrjað sem unglingur að mála en ekki gert ráð fyrir því þá að verða atvinnumálari mest alla ævina. "Ég hef lifað af listinni frá því ég var í skóla. Reyndar kenndi ég dálítið með framan af en síðari árin hef ég ekki unnið aðra vinnu. Ég er heldur ekki með stóra fjölskyldu og á skilningsríka konu, sem gerir þetta allt miklu auðveldara."Eitt verka Daða á sýningunni á Mokka..
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira