Val um draumóra eða kaldan veruleika Þorsteinn Pálsson skrifar 6. apríl 2013 06:00 Margir vænta snarprar málefnabaráttu þær þrjár vikur sem eftir lifa af kjörtímabilinu. Aðrir líta á þær sem biðtíma þar sem þeirri spurningu sé helst ósvarað hverja Framsóknarflokkurinn velur með sér í stjórn. Til þessa hefur Framsóknarflokkurinn ráðið dagskrá kosningaumræðunnar. Afleiðingin er sú að kosið verður um draumóra. Mörgum finnst greinilega meira skjól í þeim en köldum veruleikanum. Viðreisn þjóðarbúsins snýst hins vegar um að bæta samkeppnisstöðu þess. Framsóknarflokkurinn telur að gengisfelling sé eina nothæfa meðalið í þeim tilgangi. Í samræmi við það hefur flokkurinn haldið því fram að gengishrun krónunnar fyrir og eftir fall bankanna hafi verið sérstök gæfa íslensku þjóðarinnar. Flestir hagfræðingar hafa yfirgefið kenningar um áhrifamátt gengisfellinga til að bæta samkeppnisstöðu til lengri tíma. Frá því eru þó undantekningar sem Framsóknarflokkurinn vísar gjarnan til. Með gengishruninu 2008 rýrnuðu eignir heimila og fyrirtækja um nærri helming. Það gerðu launin líka. Á móti fengu álverin, útgerðin og ferðaþjónustan fleiri en verðminni íslenskar krónur í tekjur. Lífeyrissparnaður landsmanna var síðan varinn að hluta til með verðtryggðu krónunni, sem í raun er sérstök mynt. Í þessu öllu lá sjálfur galdur sjálfstæðs sveigjanlegs gjaldmiðils. Þetta hefur þó ekki dugað til að auka útflutningsverðmætin eins og kenningin gengur út á. Skuggahliðin á blessunaráhrifum gengisfellingarinnar eru greiðsluerfiðleikar heimilanna. Kosningagaldur Framsóknarflokksins felst í því að verja megi gæfuna sem gengisfellingin er sögð hafa fært sumum en jafnframt að eyða ógæfunni sem hún hefur valdið öðrum.Nýtt lausnarorð Þjóðin virðist kunna jafn vel að meta þessa hugsun og innistæðulausu lífskjörin fyrir hrun. En eðli gengisfellinga er að kollvarpa tilveruforsendum heimila sem borga alltaf brúsann. Nýja lausnarorðið er því: Gengisfelling án forsendubrests. Það er ástæðan fyrir því að Framsóknarflokkurinn lofar nú að endurgreiða hækkun á húsnæðislánum fimm ár aftur í tímann. Forsendubrestur námsfjárfestingar þykir hins vegar réttlætanlegur. Framsóknarflokkurinn telur að í engu hafi verið ofgert við útgerðina, álverin, ferðaþjónustuna og lífeyrissjóðina. Fyrir þá sök vill hann ekki taka neitt til baka frá þeim sem notið hafa þeirrar gæfu sem sögð er fylgja gengisfellingum. Þannig hefur Framsóknarflokkurinn réttilega bent á hvert óráð það var hjá ríkisstjórninni að taka gengisfellinguna af útgerðinni með auðlindaskattinum. Í fyrstu voru svör Framsóknarflokksins óskýr þegar spurt var hverjir ættu að borga brúsann. Talsmenn hans sögðust hafa dapra reynslu af því að útfæra kosningaloforð því stolt hinna flokkanna gerði þeim erfitt að kyngja því sem kæmi frá Framsóknarflokknum. Í þessu ljósi var ætlun Framsóknarflokksins að taka ákvörðunina um niðurfellingu skulda en gefa hinum flokkunum kost á að benda á lausnina. Þetta bar vitni um hógværð og hyggindi en dugði ekki. Þá var ekkert annað til ráða en að leysa frá skjóðunni: Erlendir kröfuhafar í þrotabú gömlu gjaldþrota bankanna eiga að tryggja samkeppnisstöðu landsins í stað heimilanna.Föt keisarans Pólitísk staða Framsóknarflokksins er orðin það sterk að hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Samfylkingin hafa afneitað þessu lausnarorði þó að þeir hafi að sönnu lýst miklum efasemdum. Það bendir til þess að báðir vilji nokkuð til vinna til að komast að ríkisstjórnarborðinu með Framsóknarflokknum. Af öllum mönnum er varaformaður VG einn um að tala eins og barnið í ævintýri H.C. Andersen, sem áhyggjulaust af áliti annarra á vitsmunum sínum og völdum sagði sem var að keisarinn væri ekki í fötum. Allir flokkar virðast vera sammála um að erlendu kröfuhafarnir meti lítils krónueignir sínar í gömlu bönkunum. En þá spyr varaformaður VG: Hvernig á að breyta því sem er einskis virði í verðmæti sem haldið geta uppi samkeppnisstöðu landsins í stað heimilanna? Einhver þarf þá að kaupa gömlu bankana á hærra verði en kröfuhafarnir vilja fá og leyfa ríkisvaldinu að færa mismuninn yfir á Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóðina sem þá geta endurgreitt heimilunum húsnæðislánin. Hvað sem því líður hangir stærsta kosningaloforð allra tíma á verðmiða sem Framsóknarflokkurinn vill ekki að verði birtur fyrr en eftir kosningar. Ef hinir flokkarnir myndu saman eða hver fyrir sig hafna fyrir kosningar ríkisstjórnarsamstarfi um draumóra fengju kjósendur alltént val um tvennt: Draumóra eða átök við kaldan veruleikann. Þau eru þrátt fyrir allt líklegri til að bæta samkeppnisstöðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun
Margir vænta snarprar málefnabaráttu þær þrjár vikur sem eftir lifa af kjörtímabilinu. Aðrir líta á þær sem biðtíma þar sem þeirri spurningu sé helst ósvarað hverja Framsóknarflokkurinn velur með sér í stjórn. Til þessa hefur Framsóknarflokkurinn ráðið dagskrá kosningaumræðunnar. Afleiðingin er sú að kosið verður um draumóra. Mörgum finnst greinilega meira skjól í þeim en köldum veruleikanum. Viðreisn þjóðarbúsins snýst hins vegar um að bæta samkeppnisstöðu þess. Framsóknarflokkurinn telur að gengisfelling sé eina nothæfa meðalið í þeim tilgangi. Í samræmi við það hefur flokkurinn haldið því fram að gengishrun krónunnar fyrir og eftir fall bankanna hafi verið sérstök gæfa íslensku þjóðarinnar. Flestir hagfræðingar hafa yfirgefið kenningar um áhrifamátt gengisfellinga til að bæta samkeppnisstöðu til lengri tíma. Frá því eru þó undantekningar sem Framsóknarflokkurinn vísar gjarnan til. Með gengishruninu 2008 rýrnuðu eignir heimila og fyrirtækja um nærri helming. Það gerðu launin líka. Á móti fengu álverin, útgerðin og ferðaþjónustan fleiri en verðminni íslenskar krónur í tekjur. Lífeyrissparnaður landsmanna var síðan varinn að hluta til með verðtryggðu krónunni, sem í raun er sérstök mynt. Í þessu öllu lá sjálfur galdur sjálfstæðs sveigjanlegs gjaldmiðils. Þetta hefur þó ekki dugað til að auka útflutningsverðmætin eins og kenningin gengur út á. Skuggahliðin á blessunaráhrifum gengisfellingarinnar eru greiðsluerfiðleikar heimilanna. Kosningagaldur Framsóknarflokksins felst í því að verja megi gæfuna sem gengisfellingin er sögð hafa fært sumum en jafnframt að eyða ógæfunni sem hún hefur valdið öðrum.Nýtt lausnarorð Þjóðin virðist kunna jafn vel að meta þessa hugsun og innistæðulausu lífskjörin fyrir hrun. En eðli gengisfellinga er að kollvarpa tilveruforsendum heimila sem borga alltaf brúsann. Nýja lausnarorðið er því: Gengisfelling án forsendubrests. Það er ástæðan fyrir því að Framsóknarflokkurinn lofar nú að endurgreiða hækkun á húsnæðislánum fimm ár aftur í tímann. Forsendubrestur námsfjárfestingar þykir hins vegar réttlætanlegur. Framsóknarflokkurinn telur að í engu hafi verið ofgert við útgerðina, álverin, ferðaþjónustuna og lífeyrissjóðina. Fyrir þá sök vill hann ekki taka neitt til baka frá þeim sem notið hafa þeirrar gæfu sem sögð er fylgja gengisfellingum. Þannig hefur Framsóknarflokkurinn réttilega bent á hvert óráð það var hjá ríkisstjórninni að taka gengisfellinguna af útgerðinni með auðlindaskattinum. Í fyrstu voru svör Framsóknarflokksins óskýr þegar spurt var hverjir ættu að borga brúsann. Talsmenn hans sögðust hafa dapra reynslu af því að útfæra kosningaloforð því stolt hinna flokkanna gerði þeim erfitt að kyngja því sem kæmi frá Framsóknarflokknum. Í þessu ljósi var ætlun Framsóknarflokksins að taka ákvörðunina um niðurfellingu skulda en gefa hinum flokkunum kost á að benda á lausnina. Þetta bar vitni um hógværð og hyggindi en dugði ekki. Þá var ekkert annað til ráða en að leysa frá skjóðunni: Erlendir kröfuhafar í þrotabú gömlu gjaldþrota bankanna eiga að tryggja samkeppnisstöðu landsins í stað heimilanna.Föt keisarans Pólitísk staða Framsóknarflokksins er orðin það sterk að hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Samfylkingin hafa afneitað þessu lausnarorði þó að þeir hafi að sönnu lýst miklum efasemdum. Það bendir til þess að báðir vilji nokkuð til vinna til að komast að ríkisstjórnarborðinu með Framsóknarflokknum. Af öllum mönnum er varaformaður VG einn um að tala eins og barnið í ævintýri H.C. Andersen, sem áhyggjulaust af áliti annarra á vitsmunum sínum og völdum sagði sem var að keisarinn væri ekki í fötum. Allir flokkar virðast vera sammála um að erlendu kröfuhafarnir meti lítils krónueignir sínar í gömlu bönkunum. En þá spyr varaformaður VG: Hvernig á að breyta því sem er einskis virði í verðmæti sem haldið geta uppi samkeppnisstöðu landsins í stað heimilanna? Einhver þarf þá að kaupa gömlu bankana á hærra verði en kröfuhafarnir vilja fá og leyfa ríkisvaldinu að færa mismuninn yfir á Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóðina sem þá geta endurgreitt heimilunum húsnæðislánin. Hvað sem því líður hangir stærsta kosningaloforð allra tíma á verðmiða sem Framsóknarflokkurinn vill ekki að verði birtur fyrr en eftir kosningar. Ef hinir flokkarnir myndu saman eða hver fyrir sig hafna fyrir kosningar ríkisstjórnarsamstarfi um draumóra fengju kjósendur alltént val um tvennt: Draumóra eða átök við kaldan veruleikann. Þau eru þrátt fyrir allt líklegri til að bæta samkeppnisstöðuna.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun