Golfið er alltaf númer eitt Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. apríl 2013 11:30 Græni jakkinn kallar á gríðarlega athygli Bubba Watson vann Masters-mótið í fyrra og hér sést hann mæta í viðtal í þætti David Letterman. nordicphotos/Getty Bubba Watson vann Masters-mótið í fyrra og leitaði sér ráða um hvernig best væri að vinna með alla athyglina frá aðdáendum og fjölmiðlum. Bandaríski kylfingurinn Bubba Watson á titil að verja á Augusta National-vellinum á Masters-mótinu. Hann vann mótið í fyrra eftir bráðabana við Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Watson sló ótrúlegu höggi úr vonlausri stöðu inn á flöt á annarri holu bráðabanans og tryggði sér sigur. Höggið er talið eitt það ótrúlegasta í sögu golfsins en Watson náði að láta boltann taka nánast 90 gráðu vinkilbeygju og inn á flöt í fuglafæri eftir að hafa verið umkringdur trjám. Watson er einn af skemmtilegri kylfingum á PGA-mótaröðinni. Hann er ærslafullur bæði innan vallar sem utan og leikur hans er ólíkur leik flestra. Þótt alla dreymi um að vinna risamót fylgir því oft aukin athygli og í íþróttum getur það haft slæm áhrif á frammistöðu. Watson hefur fundið fyrir athyglinni„Ég leitaði til nokkurra leikmanna eins og Graeme McDowell, (Rory) McIlroy, spurði Tiger og fleiri ráða. Ég spurði hvernig maður ætti að höndla alla þessa athygli frá aðdáendum og fjölmiðlum? Allt verður þetta til þess að maður fjarlægist golfið,“ segir Watson. Það varð honum kannski til happs að hann og eiginkona hans, Angie, ættleiddu á sama tíma son og því fór mikill tími hjá Watson í að annast nýjasta fjölskyldumeðliminn. „Ég sleppti nokkrum mótum eftir að við eignuðumst Caleb. Ég náði þar með að slaka á með fjölskyldunni og endurstilla mig.“ Golfið í fyrsta sætiðWatson hefur ekki unnið mót síðan hann sigraði á Masters fyrir ári. Hann hefur lítinn áhuga á því að falla í gleymsku sem kylfingur sem sigraði bara á einu risamóti. „Ég vil ekki verða þekktur fyrir að hafa unnið eitt mót. Ég ætla mér stærri hluti en það,“ segir Watson. Hann gæti vel orðið fjórði kylfingurinn í sögu Masters-mótsins til að verja titil sinn um helgina. Jack Nicklaus, Nick Faldo og Tiger Woods hafa afrekað það. Þó að Watson hafi ekki leiðst að sýna sig í spjallþáttum í græna jakkanum eftir sigurinn á síðasta ári heldur hann báðum fótum á jörðinni. „Umboðsmaðurinn minn gaf mér gott ráð strax eftir sigurinn á Masters. Hann ráðlagði mér að setja golfið í fyrsta sætið. Við sögðum nei við mörgum beiðnum frá fjölmiðlum. Bubba Watson er fyrst og fremst kylfingur, höfðum þetta einfalt og golf var alltaf númer eitt.“ Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Sjá meira
Bubba Watson vann Masters-mótið í fyrra og leitaði sér ráða um hvernig best væri að vinna með alla athyglina frá aðdáendum og fjölmiðlum. Bandaríski kylfingurinn Bubba Watson á titil að verja á Augusta National-vellinum á Masters-mótinu. Hann vann mótið í fyrra eftir bráðabana við Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Watson sló ótrúlegu höggi úr vonlausri stöðu inn á flöt á annarri holu bráðabanans og tryggði sér sigur. Höggið er talið eitt það ótrúlegasta í sögu golfsins en Watson náði að láta boltann taka nánast 90 gráðu vinkilbeygju og inn á flöt í fuglafæri eftir að hafa verið umkringdur trjám. Watson er einn af skemmtilegri kylfingum á PGA-mótaröðinni. Hann er ærslafullur bæði innan vallar sem utan og leikur hans er ólíkur leik flestra. Þótt alla dreymi um að vinna risamót fylgir því oft aukin athygli og í íþróttum getur það haft slæm áhrif á frammistöðu. Watson hefur fundið fyrir athyglinni„Ég leitaði til nokkurra leikmanna eins og Graeme McDowell, (Rory) McIlroy, spurði Tiger og fleiri ráða. Ég spurði hvernig maður ætti að höndla alla þessa athygli frá aðdáendum og fjölmiðlum? Allt verður þetta til þess að maður fjarlægist golfið,“ segir Watson. Það varð honum kannski til happs að hann og eiginkona hans, Angie, ættleiddu á sama tíma son og því fór mikill tími hjá Watson í að annast nýjasta fjölskyldumeðliminn. „Ég sleppti nokkrum mótum eftir að við eignuðumst Caleb. Ég náði þar með að slaka á með fjölskyldunni og endurstilla mig.“ Golfið í fyrsta sætiðWatson hefur ekki unnið mót síðan hann sigraði á Masters fyrir ári. Hann hefur lítinn áhuga á því að falla í gleymsku sem kylfingur sem sigraði bara á einu risamóti. „Ég vil ekki verða þekktur fyrir að hafa unnið eitt mót. Ég ætla mér stærri hluti en það,“ segir Watson. Hann gæti vel orðið fjórði kylfingurinn í sögu Masters-mótsins til að verja titil sinn um helgina. Jack Nicklaus, Nick Faldo og Tiger Woods hafa afrekað það. Þó að Watson hafi ekki leiðst að sýna sig í spjallþáttum í græna jakkanum eftir sigurinn á síðasta ári heldur hann báðum fótum á jörðinni. „Umboðsmaðurinn minn gaf mér gott ráð strax eftir sigurinn á Masters. Hann ráðlagði mér að setja golfið í fyrsta sætið. Við sögðum nei við mörgum beiðnum frá fjölmiðlum. Bubba Watson er fyrst og fremst kylfingur, höfðum þetta einfalt og golf var alltaf númer eitt.“
Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Sjá meira
Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00
14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30
Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30