14 ára undrabarn leikur á Masters Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. apríl 2013 10:30 Tianlang Guan tekur þátt í Mastersmótinu í ár og setur með því nýtt met. Nordicphotos/Getty Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. Guan Tianlang vann sér inn keppnisrétt í mótinu með því að sigra á Opna asíska áhugamannamótinu en helstu áhugamannameistarar fá boð í mótið. Guan mætti á Augusta National fyrir þremur vikum og hefur æft stíft í aðdraganda mótsins. Guan lék á mánudag níu holur með Tiger Woods og var besti kylfingur heims heillaður af kínverska undrabarninu. Woods sagði að leikur Guan og ákvörðunartaka væri líkari því sem er hjá kylfingi við þrítugsaldur en hjá unglingi frá Kína. Guan hefur engu að tapa og allt að vinna á Masters-mótinu. Sökum aldurs hefur hann ekki sama líkamlega styrk og flestir mótherjar hans í mótinu. Hann slær talsvert styttra en þeir bestu en er með mjög gott stutta spil sem mun hjálpa honum. „Það verður smá pressa á mér en ég ætla ekki að setja of mikla pressu á sjálfan mig. Ég ætla að njóta þess að að spila á Masters-mótinu,“ segir Guan. Hann mun slá við meti Ítalans Matteo Manassero sem var 16 ára þegar hann lék á Masters fyrir þremur árum. „Ég hef sjálfstraust og veit að ég get spilað vel. Ég ætla að spila minn eigin leik eins og ég er vanur. Ég mun ekki fara fram úr sjálfum mér,“ segir Guan. Það er í raun stórkostlegt afrek að Guan skuli vera að fara að leika á Masters-mótinu. Guan er greinilega gríðarlega efnilegur kylfingur og hver veit nema að hann slái í gegn á mótinu í ár. Alveg sama hver árangur hans verður þá er nafn hans komið til að vera í sögubókunum á Augusta National. Hvað varst þú að gera þegar þú varst 14 ára?Sportið á Vísi er komið á Facebook. Vertu með. Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira
Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. Guan Tianlang vann sér inn keppnisrétt í mótinu með því að sigra á Opna asíska áhugamannamótinu en helstu áhugamannameistarar fá boð í mótið. Guan mætti á Augusta National fyrir þremur vikum og hefur æft stíft í aðdraganda mótsins. Guan lék á mánudag níu holur með Tiger Woods og var besti kylfingur heims heillaður af kínverska undrabarninu. Woods sagði að leikur Guan og ákvörðunartaka væri líkari því sem er hjá kylfingi við þrítugsaldur en hjá unglingi frá Kína. Guan hefur engu að tapa og allt að vinna á Masters-mótinu. Sökum aldurs hefur hann ekki sama líkamlega styrk og flestir mótherjar hans í mótinu. Hann slær talsvert styttra en þeir bestu en er með mjög gott stutta spil sem mun hjálpa honum. „Það verður smá pressa á mér en ég ætla ekki að setja of mikla pressu á sjálfan mig. Ég ætla að njóta þess að að spila á Masters-mótinu,“ segir Guan. Hann mun slá við meti Ítalans Matteo Manassero sem var 16 ára þegar hann lék á Masters fyrir þremur árum. „Ég hef sjálfstraust og veit að ég get spilað vel. Ég ætla að spila minn eigin leik eins og ég er vanur. Ég mun ekki fara fram úr sjálfum mér,“ segir Guan. Það er í raun stórkostlegt afrek að Guan skuli vera að fara að leika á Masters-mótinu. Guan er greinilega gríðarlega efnilegur kylfingur og hver veit nema að hann slái í gegn á mótinu í ár. Alveg sama hver árangur hans verður þá er nafn hans komið til að vera í sögubókunum á Augusta National. Hvað varst þú að gera þegar þú varst 14 ára?Sportið á Vísi er komið á Facebook. Vertu með.
Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira
Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00