Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. apríl 2013 09:00 Tiger hefur fjórum sinnum klæðst græna jakkanum. Nordicphotos/Getty Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. Woods mun þó líklegast ekki viðurkenna að hann sé aftur orðinn sá besti í heimi fyrr en 15. risatitillinn er kominn í hús. Woods var á tímabili nánast ósigrandi og er eini kylfingurinn í sögu golfsins sem hefur verið handhafi allra fjögurra risamótanna á sama tíma. Ferill Woods tók hins vegar væna dýfu eftir að upp komst um vafasöm mál í einkalífi hans í lok árs 2009. Eiginkonan fór frá honum og algjör brotlending varð á golfvellinum. Woods hefur unnið sig til baka síðustu tvö ár og nú hillir undir endurkomu Woods sem sigurvegara í risamóti á ný. Síðast fagnaði Woods sigri á Opna bandaríska meistaramótinu fyrir fimm árum, en það var hans 14. sigur í risamóti. Það sem helst hefur breyst frá síðasta ári er að Woods er heilsuhraustur. Hann hefur verið plagaður af meiðslum síðustu tvö ár sem urðu til þess að Woods gat ekki æft af þeim krafti sem hann er vanur. Í ár hefur Woods verið meiðslalaus og telur hann það vera lykilinn að góðum árangri þessa fyrstu mánuði ársins.Tiger Woods er aftur kominn í efsta sæti heimslistans og er farinn að líkjast sér sjálfum á ný eftir nokkur erfið ár. Það bíða því margir spenntir eftir því hvort honum takist að klæðast græna jakkanum í fimmta sinn, en hann vann Mastersmótið í fjórða sinn árið 2005. nordicphotos/Getty„Það eru liðin ár síðan ég gat slegið og æft eins mikið og ég geri í dag. Ég er að nálgast mitt besta form. Ég er mjög ánægður með að þau högg sem ég átti í erfiðleikum með í fyrra eru nú orðin mín sterkari hlið. Ég þarf að auka stöðugleikann því góðu höggin verða sífellt betri,“ segir Woods. Þegar Woods var upp á sitt besta var enginn kylfingur honum fremri í stutta spilinu. Það er einmitt sá leikur golfsins sem hefur brugðist honum á síðustu árum en ef marka má frammistöðu hans í undanförnum mótum þá hefur Woods farið mikið fram á flötunum. „Í þeim þremur mótum sem ég hef unnið í ár hef ég púttað mjög vel. Það hjálpar svo sannarlega. Það er eitt að pútta vel á æfingaflötinni heima og annað á sunnudegi í risamóti,“ segir Woods. Þessi 37 ára kylfingur er einn sá sigursælasti frá upphafi. Markmið Woods er þó að verða sá besti frá upphafi. Til þess að hljóta þann titil verður Woods að ná meti Jacks Nicklaus yfir flesta sigra í risamóti. Nicklaus sigraði í 18 risamótum á mögnuðum ferli og Woods er fjórum sigrum þar á eftir. „Ég vil sigra á fleiri en fjórum risamótum í viðbót – ég vil slá met Nicklaus,“ segir Woods. Það kemur svo í ljós á sunnudag hvort hann verður einu skrefi nær því markmiði.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Vertu með. Golf Tengdar fréttir Tiger: Rory er minn helsti keppinautur Þó svo Norður-Írinn Rory McIlroy vilji sem minnst gera úr því að hann og Tiger Woods séu orðnir aðalkeppinautar segir Tiger að hann líti á McIlroy sem sinn helsta keppinaut. 10. apríl 2013 17:15 Titlaleysi Tiger kom Nicklaus í opna skjöldu Það kom Jack Nicklaus á óvart að heyra að bið Tiger Woods eftir sigri á risamóti í golfi væri orðin fimm ára löng. Goðsögnin telur þó öruggt að Tiger muni ná meti sínu áður en langt um líður. 10. apríl 2013 07:50 Ég er ekki í sama klassa og Tiger Fyrsta stórmót ársins, Masters-mótið, hefst á Augusta-vellinum á morgun. Mikil spenna er líkt og venjulega fyrir mótinu. Flestra augu beinast að Nike-félögunum Tiger Woods og Rory McIlroy. Fjölmiðlar hafa reynt að stilla þeim upp sem helstu keppinautum fyrir mótið en Norður-Írinn McIlroy hefur reynt að draga úr öllu slíku tali. 10. apríl 2013 15:00 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira
Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. Woods mun þó líklegast ekki viðurkenna að hann sé aftur orðinn sá besti í heimi fyrr en 15. risatitillinn er kominn í hús. Woods var á tímabili nánast ósigrandi og er eini kylfingurinn í sögu golfsins sem hefur verið handhafi allra fjögurra risamótanna á sama tíma. Ferill Woods tók hins vegar væna dýfu eftir að upp komst um vafasöm mál í einkalífi hans í lok árs 2009. Eiginkonan fór frá honum og algjör brotlending varð á golfvellinum. Woods hefur unnið sig til baka síðustu tvö ár og nú hillir undir endurkomu Woods sem sigurvegara í risamóti á ný. Síðast fagnaði Woods sigri á Opna bandaríska meistaramótinu fyrir fimm árum, en það var hans 14. sigur í risamóti. Það sem helst hefur breyst frá síðasta ári er að Woods er heilsuhraustur. Hann hefur verið plagaður af meiðslum síðustu tvö ár sem urðu til þess að Woods gat ekki æft af þeim krafti sem hann er vanur. Í ár hefur Woods verið meiðslalaus og telur hann það vera lykilinn að góðum árangri þessa fyrstu mánuði ársins.Tiger Woods er aftur kominn í efsta sæti heimslistans og er farinn að líkjast sér sjálfum á ný eftir nokkur erfið ár. Það bíða því margir spenntir eftir því hvort honum takist að klæðast græna jakkanum í fimmta sinn, en hann vann Mastersmótið í fjórða sinn árið 2005. nordicphotos/Getty„Það eru liðin ár síðan ég gat slegið og æft eins mikið og ég geri í dag. Ég er að nálgast mitt besta form. Ég er mjög ánægður með að þau högg sem ég átti í erfiðleikum með í fyrra eru nú orðin mín sterkari hlið. Ég þarf að auka stöðugleikann því góðu höggin verða sífellt betri,“ segir Woods. Þegar Woods var upp á sitt besta var enginn kylfingur honum fremri í stutta spilinu. Það er einmitt sá leikur golfsins sem hefur brugðist honum á síðustu árum en ef marka má frammistöðu hans í undanförnum mótum þá hefur Woods farið mikið fram á flötunum. „Í þeim þremur mótum sem ég hef unnið í ár hef ég púttað mjög vel. Það hjálpar svo sannarlega. Það er eitt að pútta vel á æfingaflötinni heima og annað á sunnudegi í risamóti,“ segir Woods. Þessi 37 ára kylfingur er einn sá sigursælasti frá upphafi. Markmið Woods er þó að verða sá besti frá upphafi. Til þess að hljóta þann titil verður Woods að ná meti Jacks Nicklaus yfir flesta sigra í risamóti. Nicklaus sigraði í 18 risamótum á mögnuðum ferli og Woods er fjórum sigrum þar á eftir. „Ég vil sigra á fleiri en fjórum risamótum í viðbót – ég vil slá met Nicklaus,“ segir Woods. Það kemur svo í ljós á sunnudag hvort hann verður einu skrefi nær því markmiði.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Vertu með.
Golf Tengdar fréttir Tiger: Rory er minn helsti keppinautur Þó svo Norður-Írinn Rory McIlroy vilji sem minnst gera úr því að hann og Tiger Woods séu orðnir aðalkeppinautar segir Tiger að hann líti á McIlroy sem sinn helsta keppinaut. 10. apríl 2013 17:15 Titlaleysi Tiger kom Nicklaus í opna skjöldu Það kom Jack Nicklaus á óvart að heyra að bið Tiger Woods eftir sigri á risamóti í golfi væri orðin fimm ára löng. Goðsögnin telur þó öruggt að Tiger muni ná meti sínu áður en langt um líður. 10. apríl 2013 07:50 Ég er ekki í sama klassa og Tiger Fyrsta stórmót ársins, Masters-mótið, hefst á Augusta-vellinum á morgun. Mikil spenna er líkt og venjulega fyrir mótinu. Flestra augu beinast að Nike-félögunum Tiger Woods og Rory McIlroy. Fjölmiðlar hafa reynt að stilla þeim upp sem helstu keppinautum fyrir mótið en Norður-Írinn McIlroy hefur reynt að draga úr öllu slíku tali. 10. apríl 2013 15:00 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira
Tiger: Rory er minn helsti keppinautur Þó svo Norður-Írinn Rory McIlroy vilji sem minnst gera úr því að hann og Tiger Woods séu orðnir aðalkeppinautar segir Tiger að hann líti á McIlroy sem sinn helsta keppinaut. 10. apríl 2013 17:15
Titlaleysi Tiger kom Nicklaus í opna skjöldu Það kom Jack Nicklaus á óvart að heyra að bið Tiger Woods eftir sigri á risamóti í golfi væri orðin fimm ára löng. Goðsögnin telur þó öruggt að Tiger muni ná meti sínu áður en langt um líður. 10. apríl 2013 07:50
Ég er ekki í sama klassa og Tiger Fyrsta stórmót ársins, Masters-mótið, hefst á Augusta-vellinum á morgun. Mikil spenna er líkt og venjulega fyrir mótinu. Flestra augu beinast að Nike-félögunum Tiger Woods og Rory McIlroy. Fjölmiðlar hafa reynt að stilla þeim upp sem helstu keppinautum fyrir mótið en Norður-Írinn McIlroy hefur reynt að draga úr öllu slíku tali. 10. apríl 2013 15:00