Leiklistarbakterían fjölskylduveira Álfrún Pálsdóttir skrifar 24. apríl 2013 07:00 Róbert Óliver Gíslason hefur smitast af leiklistarbakteríunni frá foreldrum sínum, Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnari Jónssyni, en hann heldur til Los Angeles í leiklistarnám í haust. Fréttablaðið/Stefán „Ég ætlaði aldrei að verða leikari og stóð fastur á þeirri ákvörðun minni þangað til fyrir tveimur árum,“ segir hinn tvítugi Róbert Óliver Gíslason, sem hefur fengið inngöngu í hinn virta leiklistarskóla Stella Adler, Academy of Acting and Theater, í Los Angeles. Róbert heldur út í ágúst en námið er þriggja ára BA-nám. Hann ætlaði aldrei að leiðast út á leiklistarbrautina þrátt fyrir að vera kominn af mikilli leiklistarfjölskyldu. Foreldrar hans eru leiklistarfólkið Edda Björgvinsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson og bróðir hans er leikarinn Björgvin Frans Gíslason. „Ég hef verið spurður svona átta billjón sinnum yfir ævina hvort ég ætli ekki að feta í fótspor fjölskyldunnar en alltaf neitað. Svo fyrir svona tveimur árum skráði ég mig á leiklistarnámskeið og þá varð ekki aftur snúið. Held að ég geti ekki flúið þetta lengur,“ segir Róbert, sem vinnur sem vaktstjóri á Tokyo Sushi í Glæsibæ. „Foreldrar mínir eru voða spenntir fyrir mína hönd þó að þetta hafi komið þeim svolítið á óvart.“ Í skólanum fetar Róbert í fótspor heimþekktra leikara á borð við Marlon Brando, Robert De Niro og Sölmu Hayek. Ekki er hefðbundið inntökuferli inn í skólann en Róbert segir fyrsta árið vera í raun eitt stórt inntökupróf. „Maður þarf að vera á tánum allan tímann því að skólinn getur rekið mann eftir fyrsta árið. Ég hef farið í eitt viðtal í gegnum Skype en þar var í raun bara verið að athuga með tungumálið,“ segir Róbert sem er með bandaríska hreiminn á hreinu þar sem hann dvaldi eitt ár með föður sínum í Bandaríkjunum þegar hann var 14 ára. „Bróðir minn er búsettur með fjölskyldu sinni í Minneapolis en það er fínt að vita af honum þarna því að ég fer út einn.“ Róbert hefur talað inn á um 300 barnaþætti um Dodda í Leikfangalandi. Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég ætlaði aldrei að verða leikari og stóð fastur á þeirri ákvörðun minni þangað til fyrir tveimur árum,“ segir hinn tvítugi Róbert Óliver Gíslason, sem hefur fengið inngöngu í hinn virta leiklistarskóla Stella Adler, Academy of Acting and Theater, í Los Angeles. Róbert heldur út í ágúst en námið er þriggja ára BA-nám. Hann ætlaði aldrei að leiðast út á leiklistarbrautina þrátt fyrir að vera kominn af mikilli leiklistarfjölskyldu. Foreldrar hans eru leiklistarfólkið Edda Björgvinsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson og bróðir hans er leikarinn Björgvin Frans Gíslason. „Ég hef verið spurður svona átta billjón sinnum yfir ævina hvort ég ætli ekki að feta í fótspor fjölskyldunnar en alltaf neitað. Svo fyrir svona tveimur árum skráði ég mig á leiklistarnámskeið og þá varð ekki aftur snúið. Held að ég geti ekki flúið þetta lengur,“ segir Róbert, sem vinnur sem vaktstjóri á Tokyo Sushi í Glæsibæ. „Foreldrar mínir eru voða spenntir fyrir mína hönd þó að þetta hafi komið þeim svolítið á óvart.“ Í skólanum fetar Róbert í fótspor heimþekktra leikara á borð við Marlon Brando, Robert De Niro og Sölmu Hayek. Ekki er hefðbundið inntökuferli inn í skólann en Róbert segir fyrsta árið vera í raun eitt stórt inntökupróf. „Maður þarf að vera á tánum allan tímann því að skólinn getur rekið mann eftir fyrsta árið. Ég hef farið í eitt viðtal í gegnum Skype en þar var í raun bara verið að athuga með tungumálið,“ segir Róbert sem er með bandaríska hreiminn á hreinu þar sem hann dvaldi eitt ár með föður sínum í Bandaríkjunum þegar hann var 14 ára. „Bróðir minn er búsettur með fjölskyldu sinni í Minneapolis en það er fínt að vita af honum þarna því að ég fer út einn.“ Róbert hefur talað inn á um 300 barnaþætti um Dodda í Leikfangalandi.
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira