Yrkir um fugla, fótbolta og blaðasöluárin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2013 15:30 Auðunn Gestsson Fyrrverandi blaðasali og núverandi ljóðskáld. Mynd/GVA Það hefur verið nóg að gera hjá Auðuni Gestssyni síðustu daga. Hann hefur tekið þátt í hátíðinni List án landamæra af lífi og sál og lesið upp úr nýju ljóðabókinni sinni, Ljóðin mín. Hún var gefin út í tilefni sjötíu og fimm ára afmælis hans í febrúar og birtir fallega sýn hans á heiminn. Gunna, frænka Auðuns, er í heimsókn þegar blaðamaður bankar upp á hjá honum í vistlegu sambýli á Vesturbrún. Þar hefur hann stórt herbergi og einstaklega snyrtilegt. Íslenski fótboltinn er í uppáhaldi og litlir búningar helstu liðanna eru nældir upp á töflu. Fallegt fjallamálverk eftir hann sjálfan er ofan við skrifborðið og mynd af honum og vini hans Emil í Kattholti líka. „Við Emil erum tvíburabræður,“ segir Auðunn sposkur og fer með langa sögu um það þegar hann fór í heimsókn í Smálöndin sem lítill strákur og Emil faðmaði hann að sér en pabbinn dæsti og sagði: „Oh, er nú kominn annar prakkari í Kattholt.“ Flatey á Breiðafirði eru æskuslóðir Auðuns. Hann var einn af sjö systkinum en var kornungur þegar hann missti mömmu sína. Þá tók stóra systir hans Gerður við og hjá henni bjó hann þar til fyrir fjórum árum. Hann fór síðast til Flateyjar ekki alls fyrir löngu en saknaði bæði sjónvarpsins og þess að fá ekki blöðin daglega. Auðunn á margar minningar úr blaðasölunni. Hann bar blöðin niður Laugaveginn og átti sína föstu viðskiptavini. „Ég var oft hjá Pósthúsinu niðri í bæ og líka nálægt Dómkirkjunni, þar seldi ég þingmönnunum blöð. Ég þekkti þá alla. En ég tók hornið hans Óla við Apótekið þegar hann hætti og leyfði blaðsölukrökkunum líka að vera hjá mér.“ Hann segir víetnömsku krakkana hafa verið sérstaka vini sína. Auðunn klippir úr blöðunum greinar og myndir um íslenska boltann. Líka fuglamyndir. Öllu raðar hann snyrtilega í skúffur. „Ég fór beint í fótboltann þegar ég kom til Reykjavíkur. Hélt mikið með Þrótturum en er gamall Víkingur og einu sinni hélt ég líka með KR.“ Hann kveðst hafa fengið treyjur margra liða í jóla-og afmælisgjafir og klæðast þeim þegar við á. Uppi á vegg hanga medalíur frá Vísi og í glugganum eru bikarar, einn fékk hann þegar hann var kjörinn blaðakóngur og annan hlaut hann fyrir frammistöðu í skák hjá DV. Eftir blaðasöluárin fór Auðunn að dvelja í Lækjarási hluta úr degi og fást þar við ýmis verkefni. Listrænir hæfileikar komu þá líka betur í ljós og hann fór að yrkja og mála. Ljóðabókin hans er uppseld í bili en ný prentun væntanleg. „Svo ætla ég að gefa út aðra bók í haust,“ segir hann ákveðinn. Úr bókinni Ljóðin mínLitla stúlkan í Gullsmáranumalltaf með sælgæti inni í skáp.Hún setur sælgætið í dollu fyrir drenginn sinnog lætur hann taka það með sér heim í Sólheima.Hann gefur elstu systur með sérmeðan þau sitja og horfa á Leiðarljós. Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það hefur verið nóg að gera hjá Auðuni Gestssyni síðustu daga. Hann hefur tekið þátt í hátíðinni List án landamæra af lífi og sál og lesið upp úr nýju ljóðabókinni sinni, Ljóðin mín. Hún var gefin út í tilefni sjötíu og fimm ára afmælis hans í febrúar og birtir fallega sýn hans á heiminn. Gunna, frænka Auðuns, er í heimsókn þegar blaðamaður bankar upp á hjá honum í vistlegu sambýli á Vesturbrún. Þar hefur hann stórt herbergi og einstaklega snyrtilegt. Íslenski fótboltinn er í uppáhaldi og litlir búningar helstu liðanna eru nældir upp á töflu. Fallegt fjallamálverk eftir hann sjálfan er ofan við skrifborðið og mynd af honum og vini hans Emil í Kattholti líka. „Við Emil erum tvíburabræður,“ segir Auðunn sposkur og fer með langa sögu um það þegar hann fór í heimsókn í Smálöndin sem lítill strákur og Emil faðmaði hann að sér en pabbinn dæsti og sagði: „Oh, er nú kominn annar prakkari í Kattholt.“ Flatey á Breiðafirði eru æskuslóðir Auðuns. Hann var einn af sjö systkinum en var kornungur þegar hann missti mömmu sína. Þá tók stóra systir hans Gerður við og hjá henni bjó hann þar til fyrir fjórum árum. Hann fór síðast til Flateyjar ekki alls fyrir löngu en saknaði bæði sjónvarpsins og þess að fá ekki blöðin daglega. Auðunn á margar minningar úr blaðasölunni. Hann bar blöðin niður Laugaveginn og átti sína föstu viðskiptavini. „Ég var oft hjá Pósthúsinu niðri í bæ og líka nálægt Dómkirkjunni, þar seldi ég þingmönnunum blöð. Ég þekkti þá alla. En ég tók hornið hans Óla við Apótekið þegar hann hætti og leyfði blaðsölukrökkunum líka að vera hjá mér.“ Hann segir víetnömsku krakkana hafa verið sérstaka vini sína. Auðunn klippir úr blöðunum greinar og myndir um íslenska boltann. Líka fuglamyndir. Öllu raðar hann snyrtilega í skúffur. „Ég fór beint í fótboltann þegar ég kom til Reykjavíkur. Hélt mikið með Þrótturum en er gamall Víkingur og einu sinni hélt ég líka með KR.“ Hann kveðst hafa fengið treyjur margra liða í jóla-og afmælisgjafir og klæðast þeim þegar við á. Uppi á vegg hanga medalíur frá Vísi og í glugganum eru bikarar, einn fékk hann þegar hann var kjörinn blaðakóngur og annan hlaut hann fyrir frammistöðu í skák hjá DV. Eftir blaðasöluárin fór Auðunn að dvelja í Lækjarási hluta úr degi og fást þar við ýmis verkefni. Listrænir hæfileikar komu þá líka betur í ljós og hann fór að yrkja og mála. Ljóðabókin hans er uppseld í bili en ný prentun væntanleg. „Svo ætla ég að gefa út aðra bók í haust,“ segir hann ákveðinn. Úr bókinni Ljóðin mínLitla stúlkan í Gullsmáranumalltaf með sælgæti inni í skáp.Hún setur sælgætið í dollu fyrir drenginn sinnog lætur hann taka það með sér heim í Sólheima.Hann gefur elstu systur með sérmeðan þau sitja og horfa á Leiðarljós.
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira