Engrar starfsreynslu krafist Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. apríl 2013 07:00 Tuttugu og sjö nýir þingmenn munu mæta til vinnu í Alþingishúsinu á setningardegi þingsins í haust. Alls konar fólk úr öllum geirum þjóðfélagsins, alls staðar að af landinu. Fólk sem á lítið sem ekkert sameiginlegt nema það að vera að byrja í nýrri vinnu sem það hefur takmarkaða þekkingu á. Endurnýjun er nauðsynleg á löggjafarsamkundunni, um það eru allir sammála, en ef við setjum annan vinnustað, hvaða vinnustað sem er, inn í jöfnuna þá er staðan vægast sagt óvenjuleg. Myndi einhver vinnustaður skipta tuttugu og sjö starfsmönnum af sextíu og þremur út á einu bretti? Og ef einverjum dytti nú slík fásinna í hug hvernig ætli rekstur fyrirtækisins gengi næstu mánuðina á eftir? Álagið á vönu starfsmennina myndi aukast til muna þar sem þeir þyrftu að eyða tíma og kröftum í að þjálfa upp nýju starfsmennina um leið og þeir sinntu eigin störfum og það tekur á taugarnar. Hætt er við að urgur yrði í fólki og að það hugsaði stjórnarmönnum fyrirtækisins þegjandi þörfina. Ef ofan á bættist að enginn hinna nýju starfsmanna kynni nokkuð til verka er líklegasta niðurstaðan sú að vönu starfsmennirnir gerðu uppreisn, neituðu að bæta þessu álagi á vinnuframlagið og hreinlega settu stjórninni stólinn fyrir dyrnar: ráðið vant fólk eða við löbbum út. Vinnuveitendur alþingismanna, þjóðin sjálf, virðast ekki hafa nokkrar áhyggjur af því að ráða alls óvant fólk til starfa í æðstu stofnun samfélagsins. Engar kröfur eru gerðar til nýliðanna aðrar en þær að hafa komist ofarlega á lista einhvers framboðsins og náð inn á þing. Flestir kjósendur þekkja hvorki haus né sporð á þessu fólki, vita ekkert um mannkosti þess, hæfni til vinnu, vinnusemi, samstarfshæfileika eða innræti. Það er eins og Alþingi sé ekki vinnustaður í hugum vinnuveitandans. Bara eitthvert partý þar sem hver sem er getur beðið um orðið og fabúlerað út og suður eins og andinn blæs honum/henni í brjóst þá mínútuna. Kjaftaklúbbur athyglissjúklinga. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fráfarandi forseti Alþingis, sagði í umræðum í sjónvarpssal á kosninganótt að það tæki um það bil fjögur ár að læra að verða góður þingmaður. Samkvæmt því verða nýliðarnir sem taka til starfa í haust orðnir nokkuð góðir starfsmenn í lok kjörtímabilsins, en þá er allt eins líklegt að þeir missi vinnuna, nýir óþjálfaðir starfsmenn verði ráðnir í þeirra stað og þjálfunin þurfi að byrja frá grunni á ný. Kannski ekkert skrítið að virðing fyrir Alþingi sé um það bil ómælanleg í skoðanakönnunum. Þetta virðist ekki vera vinnustaður heldur þjálfunarbúðir ef borið er saman við aðra vinnustaði og þær kröfur sem þeir gera til starfsfólks. Að þessu sögðu er auðvitað rétt að líta á þá hlið málsins sem snýr að flokkshollustu. Nýliðarnir væntanlega gera bara eins og forystusauðirnir skipa – eða allavega virðist gengið út frá því. Það getur þó brugðið til beggja vona eins og glögglega kom í ljós á nýafstöðnu kjörtímabili þar sem mikil orka og tími fóru í hina svokölluðu kattasmölun, oftast án árangurs. Leiðtogar flokkanna verða því væntanlega að koma sér upp kröftugri svipum í haust og berja græningjana til hlýðni ef einhver samstaða á að nást í þinginu. Gangi þeim vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Tuttugu og sjö nýir þingmenn munu mæta til vinnu í Alþingishúsinu á setningardegi þingsins í haust. Alls konar fólk úr öllum geirum þjóðfélagsins, alls staðar að af landinu. Fólk sem á lítið sem ekkert sameiginlegt nema það að vera að byrja í nýrri vinnu sem það hefur takmarkaða þekkingu á. Endurnýjun er nauðsynleg á löggjafarsamkundunni, um það eru allir sammála, en ef við setjum annan vinnustað, hvaða vinnustað sem er, inn í jöfnuna þá er staðan vægast sagt óvenjuleg. Myndi einhver vinnustaður skipta tuttugu og sjö starfsmönnum af sextíu og þremur út á einu bretti? Og ef einverjum dytti nú slík fásinna í hug hvernig ætli rekstur fyrirtækisins gengi næstu mánuðina á eftir? Álagið á vönu starfsmennina myndi aukast til muna þar sem þeir þyrftu að eyða tíma og kröftum í að þjálfa upp nýju starfsmennina um leið og þeir sinntu eigin störfum og það tekur á taugarnar. Hætt er við að urgur yrði í fólki og að það hugsaði stjórnarmönnum fyrirtækisins þegjandi þörfina. Ef ofan á bættist að enginn hinna nýju starfsmanna kynni nokkuð til verka er líklegasta niðurstaðan sú að vönu starfsmennirnir gerðu uppreisn, neituðu að bæta þessu álagi á vinnuframlagið og hreinlega settu stjórninni stólinn fyrir dyrnar: ráðið vant fólk eða við löbbum út. Vinnuveitendur alþingismanna, þjóðin sjálf, virðast ekki hafa nokkrar áhyggjur af því að ráða alls óvant fólk til starfa í æðstu stofnun samfélagsins. Engar kröfur eru gerðar til nýliðanna aðrar en þær að hafa komist ofarlega á lista einhvers framboðsins og náð inn á þing. Flestir kjósendur þekkja hvorki haus né sporð á þessu fólki, vita ekkert um mannkosti þess, hæfni til vinnu, vinnusemi, samstarfshæfileika eða innræti. Það er eins og Alþingi sé ekki vinnustaður í hugum vinnuveitandans. Bara eitthvert partý þar sem hver sem er getur beðið um orðið og fabúlerað út og suður eins og andinn blæs honum/henni í brjóst þá mínútuna. Kjaftaklúbbur athyglissjúklinga. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fráfarandi forseti Alþingis, sagði í umræðum í sjónvarpssal á kosninganótt að það tæki um það bil fjögur ár að læra að verða góður þingmaður. Samkvæmt því verða nýliðarnir sem taka til starfa í haust orðnir nokkuð góðir starfsmenn í lok kjörtímabilsins, en þá er allt eins líklegt að þeir missi vinnuna, nýir óþjálfaðir starfsmenn verði ráðnir í þeirra stað og þjálfunin þurfi að byrja frá grunni á ný. Kannski ekkert skrítið að virðing fyrir Alþingi sé um það bil ómælanleg í skoðanakönnunum. Þetta virðist ekki vera vinnustaður heldur þjálfunarbúðir ef borið er saman við aðra vinnustaði og þær kröfur sem þeir gera til starfsfólks. Að þessu sögðu er auðvitað rétt að líta á þá hlið málsins sem snýr að flokkshollustu. Nýliðarnir væntanlega gera bara eins og forystusauðirnir skipa – eða allavega virðist gengið út frá því. Það getur þó brugðið til beggja vona eins og glögglega kom í ljós á nýafstöðnu kjörtímabili þar sem mikil orka og tími fóru í hina svokölluðu kattasmölun, oftast án árangurs. Leiðtogar flokkanna verða því væntanlega að koma sér upp kröftugri svipum í haust og berja græningjana til hlýðni ef einhver samstaða á að nást í þinginu. Gangi þeim vel.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun