Vinsæll herratískubloggari Álfrún Pálsdóttir skrifar 2. maí 2013 17:00 Tískubloggsíða Sindra Snæs Jenssonar, Sindrijensson.com, hefur vakið mikla athygli en þar fjallar hann af metnaði um herratískuna. „Áhuginn á tísku kviknaði í menntaskóla en þá lagði maður jogginggallann á hilluna og fór að spá í hverju maður klæddist,“ segir Sindri Snær Jensson, tískubloggari og knattspyrnumarkmaður, sem heldur úti tískubloggsíðunni Sindrijensson.com. Síðan var opnuð fyrir tæplega tveimur mánuðum og hefur fengið góðar viðtökur. Daglega heimsækja um 1.000-4.000 manns síðuna þar sem Sindri leggur metnað í að fjalla faglega um strauma og stefnur í herratískunni ásamt því að fá vel valda herra í tískuspjall til sín. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi en fann aldrei tíma til að hrinda henni í framkvæmd enda vil ég gera hlutina vel þegar ég tek þá að mér,“ segir Sindri, sem loksins fann tíma er hann flutti til Malmö í Svíþjóð með kærustunni sinni síðasta haust. Sindri er markmaður og spilaði síðasta sumar með úrvalsdeildarliðinu Val. Upphaflega ætlaði hann að finna sér lið í Svíþjóð en það hefur ekki gengið sem skyldi. „Ég hef verið að æfa með liðum hérna úti og fengið nokkur samningstilboð en engin nógu góð. Þess vegna get ég kallað mig heimavinnandi húsföður og tískubloggara núna. Ég fæ margar spurningar í viku frá lesendum um tísku sem er mjög skemmtilegt,“ segir Sindri sem eyðir um 2-3 klukkutímum á dag í bloggsíðuna. Sindri starfaði lengi vel sem verslunarstjóri í Galleríi 17 og líkir tískuáhuganum við bakteríu sem honum tekst ekki að losna við. „Það sem heillar mig við tískuna er hvernig maður getur tjáð sig í gegnum klæðaburðinn. Mín skoðun er sú að það er engin afsökun til fyrir að vera ekki snyrtilegur til fara.“ Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
„Áhuginn á tísku kviknaði í menntaskóla en þá lagði maður jogginggallann á hilluna og fór að spá í hverju maður klæddist,“ segir Sindri Snær Jensson, tískubloggari og knattspyrnumarkmaður, sem heldur úti tískubloggsíðunni Sindrijensson.com. Síðan var opnuð fyrir tæplega tveimur mánuðum og hefur fengið góðar viðtökur. Daglega heimsækja um 1.000-4.000 manns síðuna þar sem Sindri leggur metnað í að fjalla faglega um strauma og stefnur í herratískunni ásamt því að fá vel valda herra í tískuspjall til sín. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi en fann aldrei tíma til að hrinda henni í framkvæmd enda vil ég gera hlutina vel þegar ég tek þá að mér,“ segir Sindri, sem loksins fann tíma er hann flutti til Malmö í Svíþjóð með kærustunni sinni síðasta haust. Sindri er markmaður og spilaði síðasta sumar með úrvalsdeildarliðinu Val. Upphaflega ætlaði hann að finna sér lið í Svíþjóð en það hefur ekki gengið sem skyldi. „Ég hef verið að æfa með liðum hérna úti og fengið nokkur samningstilboð en engin nógu góð. Þess vegna get ég kallað mig heimavinnandi húsföður og tískubloggara núna. Ég fæ margar spurningar í viku frá lesendum um tísku sem er mjög skemmtilegt,“ segir Sindri sem eyðir um 2-3 klukkutímum á dag í bloggsíðuna. Sindri starfaði lengi vel sem verslunarstjóri í Galleríi 17 og líkir tískuáhuganum við bakteríu sem honum tekst ekki að losna við. „Það sem heillar mig við tískuna er hvernig maður getur tjáð sig í gegnum klæðaburðinn. Mín skoðun er sú að það er engin afsökun til fyrir að vera ekki snyrtilegur til fara.“
Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira