Skipuleggur flóamarkað í Kópavogi Sara McMahon skrifar 2. maí 2013 13:30 Svavar Pétur Eysteinsson, Berglind Häsler og Hrólfur, sonur þeirra. Mynd/Stefán „Það má nýta höfuðborgarsvæðið betur, það þarf ekki allt að gerast í póstnúmeri 101,“ segir Berglind Häsler, fréttakona og meðlimur í hljómsveitinni Prins Póló, sem stendur fyrir flóamarkaði sem fram fer í atvinnuhúsnæði við Nýbýlaveg í Kópavogi um helgina. Eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, hefur verið henni innan handar sem sérlegur flóamarkaðsráðgjafi. Berglind og Svavar þekkja eiganda húsnæðisins og það var hann sem gaukaði flóamarkaðshugmyndinni að þeim. Í næsta húsi við þau fer fram markaður fyrir netverslanir og að sögn Berglindar hefur sá gengið glimrandi vel. „Þar hefur verið mikil eftirspurn eftir notuðum hlutum þannig að okkur þótti þetta alveg rakið og ákváðum að kýla á þetta. Við byrjum í temmilegu plássi fremst í húsinu, ef vel gengur þá er stórt port á bak við húsið sem væri kjörið undir útimarkaði í sumar. Þar fyrir aftan er svo enn stærra pláss þannig í raun er hægt að hafa þetta endalaust,“ segir Berglind og hlær. Gangi allt að óskum mun flóamarkaðurinn vera starfræktur um hverja helgi í allt sumar. Aðspurð segir Berglind fjölda fólks þegar hafa pantað sölubás fyrir komandi helgi og verður hún sjálf í hópi þeirra. „Við erum að tæma geymsluna um þessar mundir, hún er komin inn á stofugólf til okkar. Allskonar fólk hefur haft samband og pantað bás þannig ég held að úrvalið um helgina verði bæði fjölbreytt og spennandi,“ segir hún að lokum. Allt má selja Markaðurinn á að vera fjölbreyttur og skemmtilegur, svo ef fólk lumar ekki á gersemum í geymslunni má líka selja hæfileika, veitingar eða annað sem fólki kemur til hugar. Dagurinn kostar 5.500 krónur, helgin kostar 9.500 krónur og hægt er að panta bás með því að senda póst á netfangið berglind@skakkapopp.is. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Það má nýta höfuðborgarsvæðið betur, það þarf ekki allt að gerast í póstnúmeri 101,“ segir Berglind Häsler, fréttakona og meðlimur í hljómsveitinni Prins Póló, sem stendur fyrir flóamarkaði sem fram fer í atvinnuhúsnæði við Nýbýlaveg í Kópavogi um helgina. Eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, hefur verið henni innan handar sem sérlegur flóamarkaðsráðgjafi. Berglind og Svavar þekkja eiganda húsnæðisins og það var hann sem gaukaði flóamarkaðshugmyndinni að þeim. Í næsta húsi við þau fer fram markaður fyrir netverslanir og að sögn Berglindar hefur sá gengið glimrandi vel. „Þar hefur verið mikil eftirspurn eftir notuðum hlutum þannig að okkur þótti þetta alveg rakið og ákváðum að kýla á þetta. Við byrjum í temmilegu plássi fremst í húsinu, ef vel gengur þá er stórt port á bak við húsið sem væri kjörið undir útimarkaði í sumar. Þar fyrir aftan er svo enn stærra pláss þannig í raun er hægt að hafa þetta endalaust,“ segir Berglind og hlær. Gangi allt að óskum mun flóamarkaðurinn vera starfræktur um hverja helgi í allt sumar. Aðspurð segir Berglind fjölda fólks þegar hafa pantað sölubás fyrir komandi helgi og verður hún sjálf í hópi þeirra. „Við erum að tæma geymsluna um þessar mundir, hún er komin inn á stofugólf til okkar. Allskonar fólk hefur haft samband og pantað bás þannig ég held að úrvalið um helgina verði bæði fjölbreytt og spennandi,“ segir hún að lokum. Allt má selja Markaðurinn á að vera fjölbreyttur og skemmtilegur, svo ef fólk lumar ekki á gersemum í geymslunni má líka selja hæfileika, veitingar eða annað sem fólki kemur til hugar. Dagurinn kostar 5.500 krónur, helgin kostar 9.500 krónur og hægt er að panta bás með því að senda póst á netfangið berglind@skakkapopp.is.
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira