Fatahönnuðirnir Rebekka Jónsdóttir og Dúsa Ólafsdóttir opnuðu nýja verslun á föstudag.
Verslunin er til húsa við Miðstræti 12 og fæst þar meðal annars hönnun Rebekku og Dúsu auk tískufatnaðar frá Austurríki og fylgihluta.
Tímamótunum fögnuðu Dúsa og Rebekka með vinum og vandamönnum. Daníel Rúnarsson ljósmyndari fangaði stemmninguna.
Vel heppnuð opnun hjá Rebekku og Dúsu
