"Það verður að hafa fyrir þessu“ Bergsteinn Sigurðsson skrifar 7. maí 2013 17:00 Börkur Jónsson. „Þetta kom skemmtilega á óvart, en það er víst óvenjulegt að Reumert-verðlaunin falli útlendingi í skaut,“ segir Börkur Jónsson leikmyndahönnuður en leikmynd hans í sýningunni Bastarðar var valin leikmynd ársins á Reumert-hátíðinni, leiklistarverðlaunahátíð Dana, á sunnudagskvöld. Bastarðar er samstarfsverkefni Vesturports, Borgarleikhússins, Malmö Stadtsteater og Får302 í Kaupmannahöfn. Forvinna sýningarinnar var unnin af alþjóðlegum hópi á Íslandi í vor og lauk með tveimur forsýningum á Listahátíð og var verkið svo sýnt í Kaupmannahöfn og Malmö, áður en það fór í reglulegar sýningar á Stóra sviði Borgarleikhússins fyrr á leikárinu. Leikmynd Barkar var að sönnu stórbrotin; áhorfendur sátu í hring í kringum skógi vaxið svið, yfir því gnæfði málmgrind og á miðju sviðinu var djúpur hylur. „Þetta er að mörgu leyti sérstök leikmynd,“ segir Börkur, „mjög stór og kostaði mikla handavinnu. Hún umlykur áhorfendur og fyllir þannig vitin og sjónsviðið; það sitja allir inn í skóginum sem verkið gerist í. Svo var hún sýnd í tjaldi áður en við uppfærðum hana fyrir Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu og það var líka mjög spennandi og tæknilega krefjandi.“ Börkur segist þó ekki geta metið hvort þetta sé hans best heppnaða leikmynd til þessa. „Hver leikmynd er utan um ákveðið verkefni og það er mjög erfitt að taka hana úr því samhengi og bera þær saman.“ Börkur hefur um nokkurt skeið verið í hópi fremstu leikmyndahönnuða landsins og unnið mikið með Vesturporti, þar sem umgjörðin skiptir ekki síst máli. Börkur segir það þó aldrei vera markmiðið að slá sér við á milli sýninga. „Maður hugsar bara hvert verkefni fyrir sig, það verður að vera þannig. Maður má ekki falla í þá gryfju að setja upp leikrit á öðrum forsendum en verksins sjálfs. En á hinn bóginn þá reyni ég líka að endurtaka mig ekki og setja mér markmið til að gera verkið krefjandi. Það verður að hafa fyrir þessu.“ Hann segir vinnuferlið með Vesturporti líka eiga vel við sig. „Það er allt opið og frjálst; allir hafa rétt á sinni skoðun og þær eru teknar til greina. Enginn er básaður af í eigin horni, enda er ekki hægt að vinna þannig í leikhúsi; það er ávísun á misheppnaða sýningu.“ Börkur segir vel mögulegt Reumert-verðlaunin eigi eftir að verða til þess að verkefnum utanlands fjölgi. Vesturport stefnir nú á að setja Hróa hött á svið í Bergen og því næst í Boston. „Hver veit nema sú sýning endi svo á Broadway.“Börkur segir leikmyndina að mörgu leyti óvenjulega, hún er mjög stór og útheimti mikla handavinnu enda umlykur hún áhorfendur og fylli sjónsviðið. Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta kom skemmtilega á óvart, en það er víst óvenjulegt að Reumert-verðlaunin falli útlendingi í skaut,“ segir Börkur Jónsson leikmyndahönnuður en leikmynd hans í sýningunni Bastarðar var valin leikmynd ársins á Reumert-hátíðinni, leiklistarverðlaunahátíð Dana, á sunnudagskvöld. Bastarðar er samstarfsverkefni Vesturports, Borgarleikhússins, Malmö Stadtsteater og Får302 í Kaupmannahöfn. Forvinna sýningarinnar var unnin af alþjóðlegum hópi á Íslandi í vor og lauk með tveimur forsýningum á Listahátíð og var verkið svo sýnt í Kaupmannahöfn og Malmö, áður en það fór í reglulegar sýningar á Stóra sviði Borgarleikhússins fyrr á leikárinu. Leikmynd Barkar var að sönnu stórbrotin; áhorfendur sátu í hring í kringum skógi vaxið svið, yfir því gnæfði málmgrind og á miðju sviðinu var djúpur hylur. „Þetta er að mörgu leyti sérstök leikmynd,“ segir Börkur, „mjög stór og kostaði mikla handavinnu. Hún umlykur áhorfendur og fyllir þannig vitin og sjónsviðið; það sitja allir inn í skóginum sem verkið gerist í. Svo var hún sýnd í tjaldi áður en við uppfærðum hana fyrir Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu og það var líka mjög spennandi og tæknilega krefjandi.“ Börkur segist þó ekki geta metið hvort þetta sé hans best heppnaða leikmynd til þessa. „Hver leikmynd er utan um ákveðið verkefni og það er mjög erfitt að taka hana úr því samhengi og bera þær saman.“ Börkur hefur um nokkurt skeið verið í hópi fremstu leikmyndahönnuða landsins og unnið mikið með Vesturporti, þar sem umgjörðin skiptir ekki síst máli. Börkur segir það þó aldrei vera markmiðið að slá sér við á milli sýninga. „Maður hugsar bara hvert verkefni fyrir sig, það verður að vera þannig. Maður má ekki falla í þá gryfju að setja upp leikrit á öðrum forsendum en verksins sjálfs. En á hinn bóginn þá reyni ég líka að endurtaka mig ekki og setja mér markmið til að gera verkið krefjandi. Það verður að hafa fyrir þessu.“ Hann segir vinnuferlið með Vesturporti líka eiga vel við sig. „Það er allt opið og frjálst; allir hafa rétt á sinni skoðun og þær eru teknar til greina. Enginn er básaður af í eigin horni, enda er ekki hægt að vinna þannig í leikhúsi; það er ávísun á misheppnaða sýningu.“ Börkur segir vel mögulegt Reumert-verðlaunin eigi eftir að verða til þess að verkefnum utanlands fjölgi. Vesturport stefnir nú á að setja Hróa hött á svið í Bergen og því næst í Boston. „Hver veit nema sú sýning endi svo á Broadway.“Börkur segir leikmyndina að mörgu leyti óvenjulega, hún er mjög stór og útheimti mikla handavinnu enda umlykur hún áhorfendur og fylli sjónsviðið.
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira