Íslensku EGF-húðvörurnar frá Sif Cosmetics hlutu á dögunum dönsku snyrtivöruverðlaunin í flokki lúxushúðvara fyrir líkamann.
Verðlaunin, sem voru afhent í síðustu viku, eru eins konar uppskeruhátíð bransans í Danmörku og í dómnefnd sitja meðal annarra ritstjórar tímaritana Elle og Eurowoman og snyrtifræðingur danska konungsfólksins.
Þessar íslensku húðvörur hafa verið að láta til sín taka á erlendum mörkuðum undanfarið en í kjölfarið á verðlaununum fékk merkið góða umfjöllun í dönsku dagblöðunum Börsen og Berlingske Tidende.
