Hangir á hvolfi til að losna við ritstíflu Bergsteinn Sigurðsson skrifar 14. maí 2013 15:00 Nýjustu bókar Dan Brown, Inferno, er beðið með mikilli eftirvæntingu og er hún þegar komin í efsta sæti á metsölulista Amazon í krafti forsölu. Metsöluhöfundurinn Dan Brown beitir óvenjulegri aðferð til að losna við ritstíflu; hann hangir á hvolfi í sérútbúinni grind sem hann er með á skrifstofu sinni. Brown sagði blaðamanni Sunday Times frá þessu óvanalega húsráði í viðtali um helgina. Tilefnið var næsta bók höfundarins, Inferno, sem kemur út á morgun. Bóksalar gera ráð fyrir að hún verði mest selda bók ársins, en hún trónir nú þegar á toppi metsölulista Amazon í krafti forsölu. Fyrsti dómurinn birtist í New York Times á sunnudag. Ritrýnirinn er hæstánægður með verkið, segir Brown vefa alla þræði haganlega og hann sé nógu gáskafullur til að gera bókina að góðri afþreyingu; honum hafi tekist að skrifa eins konar „50 gráa skugga táknfræðinnar“. Brown er annars þögull sem gröfin um söguþráð bókarinnar, fyrir utan að bókin byggir á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante, og segir að þetta verði sín „myrkasta bók hingað til“. Dan Brown er einn alvinsælasti rithöfundur heims. Da Vinci lykillinn hefur selst í um 82 milljónum eintaka en síðasta bók hans, Týnda táknið, hefur verið prentuð í yfir 30 milljónum eintaka á mörgum tungumálum. Til marks um eftirvæntinguna eftir bókinni stóð erlendum útgefendum til boða að senda þýðendur í eins konar „þýðendabúðir“, þar sem þeir fengu aðgang að handritinu. Á meðan á því stóð höfðu þeir ekki aðgang að netinu og máttu ekki hafa símasamband við neinn nema fjölskyldu sína og útgefendur. Bjartur er útgefandi Dans Brown á Íslandi og er Inferno væntanleg í íslenskri þýðingu síðsumars eða í haust. „Við erum á of litlum markaði til að senda þýðanda út,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti, sem fær handritið sent til þýðingar á miðnætti í kvöld – um leið og bókin kemur út. Ingunn Snædal og Arnar Matthíasson þýða bókina saman. Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Metsöluhöfundurinn Dan Brown beitir óvenjulegri aðferð til að losna við ritstíflu; hann hangir á hvolfi í sérútbúinni grind sem hann er með á skrifstofu sinni. Brown sagði blaðamanni Sunday Times frá þessu óvanalega húsráði í viðtali um helgina. Tilefnið var næsta bók höfundarins, Inferno, sem kemur út á morgun. Bóksalar gera ráð fyrir að hún verði mest selda bók ársins, en hún trónir nú þegar á toppi metsölulista Amazon í krafti forsölu. Fyrsti dómurinn birtist í New York Times á sunnudag. Ritrýnirinn er hæstánægður með verkið, segir Brown vefa alla þræði haganlega og hann sé nógu gáskafullur til að gera bókina að góðri afþreyingu; honum hafi tekist að skrifa eins konar „50 gráa skugga táknfræðinnar“. Brown er annars þögull sem gröfin um söguþráð bókarinnar, fyrir utan að bókin byggir á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante, og segir að þetta verði sín „myrkasta bók hingað til“. Dan Brown er einn alvinsælasti rithöfundur heims. Da Vinci lykillinn hefur selst í um 82 milljónum eintaka en síðasta bók hans, Týnda táknið, hefur verið prentuð í yfir 30 milljónum eintaka á mörgum tungumálum. Til marks um eftirvæntinguna eftir bókinni stóð erlendum útgefendum til boða að senda þýðendur í eins konar „þýðendabúðir“, þar sem þeir fengu aðgang að handritinu. Á meðan á því stóð höfðu þeir ekki aðgang að netinu og máttu ekki hafa símasamband við neinn nema fjölskyldu sína og útgefendur. Bjartur er útgefandi Dans Brown á Íslandi og er Inferno væntanleg í íslenskri þýðingu síðsumars eða í haust. „Við erum á of litlum markaði til að senda þýðanda út,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti, sem fær handritið sent til þýðingar á miðnætti í kvöld – um leið og bókin kemur út. Ingunn Snædal og Arnar Matthíasson þýða bókina saman.
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira